Catalytic converter fault ? Peugeot 307

Allar tengt bílum og hjólum
Svara
Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 225
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Catalytic converter fault ? Peugeot 307

Póstur af Sera »

Kannast einhver við þessa error tilkynningu í Peugeot 307 árg. 2005 ?
Það kemur ljós í mælaborðinu: Engine diagnostics warning light og þessi texti á skjáinn hjá útvarpinu: Catalytic converter fault.
Hvað er bilað og má keyra bílinn með þessa bilun ?
*B.I.N. = Bilun í notanda*
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Catalytic converter fault ? Peugeot 307

Póstur af Sallarólegur »

Farðu með hann á pústverkstæði eins fljótt og þú getur
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 225
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Catalytic converter fault ? Peugeot 307

Póstur af Sera »

Sallarólegur skrifaði:Farðu með hann á pústverkstæði eins fljótt og þú getur
Kemst líklega ekki á neitt slíkt fyrr en á mánudaginn. En er þetta líklega hvarfakúturinn eða ?
Er í lagi að keyra bilinn a verkstæðið sem er ca. 10 mín akstur ?
*B.I.N. = Bilun í notanda*
Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Catalytic converter fault ? Peugeot 307

Póstur af gardar »

Getur verið að það sé farinn súrefnisskynjari hjá þér.

Þú getur annars alveg keyrt þótt hvarfakútur eða súrefnisskynjari sé farinn. Það sem gerist er að bíllinn hjá þér getur verið að eyða meira, menga meira og hann gæti verið kraftminni en áður.
Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 225
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Catalytic converter fault ? Peugeot 307

Póstur af Sera »

gardar skrifaði:Getur verið að það sé farinn súrefnisskynjari hjá þér.

Þú getur annars alveg keyrt þótt hvarfakútur eða súrefnisskynjari sé farinn. Það sem gerist er að bíllinn hjá þér getur verið að eyða meira, menga meira og hann gæti verið kraftminni en áður.
Takk fyrir þetta, ég keyri þá óhrædd með hann á pústþjónustuna á mánudag :happy
*B.I.N. = Bilun í notanda*
Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 225
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Catalytic converter fault ? Peugeot 307

Póstur af Sera »

gardar skrifaði:Getur verið að það sé farinn súrefnisskynjari hjá þér.

Þú getur annars alveg keyrt þótt hvarfakútur eða súrefnisskynjari sé farinn. Það sem gerist er að bíllinn hjá þér getur verið að eyða meira, menga meira og hann gæti verið kraftminni en áður.
Ein spurning, ég er búin að vera að lesa á netinu og rakst á þetta:

"Orsökin fyrir að hvarfakúturinn stíflast er að háspennukeflið bilar og hleypir í gegnum vélina óbrunnu bensíni sem að losar sót úr eldgrein og
fyrri part púst sem sest síðan að í hvarfakútnum og stíflar hann."

Nú var þessi bill á verkstæði í vor þar sem skipt var um tímareim, Vatnsdælu, kerti OG háspennukefli - allt nýir varahlutir keyptir í umboðinu. Getur þetta eitthvað tengst þeirri viðgerð ? Hann var með svona titring í lausagangi eftir þá viðgerð og við fórum með bílinn aftur á verkstæðið sem gerði við hann en þeir sögðust hafa stillt vélina og þetta væri í lagi. En það var aldrei alveg í lagi, hann var með svona titring í ganginum fyrst þegar maður ræsti hann en virtist svo hverfa þegar hann hitnaði. Viðgerðin var hátt i 200 þúsund í vor :/ ég trúi ekki að ég sé að lenda í einhverri hárri viðgerð aftur núna nokkrum mánuðum seinna :(
*B.I.N. = Bilun í notanda*
Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2037
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Catalytic converter fault ? Peugeot 307

Póstur af Yawnk »

Bara þenja bílinn og keyra hann vel, sóthreinsa kerfið :megasmile
Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 225
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Catalytic converter fault ? Peugeot 307

Póstur af Sera »

Yawnk skrifaði:Bara þenja bílinn og keyra hann vel, sóthreinsa kerfið :megasmile
Já, er það gott ráð ? Myndi þetta kannski duga til ?
"settu góðan slurk af ísvara (ísóprópanóli) í bensínið og bættu út í það einum brúsa af Redex.
Settu pappaspjald fyrir vatnskassann til að vélin hitni betur og keyrðu eins og druslan dregur 40-60 km - leyfðu vélinni að snúast rækilega." (ég er góður googlari)
*B.I.N. = Bilun í notanda*

