Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
Crush1234
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Þri 15. Sep 2015 19:05
Staða: Ótengdur

Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af Crush1234 »

Mér finnst vaktin.is ekki gefa upp raunverulegan verðsamanburð.

Tildæmis er GTX980 Gainward og Gigabyte ekki sami hluturinn, þar af leiðandi verðlaunar það ekki búðinni sem er með minnsta álagið heldur búðinni sem getur fundið lág gæða ódýra PC parta.

Hvað finnst ykkur?

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af Dúlli »

Það er hugmyndinn með vaktinn, að bera saman verð og svo velur fólk eftir framleiðendum.

Það er ekkert heldur að gainward. Finnasti framleiðandi. Fyrir margar skiptir þetta engu mála hver skellir hvaða kælingu á.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af GuðjónR »

Crush1234 skrifaði:Mér finnst vaktin.is ekki gefa upp raunverulegan verðsamanburð.

Tildæmis er GTX980 Gainward og Gigabyte ekki sami hluturinn, þar af leiðandi verðlaunar það ekki búðinni sem er með minnsta álagið heldur búðinni sem getur fundið lág gæða ódýra PC parta.

Hvað finnst ykkur?
Og hvernig myndir þú bera saman "gæði" milli merkja?

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af Dúlli »

Merki á tölvubúnaði eru trúarbrögði eins og merki á bílum.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af GuðjónR »

Dúlli skrifaði:Merki á tölvubúnaði eru trúarbrögði eins og merki á bílum.
Akkúrat.

Höfundur
Crush1234
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Þri 15. Sep 2015 19:05
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af Crush1234 »

Gefur samt ekki tilkynna mun á álagi

Höfundur
Crush1234
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Þri 15. Sep 2015 19:05
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af Crush1234 »

Og jú það er munur á build quality, gæði kælingar, quality control og svo framvegis.
Ég var ekki að segja að gainward væri drasl ég var að segja að það væri hægt fyrir tölvubúð að panta drasl og láta sig líta út fyrir að vera ódýrastir.

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af Dúlli »

Já þá eru þeir að selja ódýrast, þetta er "Verð" vaktinn. Svo er það bara komið fyrir notandan að skoða og sjá hvað hentar best.

Ef þú tekur allt ódýrasta og dýrasta gæti munað haug þar á milli. Maður notar þetta alltaf til að finna ódýrasta hlut.

Þess vegna áttu að skoða og kynna þér hvað þú ert að kaupa og flestir sem nota vaktinni hljóta að vera með smá tölvukunnáttu ef þeir kunna að raða saman hluti í tölvunna.

Og svo fer þetta á "Spjall" partinn af vaktinni þar sem fólk er hefur ekki glórur gerir þráð og það er nánast daglegt brauð að sjá þráð "Hjálp vantar tölvu" eða svipað og margir notendur skella saman nánast bestu tölvum fyrir pening.

Í dag eru þessi framleiðendur nánast eins og ef það er eithvað vesen með vöruna þá ertu með hlut sem kallast ábyrgð.
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af vesley »

Dúlli skrifaði:Merki á tölvubúnaði eru trúarbrögði eins og merki á bílum.


Satt að vissu leyti, margir ef ekki flestallir framleiðendur eiga samt sína slæmu tíma, gefa út slæmt "batch" af einhverri vöru með háa bilanatíðni og hvílir það oft á þeim í mörg ár.

MSI átti lengi erfitt með sínar vörur og voru margir sem forðuðust þær, en hefur þeim gengið vel undanfarin ár að markaðsetja sig vel og stíga upp á markaðnum.

Razer frá ca 2010-2012/2013 voru með mjög háa bilanatíðni á músunum sínum, margar lentu í því að double klikka.

Seagate lenti í slæmu "batch" með 3tb diska hjá sér og gæti ég fundið fjöldan allan af dæmum frá öðrum framleiðendum sem lenda í því sama.

En bilanatíðni og gæði er ekki endilega það sama, sum skjákort eru einfaldlega betri , hægt er að sjá t.d. að frá sumum framleiðendum ná kortin betri yfirklukkun og betra hitastigi, og hvað þá með móðurborð og SSD drif og þessháttar, oft er það eins og að bera saman epli og appelsínur.
massabon.is

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af Dúlli »

vesley skrifaði:
Dúlli skrifaði:Merki á tölvubúnaði eru trúarbrögði eins og merki á bílum.


