Hóppöntun á Raspberry Pi 2

Svara

Höfundur
frappsi
Nörd
Póstar: 141
Skráði sig: Lau 08. Jún 2013 16:11
Staða: Ótengdur

Hóppöntun á Raspberry Pi 2

Póstur af frappsi »

Mig hefur lengi langað að prófa Raspberry Pi og núna þegar það er komin ný útgáfa ætla ég að nota tækifærið og stökkva á þetta.
Til að ná kostnaðinum niður langar mig að búa til hóppöntun. Er kominn með 11 stykki núna en ef það myndu bætast nokkrir við væri það flott :)
Geri ráð fyrir að stykkið (1 stk Raspberry Pi 2.0 - engir aukahlutir) kosti um 6500 - 7000 kr, max komið í hendur kaupanda. Stykkið er á 24,99GBP og sendingarkostnaður fyrir heildarpakkann er 7GBP.
Eftirfarandi fyrirvarar eru á þessu:
* Uppgefinn sendingartími er 3-12 dagar.
* Skilafrestur á gölluðum eintökum er mánuður.
* Að þetta sé "in stock" þegar ég panta í fyrramálið [-o< .

3 gerðir af spennubreytum í boði. Þeir sem hafa áhuga sendi mér PM með því sem þeir vilja. Ath að þetta eru 2A, ekki 1A. Nýju Pi-in ráða við allt að 2A í heildina, en eldri gerðirnar bara 1A. Gömlu ættu að virka en þessir bjóða uppá fulla nýtingu. Ath líka að USB unitin eru með örlítið hærri spennu 5,25V í stað 5V til að dekka spennufall.
ca 1400kr: https://www.modmypi.com/raspberry-pi-ac ... -supply-eu
ca 1200kr: https://www.modmypi.com/raspberry-pi-ac ... -supply-eu
ca. 1800kr: https://www.modmypi.com/raspberry-pi-ac ... e-cable-eu

Endilega látið vita sem fyrst ef þið viljið vera með. Ef nægilega margir nást gæti borgað sig að taka DHL valkostinn (1-3 dagar og 29,99GPB fyrir heildina) en líklega verður þetta bara standard shipping.
Skjámynd

Maniax
Ofur-Nörd
Póstar: 220
Skráði sig: Þri 24. Júl 2012 14:59
Staða: Ótengdur

Re: Hóppöntun á Raspberry Pi 2

Póstur af Maniax »

Ef þú ert kominn með 11 vélar þá verður þú að taka DHL kostinn hélt ég
Annars líta þessar vélar rosalega vel út :happy

PandaWorker
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Mið 10. Okt 2012 15:22
Staða: Ótengdur

Re: Hóppöntun á Raspberry Pi 2

Póstur af PandaWorker »

Er búið að panta þetta? Gæti vel hugsað mér að vera með.
Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1015
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Staða: Ótengdur

Re: Hóppöntun á Raspberry Pi 2

Póstur af tanketom »

já sama hér væri til að vera með
[color=#BF0000]Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do[/color]

SolviKarlsson
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Staða: Ótengdur

Re: Hóppöntun á Raspberry Pi 2

Póstur af SolviKarlsson »

ég hafði samband við frappsi í morgun, og þá hafði pöntunin verið komin og uppselt á vefsíðunni.
No bullshit hljóðkall
Skjámynd

gRIMwORLD
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hóppöntun á Raspberry Pi 2

Póstur af gRIMwORLD »

:happy fyrir brilliant afgreiðslu á þessari pöntun. Fékk þetta bara afhenti beint í vinnuna í dag.
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage

Vaski
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 396
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hóppöntun á Raspberry Pi 2

Póstur af Vaski »

jamm, sama hérna, takk fyrir mig :)
Svara