Marantz magnari slær út

Svara
Skjámynd

Höfundur
lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Marantz magnari slær út

Póstur af lukkuláki »

Er einhver sem þekkir þetta vandamál og gæti jafnvel tekið að sér að laga það fyrir mig og fyrir peninga auðvitað?
Það sem ég er búinn að googla segir mér að þetta sé mjög þekkt vandamál með þessa og marga magnara semsagt með tímanum þá byrja þeir að slá út hljóðið þegar álagið eykst = þegar maður hækkar í þeim síðan kemur hljóðið afur og það helst alveg ef maður er með lágt stillt.

Magnarinn er Marantz PM-68
Mynd

Mig langar bara til að geta notað hann fyrir gamla vinyl plötuspilarann minn.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Marantz magnari slær út

Póstur af vesley »

Prófaðu að senda pm á jonsig hann er að laga svona magnara í frítíma sínum .
massabon.is
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Marantz magnari slær út

Póstur af tdog »

Þetta er þekkt með hljóðmagnara, þetta er overload protection sem slær út útgangnum í smá stund, til þess að verja hátalarana fyrir aftan.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Marantz magnari slær út

Póstur af Pandemic »

Var að gera við svipaðan magnara og svipað vandamál. Mældi slatta af þéttum og þeir voru allir slappir svo við venduðum á að skipta öllu draslinu út fyrir nýja þétta. Allt settið kostaði 12 þúsund og hann er í fínu standi í dag.
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Marantz magnari slær út

Póstur af jonsig »

tdog skrifaði:Þetta er þekkt með hljóðmagnara, þetta er overload protection sem slær út útgangnum í smá stund, til þess að verja hátalarana fyrir aftan.

Þú gerir þér grein fyrir að þessi magnari er frá uþb 1982 .. fyrstu op amp magnararnir eru að rúlla út hjá Marantz . Ég á fancy útgáfu í þessari línu pm-84. Sá hlunkur er með frumstæða DC vörn fyrir hátalarana . Yfirálagsvörn ?tja ekki virkaði hún á minn þegar ég keypti hann, ef hún var til staðar :japsmile

Mjög algengt að svona varnir fari í gang ef afltransistorarnir klikka .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Marantz magnari slær út

Póstur af svanur08 »

Lukkuláki hvað ertu að hækka sirka hátt magnarann þegar hljóðið slær út?
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Skjámynd

Höfundur
lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Marantz magnari slær út

Póstur af lukkuláki »

Sáralítið búinn að hækka þegar hann slær út.
Ekki nema svona 1/4
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Staða: Ótengdur

Re: Marantz magnari slær út

Póstur af MrSparklez »

jonsig skrifaði:
tdog skrifaði:Þetta er þekkt með hljóðmagnara, þetta er overload protection sem slær út útgangnum í smá stund, til þess að verja hátalarana fyrir aftan.

Þú gerir þér grein fyrir að þessi magnari er frá uþb 1982 .. fyrstu op amp magnararnir eru að rúlla út hjá Marantz . Ég á fancy útgáfu í þessari línu pm-84. Sá hlunkur er með frumstæða DC vörn fyrir hátalarana . Yfirálagsvörn ?tja ekki virkaði hún á minn þegar ég keypti hann, ef hún var til staðar :japsmile

Mjög algengt að svona varnir fari í gang ef afltransistorarnir klikka .
Samkvæmt google er hann frá 1998.
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Marantz magnari slær út

Póstur af jonsig »

Ég hefði talið þennan sem litlabróður pm84 . En ef þessi er með fjarstýringu þá er hann já líklega nýrri. Ég er ekki mikið inní þessum philips-marantz . Philips byrjuðu að eyðileggja merkið uppúr 1980 ef ég man rétt.

http://www.thevintageknob.org/marantz-PM-84.html 1983-86)
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Marantz magnari slær út

Póstur af DJOli »

hvað ertu að setja mörg ohm á magnarann þegar hann slær út?
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Skjámynd

Höfundur
lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Marantz magnari slær út

Póstur af lukkuláki »

DJOli skrifaði:hvað ertu að setja mörg ohm á magnarann þegar hann slær út?
Ekki hugmynd.

Til að svara öðru:
Það hefur ábyggilega fylgt fjarstýring hérna um árið en ég fékk þennan gaur gefins en ekki fjarstýringuna með enda þarf ég hana ekki ætla bara að setja upp aðstöðu til að hlusta á vinyl plöturnar mínar eftir að hafa ekki hreyft þær í 20 ár+ :megasmile
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Marantz magnari slær út

Póstur af DJOli »

lukkuláki skrifaði:
DJOli skrifaði:hvað ertu að setja mörg ohm á magnarann þegar hann slær út?
Ekki hugmynd.

Til að svara öðru:
Það hefur ábyggilega fylgt fjarstýring hérna um árið en ég fékk þennan gaur gefins en ekki fjarstýringuna með enda þarf ég hana ekki ætla bara að setja upp aðstöðu til að hlusta á vinyl plöturnar mínar eftir að hafa ekki hreyft þær í 20 ár+ :megasmile
Hvað ertu með marga hátalara við magnarann? og hvaða hátalara þá?
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Skjámynd

Höfundur
lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Marantz magnari slær út

Póstur af lukkuláki »

Það er enginn hátalari tengdur við magnarann ... bara headphone.
Ég hef prófað að hafa hátalara og það er eins.
Last edited by lukkuláki on Fim 26. Feb 2015 14:13, edited 1 time in total.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Staða: Ótengdur

Re: Marantz magnari slær út

Póstur af MrSparklez »

Mæli með Audiokarma.org ef þér vantar upplýsingar og ráð annars hef ég góða reynslu af sonn.is ef enginn hér vill taka verkefnið að sér.
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Marantz magnari slær út

Póstur af jonsig »

Lekir þéttar !recap it.

Og áður en þú notar hann eitthvað meira , gáðu hvort kvikindið sé að offloada dc inná speakerana . Mælir það með magnarann hlutlausan með ekkert audio input , og alla hljómbreytingar "off" . 0-50mA er safe .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

Höfundur
lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Marantz magnari slær út

Póstur af lukkuláki »

jonsig skrifaði:Lekir þéttar !recap it.

Og áður en þú notar hann eitthvað meira , gáðu hvort kvikindið sé að offloada dc inná speakerana . Mælir það með magnarann hlutlausan með ekkert audio input , og alla hljómbreytingar "off" . 0-50mA er safe .
Takk kærlega fyrir aðstoðina :happy
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Svara