Satt að vissu leyti, margir ef ekki flestallir framleiðendur eiga samt sína slæmu tíma, gefa út slæmt "batch" af einhverri vöru með háa bilanatíðni og hvílir það oft á þeim í mörg ár.

MSI átti lengi erfitt með sínar vörur og voru margir sem forðuðust þær, en hefur þeim gengið vel undanfarin ár að markaðsetja sig vel og stíga upp á markaðnum.

Razer frá ca 2010-2012/2013 voru með mjög háa bilanatíðni á músunum sínum, margar lentu í því að double klikka.

Seagate lenti í slæmu "batch" með 3tb diska hjá sér og gæti ég fundið fjöldan allan af dæmum frá öðrum framleiðendum sem lenda í því sama.

En bilanatíðni og gæði er ekki endilega það sama, sum skjákort eru einfaldlega betri , hægt er að sjá t.d. að frá sumum framleiðendum ná kortin betri yfirklukkun og betra hitastigi, og hvað þá með móðurborð og SSD drif og þessháttar, oft er það eins og að bera saman epli og appelsínur.
Mikið rétt og þess vegna er til hlutur sem kallast "ábyrgð" sem reddar þessu fyrir mann. :happy

Já sjálfsögðu er munur hér og þar en þess vegna gerir maður research, En þetta skiptir engu málið fyrir meðal notanda ef eitt kort er örlítið betra í yfirklukkun heldur en annað.

Höfundur
Crush1234
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Þri 15. Sep 2015 19:05
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af Crush1234 »

Finnst þér semsagt rétt að búðir sem eru með mesta okurverðið geti haldið áfram að starfa þannig vegna þess að þær velja cheap parta til þess að láta sig líta út fyrir að vera ódýrastir?

Þeir ættu ekki að vera verðlaunaðir.
Sýnið frekar sama hlutin hlið við hlið til þess að það er hægt að sjá munin á álaginu, og síðan sýna ódýrustu partana fyrir neðan eins og gainward
Last edited by Crush1234 on Lau 19. Sep 2015 20:22, edited 2 times in total.

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af Dúlli »

Hvar eru þessir cheap partar sem þú ert að tala um ?

Það er fullt af þekktum framleiðendum sem eru vinsælir að bætast við á klakkan, I-Chill, Gainward og fullt af öðrum.

Hvar er þessi búnaður sem er svona cheap sem þú ert að tala um ?
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af rapport »

Það er verið að bera saman verð á eins sambærilegum hlutum og mögulegt er.

En þegar maður er að leita að einhverju sérstöku eins og kortum sem eru með einhverjum sérstökum tengjum, 2xdp en ekki 2xdvi eða kortum með dvi-d og helst ekki HDMI ofl. ofl. þá hjálpar þetta lítið.

Svo eru einnig sumar verlsanir að gefa allt of litlar upplýsingar um kortið á vefnum og maður þarf að tékka á síðum framleiðanda og enn aðrar sem senda manni dót sem er kannski sömu tegundar en ekki útlítandi eins og á mynd á vef, jafnvel með öðrum tengjum.

Það er hellings reynsla sem maður fær við þessi innkaup og sumar verslanir hreinleg nennir maður ekki að versla við.


Dæmi:

Að fara í Tölvutek að versla er ömurleg upplifun, það er troðið af fólki það er sama fagreiðsluborð fyrir tæknilegar spekúlasjónir og að fá að borga.

Ég beið í líklega 15-20 mínútur eftir að fá að borga fyrir nýju músina mína.

Það vantar "hraðkassa" ready fyrir afgreiðslu fyrir fólk einsog mig að borga fyrir vörur sem eru í sjálsafgreiðslu inn í búð.

Best finnst mér að versla við Computer.is þá panta ég á netinu og nánast undantekningalaust er varan á afgreiðsluborðinu þegar ég kem að sækja og borga + kurteisin og þjónustulundin alltaf upp á 10. Ef ég er að fá pakka frá þeim t.d. vegna dóts í vinnunni, þá er pósturinn reyndar duglegur að afhenda pakkana einhverstaðar í vörumóttöku LSH og það tekur auka dag fyrir mig að fá það sent til mín með innanhúspósti.

