Langaði bara að deila með ykkur því sem ég var að klára að púsla saman í dag.
Ég er að nota utorrent sem kallar á filebot sem notar AMC scriptu til að flokka allt hjá mér.
Virkar vel með þætti og kvikmyndir, en þar sem ég var að setja inn rss feed á music þá vantaði mig flokkun á tónlist líka.
Ég nota núna eftirfarandi format í AMC til þess að flokka tónlist eftir ID3 tag.
Kóði: Velja allt
Z:/Music/{self.albumartist ? self.albumartist + "/" + self.album : self.album}/{["essential mix", "kiss100 d&b"].indexOf(album.toLowerCase()) != -1 ? t : artist + " - " + t}
Seinni hlutinn athugar hvort að þetta sé "Essential mix" og sleppir þá að bæta við "artist" í "artist - title"
Það þarf svo að kveikja á music flokkuninni í AMC og Breyta AcousticID í ID3 tag