Hlaupaskór

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Staða: Ótengdur

Hlaupaskór

Póstur af Frantic »

Skórnir sem ég nota eru handónýtir og drepa á mér kálfana þegar ég er að hlaupa.
Næ max 10 mín áður en kálfarnir eru bara búnir.
Tjekkaði á lækni sem sagði að það skiptir öllu máli að vera í góðum skóm og útilokaði beinhimnubólgu.

Ég veit nákvæmlega 0 um hlaupaskó en er tilbúinn að eyða money í það að geta hlaupið lengur en þetta.
Hvaða skóbúð mæliði með og vitiði um skóbúð sem getur mælt stigið og fundið þannig út hvaða skór henta best?
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af Daz »

Ég er nokkuð viss um að hlaupabúðin í Glæsibæ sé fín.
Sama með "Eins og fætur toga"

Ég hef ekki persónulega reynslu af þeim, en hef heyrt vel látið af þeim. Báðar líklega rándýrar, en ef þú vilt fara vel með fæturnar er það örugglega ekki illa farið með peningana.
Skjámynd

hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af hakkarin »

Slepptu því bara að vera í skóm. Þarft þá hvort eð er ekki.
Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1015
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af tanketom »

Mæli með Nike Free Run - ótrúlega góðir, eins og að hlaupa á skýjum, sjálfur á Ég nike Free Run 3.0 http://store.nike.com/us/en_us/pw/running-free/9zmZ8yz" onclick="window.open(this.href);return false;

En myndi mæla með því að fara í hlaupa greiningu http://gongugreining.is/molar-um-hlaup/" onclick="window.open(this.href);return false;
[color=#BF0000]Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do[/color]

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af Bjosep »

Ertu nokkuð að hlaupa á tánum ? Ekki berfættur heldur stígur í og lendir á tánni ?
Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3105
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af Frost »

Ég er búinn að eiga Nike Flex. Fannst þeir mjög góðir þangað til ég prófaði Under Armor Micro G, miklu betri stuðningur.
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af Tiger »

Ef ég væri þú myndi ég hafa samband við Scanco og prufa Brooks hlaupaskóna.
Mynd
Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1015
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af tanketom »

Bjosep skrifaði:Ertu nokkuð að hlaupa á tánum ? Ekki berfættur heldur stígur í og lendir á tánni ?
"normal" skór í dag hafa þróað okkur í að labba vitlaust þar sem við vorum alltaf á "barefooted" hérna áður en skór voru til

Mynd

Mæli líka með VIBRAM FIVE FINGERS, verkirnir hættu í bakinu hjá mér og byrjaði ég að læra hlaupa/labba á nýtt, þetta er samt ekki beint fallegustu skórnir (þú er eins og górilla í þeim)

Hér er risa ritgerð um þetta allt saman ef þú nennir að glugga í þetta: http://nymag.com/health/features/46213/" onclick="window.open(this.href);return false;
[color=#BF0000]Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do[/color]
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af Daz »

Hafa ekki verið skiptar skoðunar á því hvort þessir "barefoot" skór séu virkilega eitthvað sniðugir? Í þessa NYMag grein sem tanketom vísar í er komment sem vísar í Huffington post grein sem segir akkúrat öfugt.
Í það minnsta er víst betra að vera nokkuð viss áður en maður ákveður að skipta yfir í tásluskó. (Og munum að reynslusögur fárra aðila eru ekki áreiðanlegar heimildir um gæði vöru/aðferðar).
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af Jón Ragnar »

Ég var alltaf svona. Fékk rosalega beinhimnubólgu

Fékk mér svo minimal skó
Mynd

Lærði að hlaupa á táberginu og allt annað líf
Get hlaupið á hverju sem er núna án beinhimnubólgu :megasmile

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af oskar9 »

Daz skrifaði:Hafa ekki verið skiptar skoðunar á því hvort þessir "barefoot" skór séu virkilega eitthvað sniðugir? Í þessa NYMag grein sem tanketom vísar í er komment sem vísar í Huffington post grein sem segir akkúrat öfugt.
Í það minnsta er víst betra að vera nokkuð viss áður en maður ákveður að skipta yfir í tásluskó. (Og munum að reynslusögur fárra aðila eru ekki áreiðanlegar heimildir um gæði vöru/aðferðar).
Ég keypti mér Under Armor Toxic six sem eru minimalistic hlaupaskór sem eiga að líkja eftir að hlaupa berfættur, og ég gat ekki hlaupið langt í þeim án þess að fá mikla verki í sköflungana, ég keypti mér annað par sem var aðeins meira dempað og fékk kennara til að sýna mér hvernig best væri að hlaupa, þegar ég var kominn með góða tækni og kominn í betra form þá skipti ég aftur yfir í UA toxic six og finnst þeir geggjaðir nú vil ég ekki hlaupa í neinu öðru, finnst þessir ofdempuðu skór ekki góðir, maður hækkar svo mikið í þeim og þeir eru einhvernveginn svo óstöðugir, eftir því sem fóturinn á þér fer lengra frá jörðinni eru meiri líkur á að mistíga sig
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af Gúrú »

Jón Ragnar skrifaði:Ég var alltaf svona. Fékk rosalega beinhimnubólgu
Fékk mér svo minimal skó
Lærði að hlaupa á táberginu og allt annað líf
Get hlaupið á hverju sem er núna án beinhimnubólgu :megasmile
Er með gríðarlega beinhimnubólgu í sköflungunum alltaf þegar ég hleyp og er búinn að hlaupa 100km+ á viku í einhverja mánuði núna.

