Ég þarf að magna upp wifi hjá mér,það er ákveðinn partur af húsinu hjá mér þar sem netið er ekki nógu sterkt. Ég er með rauter í bílskúrnum og það er ca 20 metrar í stofuna þar sem netið er slakt,það er slatti af veggjum sem blokkera sennileg.
Hvaða reynslu hafa menn af svona,það virðist vera svo mikið af græjum á öllum verðbilum ætlað í þetta. Það er bara spurning hvað er besti og ódýrasti kosturinn....
Svona án þess að vita mikið um aðstæður, þá myndi svona stykki: http://att.is/product/zyxel-wre2205-wir ... -wre2205v2 líklega redda þessu fyrir þig. Þú þarft bara að stinga þessu í samband einhverstaðar inní húsinu hjá þér, t.d mitt á milli bílskúrs og stofunnar. Svo er auðveldast að nota bara WPS setup-ið og þá configurar þetta sig nánast sjálft. Þetta sér um að magna upp/endursenda WIFI merkið frá routernum þínum.
Flottari og betri leið væri að fá sér alvöru access point, t.d Ubiquity Unify (Fæst hjá start) og koma honum fyrir á góðum stað inn í húsinu. Notabene að hann er ekki extender, heldur þarf að tengjast við routerinn þinn með CATx kapli.
Sorry að vekja gamlan þráð , en með svona extender´a . Keyrir ekki AP á öðrum kanal ? Ef hann er að taka upp merki frá source og magna upp mekið og senda aftur þá hlýtur óumflýjanlega að koma delay á merkið .
Ég hef ekki mikið verið að vesenast í þessu en ég hef sett upp wireless bridge, með gömlum router . Þá skipti hann um kanal og broadcastaði öðru SSID, er að pæla hvort þetta sé fiffað einhvernvegin öðruvísi .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic