Leikja- og þróunarvél, álit vantar

Svara

Höfundur
karlth
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Fös 06. Apr 2012 14:55
Staða: Ótengdur

Leikja- og þróunarvél, álit vantar

Póstur af karlth »

Er að uppfæra úr gamalli i5-750 vél og það væri ágæt að vita hvort einhverju í væntanlegri vél sé ofaukið. Nota tölvuna í leiki og hugbúnaðarþróun (Windows). Nota 2560x1440 skjá og þögul vinnsla er mikilvæg:

CPU Intel i7 4790k = Zalman CNPS3X cooling
Gigbayte z97 Gaming 7 motherboard.
Gigabyte GTX 770 4GB
16Gb Crucial 1600
500GB Samsung 840 EVO
2 TB Seagate diskur
Corsair 760W 80+ Platinum
Silencio 550 kassi

Allar athugasemdir vel Þegnar.

Frikkasoft
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Fim 03. Feb 2005 14:14
Staðsetning: USA
Staða: Ótengdur

Re: Leikja- og þróunarvél, álit vantar

Póstur af Frikkasoft »

Lítur vel út; Þetta er næstum því nákvæmlega sama vél og ég var að kaupa :)

Nema ég tók 780 kortið, og ég mæli með því þegar þú ert að spila leiki í 1440p. Þú getur líka tekið radeon 290 í staðin, en ég fór nvidia leiðina þar sem þeir gera betri linux drivera.

greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Staða: Ótengdur

Re: Leikja- og þróunarvél, álit vantar

Póstur af greatness »

Sælir.

Ég var með Silencio kassann og var mjög sáttur við hann. Ég keypti mér hinsvegar núna Corsair Carbide 330R og finnst hann betri og auðveldara að eiga við hann. Þú getur fundið fullt af reviews af þeim báðum og borið saman.

Daníel.
Svara