Hvar keyptirðu þessa skó? Sé að Afrek.is er með tóman flokk fyrir þá.
Modus ponens

machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af machinefart »

Frantic skrifaði:Skórnir sem ég nota eru handónýtir og drepa á mér kálfana þegar ég er að hlaupa.
Næ max 10 mín áður en kálfarnir eru bara búnir.
Tjekkaði á lækni sem sagði að það skiptir öllu máli að vera í góðum skóm og útilokaði beinhimnubólgu.

Ég veit nákvæmlega 0 um hlaupaskó en er tilbúinn að eyða money í það að geta hlaupið lengur en þetta.
Hvaða skóbúð mæliði með og vitiði um skóbúð sem getur mælt stigið og fundið þannig út hvaða skór henta best?
Ef þú ert að fá í kálfana þá er það útaf þú ert á táberginu. Það eru tvær lausnir við þessu vandamáli, annarsvegar að ekki hlusta á þá sem eru að segja þér að fá þér minimalist skó og fá þér asics skriðdrekaskó eða sambærilegt með fóðruðum hæl og hlaupa svo á hælunum. Hinsvegar að fara í tásluskóna og taka þá langan og góðan tíma þar sem þú hleypur styttri vegalengdir til þess að byggja upp kálfavöðvana þína til þess að þola hlaupin.

Ég keypti þetta barefoot running svo harkalega í byrjun að ég fór út og skokkaði 3 km þangað til ég nánast stoppaði í sporinu fyrir verkjum í kálfum og var að drepast í rúma viku eftirá. Ég hef hinsvegar alveg náð að byggja upp allt í lagi styrk í þeim síðan þá, bara rólega í byrjun.

En ég get sagt þér það 100% núna að lausnin við kálfaverkjum er EKKI barefoot skór (þeas ef þú vilt instant lausn).
Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af Frantic »

Takk allir fyrir svörin.
Þarf að fara vel yfir þetta en ég held að eins og machinefart skrifaði að barefoot sé ekki alveg málið.
Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af stefhauk »

;Mæli með Nike free run 5.0 er sjálfur í þannig og ótrulega þægilegt að hlaupa og labba i þessu
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af Jón Ragnar »

Gúrú skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Ég var alltaf svona. Fékk rosalega beinhimnubólgu
Fékk mér svo minimal skó
Lærði að hlaupa á táberginu og allt annað líf
Get hlaupið á hverju sem er núna án beinhimnubólgu :megasmile
Er með gríðarlega beinhimnubólgu í sköflungunum alltaf þegar ég hleyp og er búinn að hlaupa 100km+ á viku í einhverja mánuði núna.

Hvar keyptirðu þessa skó? Sé að Afrek.is er með tóman flokk fyrir þá.

Keypti mína af utan.
En þetta er til hjá Afreksvörum í Glæsibæ oftast.

Orðnir gamlir samt þessir skór. Hægt að fá nýrri týpur :)

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af trausti164 »

Iss, skór eru fyrir aumingja, ég hleyp alltaf berfættur.
Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af Jón Ragnar »

trausti164 skrifaði:Iss, skór eru fyrir aumingja, ég hleyp alltaf berfættur.

Skór rúla!

á 4-5 pör bara fyrir ræktina og svo ofan á það 2x Lyftingaskó :P


er með smá skófetish

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Skjámynd

Höfundur
Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af Frantic »

Jón Ragnar skrifaði:
trausti164 skrifaði:Iss, skór eru fyrir aumingja, ég hleyp alltaf berfættur.

Skór rúla!

á 4-5 pör bara fyrir ræktina og svo ofan á það 2x Lyftingaskó :P


er með smá skófetish
Afsakið að ég vekji upp dauðan þráð.
Hvaða skó notarðu í ræktinni?

Vitiði hvaða búðir eru að mæla stigið?
Skjámynd

starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af starionturbo »

Reebok Nano og Inov8 er vinsælast í CrossFit
Adidas powerlifter og Reebok lifter plus í Olympískum og Kraftlyftingum
Asics, Brooks og Nike hefur verið svona vinsælustu hlaupaskórnir (helst gel's), en minimalískir skór eru orðnir e-h trend í dag þó ég mæli ekki með þeim.
Birkir Rafn Guðjónsson
Web Application Developer
HTPC: GA-73PVM-S2H # Intel E8200 @ 3.2Ghz # 2GB 800mhz
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af Jón Ragnar »

starionturbo skrifaði:Reebok Nano og Inov8 er vinsælast í CrossFit
Adidas powerlifter og Reebok lifter plus í Olympískum og Kraftlyftingum
Asics, Brooks og Nike hefur verið svona vinsælustu hlaupaskórnir (helst gel's), en minimalískir skór eru orðnir e-h trend í dag þó ég mæli ekki með þeim.

Sammála hérna

Nota Reebok Nano 3 í Crossfit. Hannaðir fyrir það og virka mjög vel :)

Best er samt að finna hvað hentar þér best

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af Sallarólegur »

starionturbo skrifaði:en minimalískir skór eru orðnir e-h trend í dag þó ég mæli ekki með þeim.
Er ekki alltaf verið að tala um það að það sé miklu hollara að hlaupa berfættur og að hlaupaskór geri illt verra?
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Hlaupaskór

Póstur af starionturbo »

Það er einmitt málið, "alltaf verið að tala um", because trends.

Þeir eru alls ekkert slæmir en fyrir byrjendur eða sem einhver lausn fyrir þá sem eru í vandræðum með núverandi skó, eh nei... nema með ráðgjöf fagaðila kannski.

Góðir hlaupaskór gera aldrei illt verra, þeir deyfa höggin sem leggbeinið fær á sig...
Birkir Rafn Guðjónsson
Web Application Developer
HTPC: GA-73PVM-S2H # Intel E8200 @ 3.2Ghz # 2GB 800mhz
Svara