Sýnist ekki veita af þar sem flestir okkar eigum bíla en kannski ekki allir sérfræðingar í meðferð þeirra (þar á meðal ég).
Roadwarrior kom með flotta grein þar sem hann fer yfir olíuskipti og fleira, ég hugsa að ég prenti hana út til eignar svo góð finnst mér hún vera.
það eru nokkrir punktar sem ég tók eftir sem ég velti fyrri mér.
Nú er ég alveg grænn, er til eitthvað sem heitir langtímaolía og skammtíma olía? Ef ég fer með bílinn (Subaru 2004) í KvikkFix og fæ á hann TurboCat 10W-40 er ég að fá langtímaolíu eða skammtíaolíu? Góða olíu eða vonda?roadwarrior skrifaði:VW gefur upp 15þús km á langtímaolíunni. Reyndar hefur umboðið breytt þessari reglu og er hún núna á 15þús km fresti eða á 12 mánuða fresti hvort kemur á undan.
Er að skoða smurbókina og sé að það hefur aldrei verið skipt um frjókornasíu en skipt var um loftsíu síðast árið 2009 (fyrir 70k km) er það eðlilegt?roadwarrior skrifaði:Frjókornasíu þarf venjulega ekki að skipta um í nema annað eða þriðja hvert skifti þannig að þegar þeir sjá í bókinni að skipt hafi verið um hana síðast líta þeir ekki einu sinni á hana.
Sambærilegur reikningur hjá kvikkfix mínus loftsía.roadwarrior skrifaði:15þús kr reikningur er ekki svo ólíklegur.
olíusía er ca 2500kr
Loftsía er ca 3500
olía er ca 5000-6000 (3-4ltr) ((Langtímaolía er dýr))
rúðuvökvi er ca 500kr
Vinna ca 3000kr (15-20min)
2520.- Vinna við smurningu
2894.- TurboCat 10W-40 olía 4.3l (673.kr/l)
1369.- Olíusía
-----------------
6783.- Samtals
Ég lét skipta um olíu á gírkassanum síðast og þá bættist við:
1200.- Vinna við drif/kassa
4751.- Gírolía 75W-90 2.8l (1697.kr/l)
686.- Pönnutappapakkning FEF 20MM
----------------
6637.- Samtals
Nú er þetta mun lægri reikningur en sambærilegir reikningar hjá N1, Olís eða Skeljungi, er ég að fá verri vöru eða eru olíufélögin að okra?
Mér sýnist þetta vera olían:
http://www.eurol.com/en/37-products/799 ... 0w-40.html
Og hérna er öll vörulínan:
http://www.eurol.com/en/37-products.html
Eru þessar vörur eitthvað sem maður á að forðast eða eru þær í fínu lagi?