Sjónvarp Símans uppfærsla

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af appel »

Viðmótið fyrir "VOD" viðmótið var uppfært núna og flestir myndlyklar ættu að vera komnir með það. Nýja viðmótið aðgreinir betur á milli þjónustna og tegundar efnis. Svokallaður "Heim" skjár birtist fyrst þegar þú kveikir á myndlyklinum. Viðmótið er í samræmi við það sem er á spjaldtölvum og farsíma, þannig að upplifunin ætti að vera að þetta sé sama þjónustan. Við erum enn að vinna við að lagfæra hnökra og bæta upplifun í samræmi við óskir notenda, og þetta er ekki endilega síðasta stóra breyting sem verður á næstunni. Það er ekki bara viðmótið sem breyttist heldur líka allur "bakendi".

Markmiðið var ekki að breyta bara til þess að breyta, heldur var vandamálið í gamla viðmótið að ekki var hægt að breyta því hvernig framsetning á efninu var, allt var í föstum skorðum þó svo að mikið hefði breyst í efnisvali og þjónustum. Auk þess að hraðinn hefur batnað þá getum við núna stjórnað því hvernig allt saman birtist, hverskonar efni og hvernig það lítur út. Hægt er að gjörbylta viðmótinu án þess að notandinn þurfi svo mikið sem endurræsa myndlykil, og nýjar áhugaverðar þjónustur verður auðvelt að koma auga á. Þannig að Sjónvarp Símans ætti að verða mun meira "lifandi" núna í framtíðinni.

tv2.jpg
tv2.jpg (74.69 KiB) Skoðað 2937 sinnum
tv4.jpg
tv4.jpg (95.55 KiB) Skoðað 2928 sinnum
tv3.jpg
tv3.jpg (116.88 KiB) Skoðað 2928 sinnum
Allt viðmótið og kerfi er búið til hjá Símanum. :happy

Ég veit að ekki er hægt að gera alla ánægða alltaf, almennt hefur fólk verið ánægt, þó eru breytingar erfiðar og auðvitað eru einhverjir sem eru "ég vil gamla aftur!". Við munum reyna að koma til móts við eðlilegar athugasemdir :) kv.
*-*
Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af roadwarrior »

Nei sko, Plex "lookalike" :megasmile
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af AntiTrust »

Skilur gamla viðmótið og núverandi Voda viðmótið eftir í rykinu. Pínu XBMC/Plex fílíngur, sem er ekkert nema hrós. Núna þarf bara SVOD þjónustu til þess að þetta sé samkeppnishæft við þær þjónustur sem landinn er farinn að nýta sér hvað mest.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

ashaiw
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Mið 02. Jan 2013 14:47
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af ashaiw »

Þetta lítur mjög vel út en eftir uppfærsluna þá er eins og sambandið rofni af og til, skjárinn verður svartur og dettur inn aftur eftir 1-2 sekúndur.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af GuðjónR »

Looking good!!

Þú ert snillingur appel!!

:happy
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af Jón Ragnar »

Virkilega flott.

Er búinn að vera með þetta í beta smástund.

Virkar vel :)

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af CendenZ »

Hættir þá útvarpið að frjósa ? það frýs stöðugt eftir uppfærslu í sumar!
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af appel »

CendenZ skrifaði:Hættir þá útvarpið að frjósa ? það frýs stöðugt eftir uppfærslu í sumar!
Ertu með nýja viðmótið?
Hvernig myndlykil?
*-*
Skjámynd

svensven
spjallið.is
Póstar: 445
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af svensven »

Finnst þetta virkilega flott - finn klárlega mun á hraðanum og eins þykir mér þægilegra að finna það sem ég er að leita að :happy
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af audiophile »

Getur þú ekki líka unnið smá fyrir Vodafone og gert þeirra svona flott :megasmile
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

svensven
spjallið.is
Póstar: 445
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af svensven »

Það eina sem mér finnst vanta núna er að geta gert hálfgerðan "playlist" - Þegar barnið er að horfa á teiknimyndir á t.d SkjárKrakkar þá eru sumir þættir sem eru virkilega stuttir og þá gerir maður ekki annað en að ýta til hliðar og play á næsta þátt, væri kúl ef að það væri hægt að velja marga þætti og setja á playlist eða þá að það sé hægt að velja að næsti þáttur spilist sjálfkrafa.

Eins með tímaflakkið, eftir að þáttur klárast þá poppar upp "Hætta" eða "Spila næsta þátt" - væri flott ef að það væri hægt að vera búinn að velja fyrirfram að alltaf þegar tímaflakkið er notað þá spilist alltaf næsti þáttur sjálfkrafa. :happy
Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af gardar »

Ég er eiginlega ánægðastur með nýja volume meterinn :happy
Skjámynd

Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af Farcry »

Er hægt að stilla myndlykilinn þannig að hann starti alltaf á full screen sjónvarpi ekki á vod valmynd

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af biturk »

Eg elska þetta viðmot en það væri æðislegt i barnaefni sem maður er með fritt að geta valið að næsti þattutþr spilist eða það komi playlist eg og drengurinn minn yrðum að eilifu þakklatir þa ;)

Ps þu ert að geta svo goða hluti að eg gæti kysst þig fyrir þetta :D
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af Sallarólegur »

Farcry skrifaði:Er hægt að stilla myndlykilinn þannig að hann starti alltaf á full screen sjónvarpi ekki á vod valmynd
Ef það er ekki hægt þá hlæ ég.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1025
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af Nördaklessa »

gardar skrifaði:Ég er eiginlega ánægðastur með nýja volume meterinn :happy
Meh, jú ég er ánægður með Volume meterinn en fýla ekki að hafa hann á miðjum skjánnum :thumbsd
MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus | Og það er alltaf eitthvað hljóð í bílnum mínum...

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af wicket »

Sallarólegur skrifaði:
Farcry skrifaði:Er hægt að stilla myndlykilinn þannig að hann starti alltaf á full screen sjónvarpi ekki á vod valmynd
Ef það er ekki hægt þá hlæ ég.
Þetta nýja viðmót var alltaf í fullscreen í hvert skipti sem ég skipti yfir á inputtið af öðru en það hætti um daginn. Væntanlega eitthvað sem þeir hafa breytt.
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af appel »

1. "Heim skjárinn" kemur bara upp þegar myndlykill er endurræstur. Við höfum pælt í að gera það að stillingaratriði hvort hann eða TV viðmótið komi upp við ræsingu, en allavega fyrst um sinn verður þetta svona. Þetta er hluti af því að sýna fyrir fólki að það er meira þarna en bara TV, svo og að menn sjái nýjungar strax þegar þær koma inn, t.d. ef það er einhver viðburður í gangi í stuttan tíma þá viljum við endilega að fólk sjái það strax og að ekki þurfi að hamra á því í útvarpsauglýsingum að nú geti menn fundið nýju þjónustuna bara með því að ýta á einhverja takka á fjarstýringunni, heldur sjái fólk það bara náttúrulega strax í viðmótinu þegar það kveikir á myndlyklinum og það þarf ekkert að segja fólki frá því í blöðum og öðrum miðlum. Ef myndlykillinn fer alltaf bara í TV við ræsingu þá sér fólk aldrei neitt nema það, og kannski kíkir aldrei inn í VOD nema einstaka sinnum, og sumir aldrei.
"Haters gonna hate"... "gamla var betra"-syndromið, þetta er ákvörðun sem við tókum að vel íhuguðu máli og hún mun leiða til betri upplifunar af þjónustunni, þó svo að fyrst um sinn bölvist einhverjir menn yfir því að nú er komið eitt auka skref til þess að fara í sjónvarpið. Þetta er líka í samræmi við önnur viðmót af svipuðum toga erlendis. Ég hef verið með þetta viðmót í mjög langan tíma og það er bara þægilegt að lenda á "Heim skjánum" fyrst.

2. Volume meterinn gæti breyst. Þetta er einsog með alla list, sumir fíla hana og sumir ekki. En vonandi finnum við eitthvað sem hentar öllum, enda á þetta að vera einn af þessum skaðlausu neutral hlutum sem menn hugsa ekki um né pirrast yfir.

3. Playlist er góð hugmynd :happy


Einsog ég sagði, við erum enn að laga til kerfið, og erum að setja nýjar útgáfur í loftið nær daglega eftir því sem við heyrum af eða sjáum vandamál.
*-*
Skjámynd

Perks
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mið 01. Maí 2013 11:41
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af Perks »

Edit: Bilun í gangi..
600w corsair CX600 V2 | ASRock 990FX Extreme4 | AM3+ Piledriver X8 FX-8350 | Scythe Ninja 3 | Gigabyte R9 390| 2 TB Seagate HDD | 120 GB Samsung Evo SSD | 2x 4GB 1600Mhz Corsair Ven + 2x 8GB Mushkin |

lexusinn
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mán 25. Ágú 2014 19:33
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af lexusinn »

Alltaf gott að sjá framfarir í viðmóti og líst mér vel á þetta.
spurt er samt :
1. Ég hef tekið eftir að rúv 201 er búið að breyta hjóði úr Dolby Digital 5.1 í Dolby Digital 2.0 . Hvers vegna ?

