Gamla Acer fartölvan mín er búinn að vera að láta illa síðustu daga og í gær drap hún á sér og ég fæ bara hvítan skjá þegar ég kveiki á henni og hún reynir ekki einu sinni að boota sig að neinu viti, fæ bara powerljósið og hvíta skjáinn.
Ég er með hana inni í sjónvarpsherbergi tengda með hdmi og ég fæ heldur ekkert á skjáinn sem er tengdur með hdmi, grunar sterklega að vandamálið sé RAM-ið á henni. Eruð þið sammála því?
Ég opnaði hana annars og rykhreinsaði en það gekk samt ekki, ramið er alveg vel sett í samband og því er þetta ekki sambandsleysi þar.
Hvítur skjár á fartölvu
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Staða: Ótengdur
-
- Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Re: Hvítur skjár á fartölvu
Ef ramið væri bilað þá fengirðu líklega enga skjámynd. Hugsanlega er skjákortið í tölvunni (Og þar Með líklega móðurborðið) í ólagi.
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Staða: Ótengdur
Re: Hvítur skjár á fartölvu
Já mig grunaði það líka.KermitTheFrog skrifaði:Ef ramið væri bilað þá fengirðu líklega enga skjámynd. Hugsanlega er skjákortið í tölvunni (Og þar Með líklega móðurborðið) í ólagi.
Hún er frá 2006 held ég og mér finnst alveg magnað hvað hún er búin að duga lengi þrátt fyrir langa notkun.
Ætli ég finni ekki einhverja notaða fartölvu á 50k eða jafnvel nýja, þarf ekki neitt svakalegt því ég þarf bara að geta spilað Killing Floor og einhverja basic leiki á henni og streama.