Var að lenda í því að tölvan hjá mér tók upp á því þegar ég reyndi að kveikja á henni í dag að endurræsa sig stöðugt.
Það kemur ekkert upp á skjáinn, eins og hann sé ekki tengdur við neitt í svona 10 sekúndur og síðan slekkur hún á sér og ræsir sig á ný eftir svona 5 sekúndur.
Einhverjar hugmyndir hvað gæti verið að? Skjákortið kannski?
Tölvan endurræsir sig stöðugt
Tölvan endurræsir sig stöðugt
(970a-UD3)( Fx-8120 )( GTX 680 )( 2x4GB 1600mhz Crucial Ballistix )( Tagan BZ 800W)
Re: Tölvan endurræsir sig stöðugt
bios crash? dautt móðurborð/örgjörfi. . . my first guess.
i9 10900k - asus maximus formula - RTX 3090 asus rog strix oc - TridentZ 32gb ddr4 4000 cl17 - 2tb 970 evo plus - phanteks enthoo 719 - be quiet dp 1200w - Full custom loop 2x360 2x480 2xd5 - Samsung odyssey G7
-
- Vaktari
- Póstar: 2037
- Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan endurræsir sig stöðugt
Vinnsluminnið mögulega.
Re: Tölvan endurræsir sig stöðugt
Yndislega hjálplegir póstar, þetta er semsagt móðurborðið eða skjákortið eða örgjörvinn eða vinnsluminnið. Held ég...
Getur byrjað á því að taka út alla vinnsluminniskubba nema einn og séð hvort það sé málið, síðan geturðu tekið skjákortið úr og notað tengin á móðurborðinu til að sjá hvort það sé bilað.
Getur byrjað á því að taka út alla vinnsluminniskubba nema einn og séð hvort það sé málið, síðan geturðu tekið skjákortið úr og notað tengin á móðurborðinu til að sjá hvort það sé bilað.
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1629
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan endurræsir sig stöðugt
Það er nú voðalega lítið hægt að gera annað miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og án hands on fikts.Xovius skrifaði:Yndislega hjálplegir póstar, þetta er semsagt móðurborðið eða skjákortið eða örgjörvinn eða vinnsluminnið. Held ég...
Þetta móðurborð er reyndar ekki með onboard video, en já; fara yfir öll tengi, og prófa að ræsa tölvuna með lágmarks hardware, taka allt úr sambandi nema sys-disk, skjákort og hafa bara 1 af minnis kubbunum. Jafnvel fara með tölvið til vina/kunningja og fá að prófa íhluti (skjákort/minni) hjá þeim.
Og þá reyndar sérstaklega PSU, sem ég myndi giska á sem fyrsta orsök, nr2 er að það séu farnir þéttar á móðurborðinu.