Eins og titillinn segir er ég með til sölu nokkur gjafabréf í alþrif hjá Bónstöðinni við Dalveg 16c.
Um er að ræða gjafabréf á 9000Kr. sem hægt er að nýta 2 sinnum og rennur það út hálfu ári eftir fyrsta þvott. En innifalið í verðinu er eftirfarandi
Bíllinn er þrifinn að innan og utan og svo bónaður með hágæða bóni frá Concert.
Bíllin er handbónaður.
Að innan er bíllinn ryksugaður og þrifinn hátt og lágt.
Háþrýstiloft er beitt til að ná ryki úr þeim stöðum sem erfitt er að komast að.
Notuð eru hágæða umhverfisvæn efni (Concert) sem eru sérstaklega gerð fyrir bíla.
Þetta eru gjafabréf sem ég fékk afhent til þess að styrkja mig og mitt fótboltalið fyrir æfingaferð sem við erum að fara í í vor.
Áhugasamir hafið samband í PM
PS. Ekki er innifalin djúphreinsun í tilboðinu.
Last edited by Eiiki on Þri 17. Feb 2015 10:19, edited 1 time in total.
Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
Eiiki skrifaði:sem hægt er að nýta 2 sinnum með hálfs árs millibili.
Þetta er svakalega undarlegur skilmáli sem ég skil þá ekki.
Þú getur látið bóna og þrífa bílinn þinn (eða sitthvoran bílinn) tvisvar. Þegar þú ferð og lætur bóna og þrífa hjá þér í fyrra skiptið að þá virkjaru gjafabréfið og getur þar með nýtt það einu sinni aftur í hálft ár frá því að þú virkjaðir það.
Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
Alrighty, ættir að breyta þessu orðavali þínu alls staðar þar sem auglýsingin hefur verið birt þar sem
"2 sinnum með hálfs árs millibili" þýðir að hálft ár þurfi að líða milli þvottanna en þú áttir við "rennur út 6 mánuðum eftir fyrsta þvott".