*KÖNNUN* Finnst þér rétt að banna verðlöggur á vaktinni?

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Svara

Finnst þér að banna eigi verðlöggur á vaktinni?

15
11%
Nei
26
19%
Nei, en gefa aðvaranir fyrir dónaskap, og síendurtekinn dónaskap þá bann
94
67%
Skiptir mig engu/Hlutlaus
5
4%
 
Total votes: 140

Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

*KÖNNUN* Finnst þér rétt að banna verðlöggur á vaktinni?

Póstur af Moldvarpan »

Þetta er einfalt, langar að taka púlsinn á vökturum án þess að þeir þurfi að gera grein fyrir áliti sínu (nafnleynd).
Niðurstöður þessara könnunar verða fróðlegar.

Edit, ákvað að gera þetta örlítið meira áberandi. Þetta er grundvallarbreyting vaktarinnar og ættu því sem flestir að segja sína skoðun á því.
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: *KÖNNUN* Finnst þér rétt að banna verðlöggur á vaktinni?

Póstur af brain »

Af hverju er ekki möguleiki: Já, en verðlöggur mega ekki að fyrra bragði gera athugasemcir um verð.

Mér finnst það vanta.
Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: *KÖNNUN* Finnst þér rétt að banna verðlöggur á vaktinni?

Póstur af Moldvarpan »

Ég skil ekki alveg hvað þú meinar. Hvenær meiga þá verðlöggur tjá sig um verðið? Er það ekki það sama og að banna verðlöggur, nema viðkomandi leyfi þær? Rétt eins og reglurnar eru núna.

En svo má útfæra þessar reglur betur, ef meirihlutinn ræður, eins og hann er núna, þá væri það Nei, ekki banna verðlöggur en gefa aðvaranir fyrir dónaskap og síendurtekinn dónaskap, þá bann. Ef notandi sem hefur hlotið banns fyrir síendurtekins dónaskaps, þá ætti hann að fá strax aftur bann gerist hann uppvís að dónaskap. Því hann ætti að vita betur. Einning í svona slæmum tilfellum þá ætti stjórendum að vera full heimild að taka til í þeim söluþræði og henda út dónaskapnum.

Mín upplifun er sú að flestar verðlöggur eru afar kurteisar og reyna að benda vinalega á þetta. En auðvitað eru til einstaklingar sem geta ekki setið á sér og hrækja þessu framan í seljanda. Það er óþarfi. Það myndi ég túlka sem dónaskap.
Skjámynd

suprah3ro
Fiktari
Póstar: 97
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 18:18
Staða: Ótengdur

Re: *KÖNNUN* Finnst þér rétt að banna verðlöggur á vaktinni?

Póstur af suprah3ro »

Verðlöggur hjálpa mjög til, en finnst samt ekki allir getað fengið þann status að vera verðlögga.
Skjámynd

kunglao
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 371
Skráði sig: Fös 02. Jan 2015 00:20
Staða: Ótengdur

Re: *KÖNNUN* Finnst þér rétt að banna verðlöggur á vaktinni?

Póstur af kunglao »

Mér finnst skipta miklu máli hvernig hlutirnir eru orðaðir og svo eru alltaf einhverjir sem gætu sagt t.d þetta er alltof hátt verð fyrir þetta/þennan tiltekna hlut
sem getur leitt til neikvæðrar umfjöllunar.
Mér finnst að það eigi að leyfa verðlöggur en verðlöggan sem kemur með comment ætti að velja orð sín vel og reyna vera með sem hlutlausustu comment eins og hann/hún getur og passa að alhæfa ekki fremur en að skapa líflega og skapandi umræður ekki satt ?
Kostur 3 í þessari könnun valdi ég og finnst hann afbragðsgóður
Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: *KÖNNUN* Finnst þér rétt að banna verðlöggur á vaktinni?

Póstur af Hjaltiatla »

Bömp á þennan þráð
Just do IT
  √
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: *KÖNNUN* Finnst þér rétt að banna verðlöggur á vaktinni?

Póstur af GuðjónR »

Þetta er alveg skýrt, Vaktarar hafa talað og tekið verður fullt tillit til þess.
Verðlöggur verða leyfðar áfram, en gerð krafa um kurteysi.
Allt of oft sem dónaskapur hefur fengið að viðgangast þegar menn eru að "löggast".
Skjámynd

Hrotti
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: *KÖNNUN* Finnst þér rétt að banna verðlöggur á vaktinni?

Póstur af Hrotti »

Mér þykir sérstaklega ánægjulegt hversu fáum er sama, fólki er greinilega annt um vaktina sína.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
Svara