Vantar hjálp með pirrandi hljóð í heyrnatólum

Svara

Höfundur
Logi J
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Fös 26. Jún 2015 23:47
Staða: Ótengdur

Vantar hjálp með pirrandi hljóð í heyrnatólum

Póstur af Logi J »

Ég er nýbúinn að byggja mína eigin tölvu og installaði öllum driverum og allt það. En þegar ég er með heyrnatólin mín í sambandi í front panel þá kemur alltaf eitthvað mjög pirrandi hljóð þegar ég hreyfi músina, horfi á myndbönd eða spila tölvuleiki. Það verður hærra með því meira sem er að gerast á skjánum mínum og þegar ég er ekki að gera neitt heyrist ekkert í þessu.

Ég reyndi að leita að lausnum en fann ekkert mikið sem virkaði, ég reinstallaði nokkrum driverum sem gætu verið að valda þessu en ekkert lagaðist. Þegar ég sting heyrnatólunum í back panel-ið þá heyrist miklu minna í hljóðinu en það heyrist líka bara lægra í tölvunni sjálfri og það er bara pain að hafa það í back panel-inu.

Myndband um hvernig hljóðið er: https://www.youtube.com/watch?v=JbuS5xKgLUU


Væri frábært að fá ráðlagningar með þetta eða eitthvað sem getur hjálpað mér því þetta hljóð er svakalega pirrandi. ](*,)


Er með Fatal1ty z97 killer móðurborð.
Last edited by Logi J on Fös 14. Ágú 2015 20:46, edited 1 time in total.
Skjámynd

Hvati
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp með pirrandi hljóð í heyrnatólum

Póstur af Hvati »

Tengdu heyrnartólin að aftan, ef snúran er ekki nógu löng þá geturu fengið þér framlengingu.
Getur einnig fengið þér USB DAC.
i7 2600K @ 4,5 GHz 1,3v | NH-D14 | Asus P8P67 Pro | 8GB 1600MHz | Asus GTX980 | Asus Xonar DX & Yulong U100 DAC | Samsung 840 PRO 256 GB | 10 TB HDDs| Seasonic SS-760XP Platinum | Fractal Design Define R4 | Sennheiser HD595 & Grado SR325e | Logitech G710 & G502 | BenQ XL2420T | Microsoft Surface Pro 3 i5 | LG G3 |

fantis
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Fös 16. Okt 2009 19:19
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp með pirrandi hljóð í heyrnatólum

Póstur af fantis »

Opnaðu kassan og checkaðu hvort þú getur fært kapalinn sem fer frá hlóðkortinu / móðurborðinu að front panel í betri stöðu. Lang best er tengja heyrnatól að aftan.

Ef þú ert með annað PSU prufaðu það. Gríðaleg mengun frá sum þeirra.

Hvaða móðurborð ertu með?
Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vantar hjálp með pirrandi hljóð í heyrnatólum

Póstur af Hnykill »

Hef fengið svona áður.. þetta kemur ef tölvan er ekki með jarðtengt rafmagn :/ jarðtengtu snúrurnar í tölvuna og þetta fer.. fór strax hjá mér

Ég tengdi reyndar vír beint í tölvukassan aftan á og í járn ofn í herberginu :Þ ..skrapaði smá málningu af til að leiða í járnið. vatnsofnar leiða nefnilega rafmagn beint í jörð nokkuð vel :klessa
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.
Svara