Ný vél bluescreenar í Win7 uppsettningu

Svara
Skjámynd

Höfundur
oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Staða: Ótengdur

Ný vél bluescreenar í Win7 uppsettningu

Póstur af oskar9 »

Sælir Vaktarar, var að setja saman nýja vél.
Specs.
Asus ROG Hero VII Z97
i5 4670K
Crucial balistix elite 1600mhz
GTX 770
Intel SSD
Corsair HX 850.

Ég er að nota SSD, skjákort og aflgjafa úr gömlu vélinni minni en hitt þrennt er nýtt.

Ég raða þessari vél saman og hún ræsir eðlilega, ég fer inní BIOS og set USB lykil sem er með stýrikerfinu á sem boot order 1 og SSD sem númer 2.
vista svo og restarta, þá kemur upp svarti skjárinn þar sem stendur windows is loading files, svo fer hann og Windows splash skjárinn kemur upp, svo þegar hann er búinn þá kemur upp Win 7 blái wallpaperinn þar sem maður velur tungumál og keyboard layout og þannig og þá fæ ég bluescreen.

Ég keyrði memtest á þessum kubbum og þeir voru villulausir,þeir eru stilltir á 1600mhz og 1.5V sem er default fyrir þá, ég prufaði líka corsair vengence kubba sem ég hef notað áður en fékk sömu niðurstöðu svo ég er líklega búinn að útiloka ramið.

Ég tók svo Bios batteríið úr í 10 mínútur, ræsti svo vélina aftur þá fékk ég upp formatt skjáinn þar sem ég get valið hvaða harðadisk ég vil installa win7 á, sú skjámynd kom upp í nokkrar sek áður en hún bluescreenar aftur, en í þetta skiptið þá hverfa upplýsingarnar af skjánum nánast strax og vélin slekkur á sér sem hún hafði ekki gert hingað til heldur þurfti ég alltaf að restarta vélinni sjálfur þegar hún bluescreenaði, og nú kveiknar ekki á henni aftur :crying

þetta móðurborð kveikir rautt ROG lógó þegar það er straumur á tölvunni þó hún sé ekki í gangi og þó vélin ræsi ekki þá er kveikt á ljósunum, ég tók 24 pin tengið úr borðinu og ásamt flestum öðrum tengjum og jumpaði græna og svarta og kveiki svo á vélinni og pumpan fyrir vatnskælinguna og allar vifturnar fara í gang svo aflgjafinn er í góðu lagi.
Virðis ekki flest benda til að móðurborðið sé bilað ?

vona ég hafi gert mig frekar skiljanlega og öll hjálp er gríðarlega vel þeginn :happy

Takk fyrir
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 655
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Staða: Ótengdur

Re: Ný vél bluescreenar í Win7 uppsettningu

Póstur af FreyrGauti »

Búinn að prufa annan usb lykil eða uppfæra í nýjasta BIOS?
Svara