Filebot Music flokkun

Svara
Skjámynd

Höfundur
nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Filebot Music flokkun

Póstur af nidur »

Hæ,

Langaði bara að deila með ykkur því sem ég var að klára að púsla saman í dag.

Ég er að nota utorrent sem kallar á filebot sem notar AMC scriptu til að flokka allt hjá mér.
Virkar vel með þætti og kvikmyndir, en þar sem ég var að setja inn rss feed á music þá vantaði mig flokkun á tónlist líka.

Ég nota núna eftirfarandi format í AMC til þess að flokka tónlist eftir ID3 tag.

Kóði: Velja allt

Z:/Music/{self.albumartist ? self.albumartist + "/" + self.album : self.album}/{["essential mix", "kiss100 d&b"].indexOf(album.toLowerCase()) != -1 ? t : artist + " - " + t}
Þetta flokkar fyrst eftir "albumartist" ef hann er til staðar en annars "album" og sleppir þá seinni "album" möppunni.
Seinni hlutinn athugar hvort að þetta sé "Essential mix" og sleppir þá að bæta við "artist" í "artist - title"

Það þarf svo að kveikja á music flokkuninni í AMC og Breyta AcousticID í ID3 tag
Svara