LG G3 síminn er keyptur í verslun Símans í Smáralind 5. nóvember 2014 og er því rétt rúmlega 3ja mánaða gamall. Þann litla notkunartíma sem hann á að baki hefur hann allan þann tíma verið í mjög þykku og höggheldu hlífðar-coveri frá Spigen. Hulstrið fylgir einnig, en þó þykir mér rétt að taka fram að þessi hrikalega glæsilegi sími missir því miður meiripartinn af sjarmanum þegar að í hulstrið er komið (

2ja ára ábyrgð kemur með LG G3 snjallsímanum skv. ábyrgðarskilmálum Símans, en kveðið er nánar á um skilyrði ábyrgðar í áðurnefndum skilmálum. Síminn er því í ábyrgð til 5. nóvember 2016. Verð, sbr. tilgreint á nótu/reikningi, á kaupdegi var 99.990 kr. en síminn kostar þar í dag 86.900 kr. Og svona "to sum it up": Síminn er gylltur og hefur mjög lítið verið notaður þessa þrjá mánuði sem liðnir eru frá kaupdegi - einkum vegna snjallsíma-fötlunar eiganda. Með símanum fylgja allir upprunalegir hlutir er fylgdu við kaup í verslun Símans og til viðbótar 16GB sd minniskort (að ógleymdu hlífðarhulstrinu fagra). Nóta dags. 5. nóv. 2014 fylgir með - en hún ásamt öllum upprunalegum fylgihlutum viðhalda 2ja ára ábyrgð skv. ábyrgðarskilmálum Símans. Síminn er því í ábyrgð til 5. nóv. 2016. Síminn er jafnframt óaðfinnanlega vel með farinn (kaupanda er frjálst að ganga úr skugga um það áður en hugsanleg kaup ganga í gegn).
Ég held að það sé algjör óþarfi að fara út í nákvæm specifications hérna, en öll specs má m.a. sjá á vef GSMArena: http://www.gsmarena.com/lg_g3-6294.php
Læt jafnframt stutt specifications yfirlit fylgja (pdf skjal), en það er fengið á heimasíðu framleiðanda: http://www.lg.com/.
Er hvergi nærri því endilega að reyna að selja hann eingöngu, er einnig til í margvísleg skipti á vélbúnaði af ýmsum toga. Óska því eftir raunhæfum pen. tilboðum, en ekki síður tilboðum um hvers konar skipti á vélbúnaði o.fl.
Vinsamlegast reynið eftir fremsta megni að hafa tilboðin raunhæf - og hafið mínar bestu þakkir fyrir það!
Kærar kveðjur,
- ASUSit