GoG Galaxy beta komin út.

Svara

Höfundur
jólnir
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Sun 29. Mar 2015 21:47
Staða: Ótengdur

GoG Galaxy beta komin út.

Póstur af jólnir »

GoG tilkynnti í dag að betan fyrir GoG Galaxy sé komin út.

Galaxy er þeirra útgáfa af notendaþjóni, sambærilegt við Steam eða Origin. Skv. síðunni er hún bara í boði fyrir Windows og Mac ennþá, linux kemur síðar.

Flestir ættu að þekkja GoG. Ég hef ekki prufað þetta ennþá en persónulega finnst mér GoG vera flott fyrirtæki þannig að mér finnst þetta ekki verra.

http://www.gog.com/galaxy

SolviKarlsson
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Staða: Ótengdur

Re: GoG Galaxy beta komin út.

Póstur af SolviKarlsson »

Fyrir þá sem ekki vita hvað GoG er, hvað er það og af hverju ætti ég að nota þennan client frekar en steam?
No bullshit hljóðkall

Höfundur
jólnir
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Sun 29. Mar 2015 21:47
Staða: Ótengdur

Re: GoG Galaxy beta komin út.

Póstur af jólnir »

GoG og Steam bjóða að einhverju leyti upp á sömu leikina og að einhverju leyti ekki. Hugmyndin að baki GoG var að bjóða upp á gömlu leikina á nýrri stýrikerfum. Það er aðdráttarafl þeirra í dag.

Galaxy er líklegast bara að bjóða upp á sömu möguleika í leikjunum sem þeir selja og steam forritið býður upp á gagnvart leikjunum sem steam selur.
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: GoG Galaxy beta komin út.

Póstur af Minuz1 »

SolviKarlsson skrifaði:Fyrir þá sem ekki vita hvað GoG er, hvað er það og af hverju ætti ég að nota þennan client frekar en steam?
þarft steam til þess að keyra steam leiki, GoG selur DRM free leiki sem þú þarft ekki þeirra client til þess að spila leikinn, en getur notað clientinn til þess að multiplay-a og update og allt það sem steam gerir.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: GoG Galaxy beta komin út.

Póstur af littli-Jake »

Ég fór inn á síðuna með svona "mjeeeh" hugarfari. Ekkert alltaf of spentur. Síðan tók ég eftir að þeir eru með Neverwinter Nights Platinum og ég var SOLD
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Svara