Kísildalur er líka upp á 10, alltaf gaman að kíkja þar inn.

NiveaForMen
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 03. Jún 2010 00:07
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af NiveaForMen »

Pínu offtopic en tek undir með rapport, computer.is er með mjög góða uppsetningu. Þá á ég við að þurfa ekki að nýta þjónustuna heldur fá afslátt fyrir að vita hvað maður vill.

Starfsmenn eru þó alltaf almennilegir.
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af worghal »

Crush1234 skrifaði:Finnst þér semsagt rétt að búðir sem eru með mesta okurverðið geti haldið áfram að starfa þannig vegna þess að þær velja cheap parta til þess að láta sig líta út fyrir að vera ódýrastir?

Þeir ættu ekki að vera verðlaunaðir.
Sýnið frekar sama hlutin hlið við hlið til þess að það er hægt að sjá munin á álaginu, og síðan sýna ódýrustu partana fyrir neðan eins og gainward
þótt svo að margir séu með sömu hlutina til sölu, þá eru samt ekki allir með sömu framleiðendurna.
þú færð ekki gigabyte, msi eða evga hjá kísildal og færð ekki gainward eða i-chill hjá att...
Att er bara með asus og msi og kísildalur er bara með inno3d, xfx og i-chill.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af MatroX »

hérna kemur mín skoðun, það er ekkert ósanngjarnt við þetta, gainward er í eigu palit, palit er ekkert endilega stærsti framleiðandi en jetstream kortin frá þeim eru að koma mjög vel út, það vill svo til í dag að nvidia og amd setja ákveðna staðla þegar kemur að framleiðslu kortana þannig að það er ekkert lengur þannig að sum kortana er drasl og önnur ekki, á íslandi er 2 ára ábyrgð þannig að ef kortið bilað þá færðu annað eða þetta kort lagað,

ég t.d hef haft hrikalega leiðinlega reynslu af gigabyte, coil væl og margt fleirra, en það þýðir ekkert að það sé drasl,

þannig að min skoðun er sú að það er ekkert að þessu eins og þetta er
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Skjámynd

Skaz
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af Skaz »

Maður þarf alltaf, alltaf að hafa í huga Caveat emptor og pæla í því afhverju þessi hlutur er ódýrari heldur en eitthvað annað vörumerki og vinna heimavinnuna sína.

Mér dettur ekki í hug að neinn sem að notar vaktina til að tékka verð t.d. á skjákortum sé eingöngu að leita eftir lægsta verðinu. Menn tékka bakgrunn merkjanna og spyrja ef að þeir kannast ekki við þau. Til þess held ég að spjallið sé sett upp?

hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af hkr »

Minni og skjákort eru hópuð saman eftir týpu en móðurborð, örgjafar, harðir diskar og aflgjafar eru það ekki.
T.d. eru ekki allir 1 TB HDD diskarnir ekki undir einni línu heldur fær hver framleiðandi, týpa o.fl. sér línu.

Sé ekki afhverju skjákortin og minnin ættu ekki að vera stækkuð þannig að hver framleiðandi, týpa, o.fl. fái sér línu.
Gefur betri mynd eins og með alla hina flokkana.

En annars eru fleiri samanburðar síður að detta á netið eins og t.d. verðbil.is og arius.is, þó svo að vaktin verði alltaf í uppáhaldi :)
Skjámynd

rickyhien
spjallið.is
Póstar: 496
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af rickyhien »

áður en ég vissi af Vaktinni, vissi ég ekki af öðrum tölvuverslum annað en Tölvutek og Tölvulistinn, eyddi fullt af peningum í "overpriced" vörur, ég hafði getað sparað tug þúsundum...sé að menn eru ekki að tala um að allar þessar tölvubúðir eru með einhverjum sömu hlutum en mismunandi verð!!!?? verðmunurinn getur verið upp að 10.000!! ég veit ekki um OP en ég myndi ekki geta sofnað ef ég vissi að ég hefði getað sparað 10.000 ef ég skoðaði betur.
Antec P280 kassi | Z370 AORUS Gaming 3 móðurborð | i5-8600K örgjörvi | Corsair H100i örgjörvakæling | PNY GTX 1080 Founder's Edition skjákort | 1 TB HDD | 120 GB SSD | 240 GB SSD | 24GB RAM | Cooler Master V750 aflgjafi | Corsair K65 LUX lyklaborð | ZOWIE FK1 mús | Sennheiser GSP 370 heyrnartól | BenQ XL2420T 24" 120hz skjár | Asus XT8 router | DJI Mavic Air 2 dróni
Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1519
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Staðsetning: Á sporbaug sólar
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af Benzmann »