2.
Erlendar HD stöðvar s,s, Nrk 233 sendir efni án texta en í textavarpi þeirra er boðið upp texta við efni bls. 777 en þetta virkar ekki. HVER VEGNA?

3. Stendur til að senda útvarpið út í Dolby Digital 5.1 ? það er jú 214 og ég er búinn að vera með Digtal græjur sl. 10 ár án þess að geta notið 5.1 eða bara 2.o.

slapi
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af slapi »

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2014/0 ... a_bilunar/" onclick="window.open(this.href);return false;

Hvað varstu að fikta appel?
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af appel »

slapi skrifaði:http://www.mbl.is/frettir/taekni/2014/0 ... a_bilunar/

Hvað varstu að fikta appel?
Jamm, það varð bilun. Eitthvað er þetta búið að lagast. Það varð bilun í tæpa klukkustund (hjá þeim sem reyndu að ræsa myndlykilinn) og svo voru álagstengdar truflanir í kjölfarið tengdu því, sem mér sýnist að séu að lognast út af núna.
*-*

steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af steinarorri »

Væri möguleiki í stöðvavalinu að "eyða út" Rúv gamla og setja RÚV HD sem nr. 1?
Allavega þannig að ef maður hefur nógu góða tengingu að þá yrði Rúv HD sjálfvalin þegar maður fer á stöð 1.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af Sallarólegur »

appel skrifaði: "Haters gonna hate"... "gamla var betra"-syndromið, þetta er ákvörðun sem við tókum að vel íhuguðu máli og hún mun leiða til betri upplifunar af þjónustunni, þó svo að fyrst um sinn bölvist einhverjir menn yfir því að nú er komið eitt auka skref til þess að fara í sjónvarpið. Þetta er líka í samræmi við önnur viðmót af svipuðum toga erlendis. Ég hef verið með þetta viðmót í mjög langan tíma og það er bara þægilegt að lenda á "Heim skjánum" fyrst.
Þú getur ekki fullyrt að fólki finnist þetta betra - fyrirfram.

Ég held að meðalaldur þeirra sem nota Símamyndlykla sé mjög hár - og langstærstur meirihluti þeirra kveiki á sjónvarpinu til þess að horfa á sjónvarpið - þeas. sjónvarpsstöðvar - ekki SkjárKrakkar eða Leigt Efni.

Ég hef ekkert út á þessa valmynd að setja, þetta er stílhreint og flott - en ég set stórt spurningamerki við það að hún komi upp við ræsingu í staðin fyrir sjónvarpið sjálft. Töluvert einfaldara að láta fólk ýta á Menu ef það vill sjá þessa valmynd.

Hef unnið í tech support og ég er alveg handviss að eldri borgarar eru ekki að fíla þetta auka skref.

Just my 2 cents.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans uppfærsla

Póstur af Farcry »

Sallarólegur skrifaði:
appel skrifaði: "Haters gonna hate"... "gamla var betra"-syndromið, þetta er ákvörðun sem við tókum að vel íhuguðu máli og hún mun leiða til betri upplifunar af þjónustunni, þó svo að fyrst um sinn bölvist einhverjir menn yfir því að nú er komið eitt auka skref til þess að fara í sjónvarpið. Þetta er líka í samræmi við önnur viðmót af svipuðum toga erlendis. Ég hef verið með þetta viðmót í mjög langan tíma og það er bara þægilegt að lenda á "Heim skjánum" fyrst.
Þú getur ekki fullyrt að fólki finnist þetta betra - fyrirfram.

Ég held að meðalaldur þeirra sem nota Símamyndlykla sé mjög hár - og langstærstur meirihluti þeirra kveiki á sjónvarpinu til þess að horfa á sjónvarpið - þeas. sjónvarpsstöðvar - ekki SkjárKrakkar eða Leigt Efni.

Ég hef ekkert út á þessa valmynd að setja, þetta er stílhreint og flott - en ég set stórt spurningamerki við það að hún komi upp við ræsingu í staðin fyrir sjónvarpið sjálft. Töluvert einfaldara að láta fólk ýta á Menu ef það vill sjá þessa valmynd.

Hef unnið í tech support og ég er alveg handviss að eldri borgarar eru ekki að fíla þetta auka skref.

Just my 2 cents.
Ég var einmitt að spyrja útaf þvi að gömlu hringu í mig og sögðu að sjónvarpið væri bilað, kæmu bara einhverjar auglýsingar :D þau nota afruglaran eingöngu til að horfa á sjónvarp.
Svara