Eftir því sem ég bezt veit er lögbundinn réttur þinn farinn út um gluggann, en hins vegar er spurning hvort að þeir sem stóðu að Nördinum geti eitthvað aðstoðað þig. Annars geturðu skoðað með alþjóðlega ábyrgð, ef þetta er dýr vara, upp á að senda hana út í ábyrgðarviðgerð.
KermitTheFrog skrifaði:Ef þetta er Toshiba þá tók Tölvutek yfir ábyrgðarviðgerðir á þeim (að einhverju leyti amk) þegar nördinn lagðist af. Getur prófað að heyra í þeim.
Tölvulistinn hefur líka lengið verið með ábyrgðarviðgerðir á Toshiba
Annars er einmitt spurning hvort að þetta sé mögulega vara sem þeir hafa keypt af heildsala innanlands, sem gæti þá mögulega tekið í ábyrgð.
Ef þú telur að það sé meira virði en ca. 3-4þús króna að fá hana viðgerða, þá geturðu haft samband við support@mede8er.eu og spurt hvort að þeir bjóði upp á RMA frá Íslandi. Oftast er það þannig að þú borgar þá sendingarkostnaðinn út og þeir senda svo viðgerðan hlut á sinn kostnað til baka. Skv. heimasíðunni eru þeir staðsettir í Hollandi
tanketom skrifaði:Eru sjónvarpsflakkarar ekki bara verða úreldir? þetta er allt í sjónvarpinu sjálfu nú til dag eða öðrum tækjum sem virka betur og endast mun lengur
Málið hjá honum snýst ekki um það, það snýst um það að fyrirtæki er farið á hausinn og hann er með vöru í ábyrgð hjá þeim.
tanketom skrifaði:Eru sjónvarpsflakkarar ekki bara verða úreldir? þetta er allt í sjónvarpinu sjálfu nú til dag eða öðrum tækjum sem virka betur og endast mun lengur
Er með 2 tb sjónvarpsflakkara konan notar hann mikið
Annars er tölvan svo sem líka tengt í sjónvarpið..