Svakalegur rasismi hér á ferð gagnvart skjákortum....
CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit

machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af machinefart »

Vaktin er reyndar að gera greinarmun á milli þar sem þetta skiptir máli.

T.d. er ekki bara SSD 250 gb flokkur, heldur er það eftir merkjum. Eins og hefur komið fram, þá er bara rosalega erfitt að segja að X er betra en Y í skjákortum eftir framleiðanda. Þau eru að mestu leiti stöðluð og því metið þannig að þetta sé sambærilegur hlutur, þú ert ekki sammála, allt í lagi með það en þetta er bara mat þeirra sem taka þessa ákvörðun og mér sýnist flestir vera sáttir. Ef þú ætlaðir að taka hvern framleiðanda fyrir sig, þá væri fátt sambærilegt í þessu og listinn ansi langur.

Við verðum bara að notast við skynsemina af bestu getu, ef þú ert á því að þetta eigi að vera útfært öðruvísi, þá er líka hægt að launcha vefsíðu sem gerir þetta eins og þér þykir betra. Ef þú hefur rétt fyrir þér þá fylgja notendurnir.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af GuðjónR »

Ég er skoða þetta með skjákortin, mér sýnist vera kort frá tíu framleiðendum í boði.

PNY
MSI
ASUS
GIGABYTE
I-CHILL
INNO3D
EVGA
GAINWARD
SHAPPIRE
PALIT

Það er ekkert mál að setja þetta allt inn, en þá verður Verðavaktin meira eins og listi yfir það sem er í boði fremur en að finna ódýrasta kostinn.
Ég ætla að prófa að setja það upp þannig og sjá hvernig það kemur út. Kannski er það bara málið, sjáum til.
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af mind »

Fyrir mig sagt þá er hreint, einfalt og auðskilið betri kostur, þ.e. í stað ítarlegra og líklega of mikilla upplýsinga.

Verð hlýtur að vera fyrsta skilgreiningin (heitir nú verðvaktin) og ég held sé svolítið óþarfa flækingar að ætla birta of miklar upplýsingar, enda eru hlekkir beint á vöruna fyrir þær.

Allavega finnst mér t.d. örgjörvaflipinn hjálplegur, á móti er músarflipinn að mínu mati frekar tilgangslaus því það er engin sameiginleg lína í þeim.

Kannski er það bara ég en það hefur mér alltaf fundist sterkasta hlið vaktarinnar vera að hafa eins sanngjarnan lista og kostur er á, með einfaldan verðsamanburð á línu sambærilegra tölvuvara. Ég held lagerstaða myndi hjálpa til, en þetta heitir víst ekki lagervaktin svo get tæplega kvartað yfir því :)
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af GuðjónR »

Jæja, set inn tvö skjákskot, sömu vörur mismundandi röðun.
Þetta er vægast sagt ruglingslegt og tilgangur Verðvaktarinnar farinn að mínu mati.
Viðhengi
Screenshot 2015-09-23 10.37.18.gif
Screenshot 2015-09-23 10.37.18.gif (97.87 KiB) Skoðað 2128 sinnum
Screenshot 2015-09-23 10.12.34.gif
Screenshot 2015-09-23 10.12.34.gif (95.82 KiB) Skoðað 2128 sinnum
Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Staða: Ótengdur

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Póstur af beggi90 »

GuðjónR skrifaði:Jæja, set inn tvö skjákskot, sömu vörur mismundandi röðun.
Þetta er vægast sagt ruglingslegt og tilgangur Verðvaktarinnar farinn að mínu mati.
Sammála því, samt kannski fínt að þetta sé valmöguleiki.
T.d væri hægt að velja "nákvæm verðvakt" og fá þetta upp.
Svara