Ég er í bölvuðum vandræðum og ég kann ekkert á þetta símatengjadót.
Málið er að ég flutti í íbúð sem er búið að draga allskonar snúrur í af fyrri eigenda (sérvitur kall). tveir Coax fyrir gervihnetti sem virka ekki lengur, coax fyrir sjónvarp sem engin notar og svo var hann með 2 síma hingað inn af einhverjum ástæðum.
En allavega, símatengillinn virkar (einsog sjáið á mynd) en mig langar að nota þessar 2 ónotuðu dósir og tengja þær saman þar sem þær liggja í sitthvorum endanum í íbúðinni. En ég viðurkenni fáfræði mína í þessu tengladóti enda hef ég aldrei sjálfur staðið í því að tengja vírana við dósirnar

Hvað þarf ég að tengja í þessum ónotuðu dósum svo tengingin þar á milli virkar ?

Þessi vír sem er ótengdur við dós 4 má líka vera tengill nr 2 en dós nr 2 verður að vera tengill 1
thanks
