skrani skrifaði:Ég er með svona Asus skjá til að vinna á og það er alger snilld, get haft 2-3 remote desktop opna, tölvupóstinn, glósur og leiðbeiningar, allt sjáanlegt í einu, á einum fleti. En, maður þarf að vera skrambi nálægt skjánum, soldið eins og að vera á fremsta bekk í bío.
Hef notað hann til að vinna video og ljósmyndir, mér finnst hann fínn í það líka.
Hef aldrei spilað leiki á honum, þannig að ég veit ekkert um það.
Þetta er gaman að heyra. Langar einmitt í meira 'pláss' fyrir allt draslið mitt. Er á 1280x1050 skjá núna og get varla haft bæði VLC og Chrome opið í einu. Langar að geta haft 720p efni í VLC, Chrome og kannski ritvinnslu eða Minecraft opið allt á sama tíma.
Annars er ég með hausinn stutt frá skjánum, kannski 20-40 cm frá skjánum og er óhræddur með að zooma inn í t.d. Chrome.
Miðað við review sem ég hef séð, LinusTechTips, Eurogamer, Tomshardware, PCGamer og fleiri, Þá eru menn ekkert að hata þennan skjá þrátt fyrir TN panel. Hann er, eins og manni sagði hér að ofan, að fá helvíti góð reviews. Maður er að sjá 80ish af 100 þegar gefnar eru tölur. Tomshardware gaf honum 'Smart Buy' stamp of approval. Ég held að þessi sé bara málið.
Svo var það hitt, Hvort ætti ég að kaupa mér skjáinn eða fá mér annað R9 290 kort fyrst? Ég get náttúrulega keyrt á einu korti alveg la-la 4K en alltaf get ég stillt á 1080p.
Svo er þessi Landsbanka skjár sem ég er með núna að gera mig brjálaðann, á fullt af 1080p myndum sem ég get ekki nýtt því hámarks HD upplausn á honum núna er 720p. Þori ekki einu sinni að tékka hvað ég fengi marga ramma á sekúndu í Battlefield 4...
En ef ég færi í 2x R9 290, er stock kæling nóg eða þyrfti ég að bæta við einhverri flóknari kælingu? Kortið sem ég á er Windforce OC útgáfan, svaka flott með þrem viftum, en það hitnar soldið(Ekkert svakalega, en soldið, nóg til þess að halda herberginu heitu á veturna með gal-opinn glugga).
Þyrfti ég betri kælingu, vatnskælingu eða eitthvað þessháttar?
Eða er nóg að finna Kort, annað hvort eins og hitt Windforce kortið eða eitthvað í þá áttina, með 2-3 kraftmiklum viftum?
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.