Fartölvu spennubreytir - straumur

Svara
Skjámynd

Höfundur
Perks
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mið 01. Maí 2013 11:41
Staða: Ótengdur

Fartölvu spennubreytir - straumur

Póstur af Perks »

Sælir

Ég er að vandræðast með spennubreyti fyrir fartölvu, á tölvunni stendur 19v 3.42A en á spennubreyti stendur 19v 4.74A.
Myndi þetta ganga saman fyrst það er sama volt - tala eða myndi mismunur á amper steikja eitthvað?

Google svarar mér að það ætti að vera í lagi en langaði að heyra ykkar álit.
600w corsair CX600 V2 | ASRock 990FX Extreme4 | AM3+ Piledriver X8 FX-8350 | Scythe Ninja 3 | Gigabyte R9 390| 2 TB Seagate HDD | 120 GB Samsung Evo SSD | 2x 4GB 1600Mhz Corsair Ven + 2x 8GB Mushkin |
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu spennubreytir - straumur

Póstur af kizi86 »

spenna frá hleðslutækinu /straumbreytinum þarf náttúrulega að vera meiri en hluturinn notar til að geta hlaðið inn straumi á meðan notkun stendur.. ef tengin passa þá ætti þetta að virka..
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu spennubreytir - straumur

Póstur af arons4 »

Fartölvan dregur bara það sem hún þarf og ef spennugjafinn getur veitt meira en það ertu góður, passaðu hinsvegar að plúsinn og mínusinn séu eins báðu megin. Þ.E.A.S að þetta merki sé eins báðu megin.
Mynd
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu spennubreytir - straumur

Póstur af Klemmi »

S.s. amper talan/straumurinn á spennubreytinum er "hámark" sem hann á að geta gefið út samfellt (continuous), fartölvan á svo að draga að hámarki 3,42A. Spennubreytirinn annar því vel miðað við tölurnar sem þú nefnir og gefur bara út eins mikið og tölvan dregur að hverju sinni.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu spennubreytir - straumur

Póstur af KermitTheFrog »

kizi86 skrifaði:spenna frá hleðslutækinu /straumbreytinum þarf náttúrulega að vera meiri en hluturinn notar til að geta hlaðið inn straumi á meðan notkun stendur.. ef tengin passa þá ætti þetta að virka..
Held þú meinir straumur þarna. Spennan á að vera sú sama +- einhver prósent.

Straumurinn á hleðslutækinu er max output current og Það sem stendur á tölvunni er það sem hún dregur max. Eins og hefur komið fram hér að ofan.
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: Fartölvu spennubreytir - straumur

Póstur af kizi86 »

KermitTheFrog skrifaði:
kizi86 skrifaði:spenna frá hleðslutækinu /straumbreytinum þarf náttúrulega að vera meiri en hluturinn notar til að geta hlaðið inn straumi á meðan notkun stendur.. ef tengin passa þá ætti þetta að virka..
Held þú meinir straumur þarna. Spennan á að vera sú sama +- einhver prósent.

Straumurinn á hleðslutækinu er max output current og Það sem stendur á tölvunni er það sem hún dregur max. Eins og hefur komið fram hér að ofan.
hehehe my bad, meinti straumur:P skrifaði þetta í flýti :)
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Svara