Foreldra mínur voru i Dubai á dögunum og keyptu þar fyrir mig tvo nýja Samsung Galaxy S5 síma, þegar heim er komið ætlai ég að setja þá í hleðslu en þá tekur bara annar þeirra hleðslu, eins og tengið neðan á honum virki ekki, það virki ekki að tengja hann við tölvu heldur.
Er búinn að vera í sambandi við Samsungsetrið og annað fyrirtæki sem flytur inn Samsungtæki fyrir Sasungetrið (man ekki hvað það heiti) fékk þær upplýsingar að það hefði eitthvað
verið að gerast að hleðsluraufin væri að klikka. Lét þá fletta upp serial númerum á símum og þeir eru orginal.
Er búin að senda símann suður í viðgerð, og þeir segja að móðuborði sé ónýtt, hann taki ekki hleðslu auk þess að gangakapall virkar ekki

Þegar ég var í sambandi við innfluttnigsaðila hjá Samsung, þá var mér tjáð að þessi "alheimsábyrgð" sem samsung er með, þá gildir hún takmarkað á Íslandi, gildir bara fyrri síma sem keyptir eru
í Evrópu.
Þannig að nú sit ég uppi með nýjann síma, búið að vera kveikt á honum í nokkra klukkutima, með ónytu móðurborði...
kassinn var innsiglaður þegar ég tók hann upp, og enginn vill ger neitt fyrir mig..
Hafið þið snillingarnir einhverja hugmynd hvernig er best fyrir mig að snúa mér í þessum málum??
kv. Magnús Þór