NiveaForMen
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 03. Jún 2010 00:07
Staða: Ótengdur

Re: Catalytic converter fault ? Peugeot 307

Póstur af NiveaForMen »

Líklega bilaður súrefnisskynjari eða hvarfakútur. Það er ólíklegt en ekki ómögulegt að ónýtur hvarfakútur skemmi út frá sér. Haltu akstri í lágmarki og láttu kíkja á þetta sem fyrst.
Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 225
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Catalytic converter fault ? Peugeot 307

Póstur af Sera »

NiveaForMen skrifaði:Líklega bilaður súrefnisskynjari eða hvarfakútur. Það er ólíklegt en ekki ómögulegt að ónýtur hvarfakútur skemmi út frá sér. Haltu akstri í lágmarki og láttu kíkja á þetta sem fyrst.
OK, einn segir þenja bilinn og hreinsa kerfið annar segir ekki keyra mikið. Ætli ég fari ekki bara með hann á verkstæði á mánudag. Var að plana að prófa að setja þetta efni í bensinið og keyra hann svolítið á morgun, sja hvort þetta lagast. En kannski ekki skynsamleg ákvörðun meðan maður veit ekki hver orsökin er.
*B.I.N. = Bilun í notanda*

NiveaForMen
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 03. Jún 2010 00:07
Staða: Ótengdur

Re: Catalytic converter fault ? Peugeot 307

Póstur af NiveaForMen »

Sera skrifaði:
NiveaForMen skrifaði:Líklega bilaður súrefnisskynjari eða hvarfakútur. Það er ólíklegt en ekki ómögulegt að ónýtur hvarfakútur skemmi út frá sér. Haltu akstri í lágmarki og láttu kíkja á þetta sem fyrst.
OK, einn segir þenja bilinn og hreinsa kerfið annar segir ekki keyra mikið. Ætli ég fari ekki bara með hann á verkstæði á mánudag. Var að plana að prófa að setja þetta efni í bensinið og keyra hann svolítið á morgun, sja hvort þetta lagast. En kannski ekki skynsamleg ákvörðun meðan maður veit ekki hver orsökin er.
Bingó, láttu kanna hvað vandamálið er og leystu það í framhaldi af því.

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Catalytic converter fault ? Peugeot 307

Póstur af biturk »

Þú ert ekki að fara að skemma bílinn þó hvarfakúturinn sé ónýtur, googlaðu þér myndit af hvernig svona lítur út, það er ekkert tæk i gums í þessu og getur ef þú tímir ekki að kaupa nýjann tekið hann úr og hreinsað innan úr honum, þetta er bara mengumarvarnarusl sem engu máli skiptir
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Catalytic converter fault ? Peugeot 307

Póstur af Sallarólegur »

biturk skrifaði:Þú ert ekki að fara að skemma bílinn þó hvarfakúturinn sé ónýtur, googlaðu þér myndit af hvernig svona lítur út, það er ekkert tæk i gums í þessu og getur ef þú tímir ekki að kaupa nýjann tekið hann úr og hreinsað innan úr honum, þetta er bara mengumarvarnarusl sem engu máli skiptir
Ef bíllinn er 1995 árgerð eða yngri þarf hann að vera með hvarfakút og að standast mengunarmælingar í samræmi við það í aðalskoðun.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Catalytic converter fault ? Peugeot 307

Póstur af biturk »

Sallarólegur skrifaði:
biturk skrifaði:Þú ert ekki að fara að skemma bílinn þó hvarfakúturinn sé ónýtur, googlaðu þér myndit af hvernig svona lítur út, það er ekkert tæk i gums í þessu og getur ef þú tímir ekki að kaupa nýjann tekið hann úr og hreinsað innan úr honum, þetta er bara mengumarvarnarusl sem engu máli skiptir
Ef bíllinn er 1995 árgerð eða yngri þarf hann að vera með hvarfakút og að standast mengunarmælingar í samræmi við það í aðalskoðun.
veit það alveg, enda er hvarfakúturinn ennþá í þó að hann sé tómur, hef gert þetta við marga bíla nýlega sem gamla og alltaf standast þeir mengunarskoðun, mengunarmörkin eru það rúm að ef mótorinn sjálfur er í lagi á það ekki að hafa áhrif þó að innvolsið vanti


og svo gefur það honum líka tíma til að finna annan sem virkar án þess að hafa þessa leiðineda meldingu í
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Svara