Tölva og skjár slökkva á sér

Svara
Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Tölva og skjár slökkva á sér

Póstur af Heliowin »

Ég er alltaf að lenda í því að það slokkni á tölvuskjánum í smá tíma og kemur síðan upp einhver skilaboð um display driver (recovered eða eitthvað þannig). Tölvan er líka hreinlega að slökkva á sér og þarf ég þá að slökkva og kveikja á spennugjafanum og síðan á tölvunni til að fá hana upp aftur.

Þetta byrjaði í ágúst nokkru eftir að hafa sett upp Windows 10 og ég man ekki eftir því að hafa lent í þessu áður.

Ég skipti aftur yfir í nýjan geforce driver sem var að koma en það hjálpaði ekki.

Það er spurning hvort einhver búnaður sé að fara að gefa sig eða hvort þetta sé display driver vandamál. Ég er með Windows 10 drivera frá systemboard framleiðandanum.

Ég er með þennan búnað í tölvunni:
Intel Core i5-3570K Quad Core
Gigabyte Z77X-D3H
Gigabyte 2GB GTX 660OC GPU
Mushkin 16GB DDR3 1600MHz (4x4GB) Blackline CL9
Thermaltake Smart Series 750W PSU
Svara