Sælir herramenn,
nú þarf ég að fara að setja ný dekk undir bílinn og vaknar þá upp spurningin hvert sé bezt að snúa sér? Um ræðir litla Toyotu Corolla 2003 árgerð, get sett inn frekari upplýsingar um dekkin ef þess þarf.
Ég vil auðvitað komast sem ódýrast frá þessu en horfi þó til lengri tíma litið, vil frekar kaupa dýrari dekk sem endast betur heldur en ódýrari sem endast skemur og valda víbringi og leiðindum.
Er skynsamlegt að kaupa heilsársdekk svo ég þurfi ekki að umfelga aftur næsta sumar eða er sniðugara að kaupa bara góð vetrardekk og góð sumardekk og nota hvor um sig þegar við á?
Þar sem ég er alveg grænn í þessu og veit ekkert hvaða merki eru betri en önnur, þá biðla ég til ykkar Er tryggður hjá Sjóvá og með einhvern hefðbundinn afslátt í gegnum þá, en ef það er einhver lítil búð sem keyrir í staðin á lægri álagningu sem ég get átt viðskipti við í staðin og komið út á svipuðu verði, þá væri það frábært.
Beztu kveðjur,
Klemmi
Hvar er ódýrast/best að kaupa dekk fyrir veturinn?
Hvar er ódýrast/best að kaupa dekk fyrir veturinn?
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1558
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar er ódýrast/best að kaupa dekk fyrir veturinn?
Þessir hafa verið að koma fínt út http://www.dekkverk.is" onclick="window.open(this.href);return false;
Ef þú ert bara í bæjarsnatti þá er heilsársdekk alveg nóg en á sumrin eyðast þau mun hraðar en sumardekk svo kannski ekki mikill sparnaður ef þú keyrir meira en í bæjarsnatti
Ef þú ert bara í bæjarsnatti þá er heilsársdekk alveg nóg en á sumrin eyðast þau mun hraðar en sumardekk svo kannski ekki mikill sparnaður ef þú keyrir meira en í bæjarsnatti
Starfsmaður @ IOD
Re: Hvar er ódýrast/best að kaupa dekk fyrir veturinn?
það er samt alveg hægt að kaupa góð heilsársdekk sem endast bæði vel á sumrin og veturnar,Halli25 skrifaði:Þessir hafa verið að koma fínt út http://www.dekkverk.is" onclick="window.open(this.href);return false;
Ef þú ert bara í bæjarsnatti þá er heilsársdekk alveg nóg en á sumrin eyðast þau mun hraðar en sumardekk svo kannski ekki mikill sparnaður ef þú keyrir meira en í bæjarsnatti
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar er ódýrast/best að kaupa dekk fyrir veturinn?
Dekkverk!
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Re: Hvar er ódýrast/best að kaupa dekk fyrir veturinn?
Dekkverk ekki spurning
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1819
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar er ódýrast/best að kaupa dekk fyrir veturinn?
Þetta er svoldið eins og með annan búnað, þú færð það sem þú borgar fyrir.
Goodyear, Michelin, Bridgstone, og Continental eru stæðstu merkin með góða en frekar dýra vöru. Flestir ef ekki allir þessir framleiðendur eru með ódyrari undirmerki, td Goodyear er með Kelly og Sava sem undirmerki og oftar en ekki þá erfa þessi undirframleiðendur eldri hönnunir frá risunum.
Ég versla nánast alltaf við Hjólbarðaverkstæði Sigurjón (Geira) í Hátúninu, hann býður uppá á dekk frá helstu framleiðendum í öllum verðflokkum. Ég veit lítíð um Dekkverk en það fyrirtæki virðist vera með mikið úrval af tegundum en ég vill benda á að sum þessara ódýrari dekkja geta verið frekar hörð, ss hart gúmmí í þeim og hentar það ekki vel í miklum kulda þar sem þau eru gerð fyrir mildara lofstlag en aftur á móti kanski góð yfir sumartíma og slitna minna.
Um að gera að kíkja í Dekkverk og biðja um tilboð, einnig að fá tilboð hjá fleiri verkstæðum.
Ss. ekki spara of mikið, það kemur oftast í bakið á mann fyrr en síðar.
Goodyear, Michelin, Bridgstone, og Continental eru stæðstu merkin með góða en frekar dýra vöru. Flestir ef ekki allir þessir framleiðendur eru með ódyrari undirmerki, td Goodyear er með Kelly og Sava sem undirmerki og oftar en ekki þá erfa þessi undirframleiðendur eldri hönnunir frá risunum.
Ég versla nánast alltaf við Hjólbarðaverkstæði Sigurjón (Geira) í Hátúninu, hann býður uppá á dekk frá helstu framleiðendum í öllum verðflokkum. Ég veit lítíð um Dekkverk en það fyrirtæki virðist vera með mikið úrval af tegundum en ég vill benda á að sum þessara ódýrari dekkja geta verið frekar hörð, ss hart gúmmí í þeim og hentar það ekki vel í miklum kulda þar sem þau eru gerð fyrir mildara lofstlag en aftur á móti kanski góð yfir sumartíma og slitna minna.
Um að gera að kíkja í Dekkverk og biðja um tilboð, einnig að fá tilboð hjá fleiri verkstæðum.
Ss. ekki spara of mikið, það kemur oftast í bakið á mann fyrr en síðar.
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
Re: Hvar er ódýrast/best að kaupa dekk fyrir veturinn?
Þakka kærlega fyrir svörin!
Mér lýst vel á Dekkverk, þá sérstaklega þegar ég fór að googla ákveðnar týpur af dekkjum og datt inn á síður sem innihalda hundruði af customer reviews.
Þó svo að þeir sem vinni á dekkjaverkstæðum viti slatta, þá hafa þeir auðvitað ekki prófað að keyra á öllum týpum af dekkjum í öllum aðstæðum, svo það hjálpaði mikið að geta litið yfir hvað mikið magn notenda voru að segja
Panta mér tíma hjá Dekkverk og klára þetta fljótt og örugglega
Mér lýst vel á Dekkverk, þá sérstaklega þegar ég fór að googla ákveðnar týpur af dekkjum og datt inn á síður sem innihalda hundruði af customer reviews.
Þó svo að þeir sem vinni á dekkjaverkstæðum viti slatta, þá hafa þeir auðvitað ekki prófað að keyra á öllum týpum af dekkjum í öllum aðstæðum, svo það hjálpaði mikið að geta litið yfir hvað mikið magn notenda voru að segja
Panta mér tíma hjá Dekkverk og klára þetta fljótt og örugglega
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is