En ég skil samt að það vanti núna betri leið til að fá yfirlit yfir markaðinn. Kannski þurfa að vera tveir svona kubbar á forsíðu, nýjast úr spjallinu og nýjast úr markaðnum.
GullMoli skrifaði:Þetta hefur nú verið prufað áður er það ekki? Endaði allavega þá á því að verða breytt til baka vegna almennrar óánægju.
Held ekki, er ekki 100% viss samt.
appel skrifaði:Hey vá kúl þetta er miklu betra.
En ég skil samt að það vanti núna betri leið til að fá yfirlit yfir markaðinn. Kannski þurfa að vera tveir svona kubbar á forsíðu, nýjast úr spjallinu og nýjast úr markaðnum.
æ þetta bætir 5 klikkum og helling af skrolli niður við það að skoða vaktina.
Mér finnst mjög fínt að hafa sölu/óskast þræði meðal nýjustu þráða, þá bæði sér maður hluti sem maður vissi ekki að manni vantaði og einnig sér maður líka að maður eigi eitthvað sem öðrum vantar.
Hvernig væri að hafa sér "tab" fyrir til sölu og óskast? t.d. þar sem það er tab fyrir spjallið myndavaktin straumar og reglur, bæta við einum?
Bara létt pæling
Vaski skrifaði:æ þetta bætir 5 klikkum og helling af skrolli niður við það að skoða vaktina.
Mér finnst mjög fínt að hafa sölu/óskast þræði meðal nýjustu þráða, þá bæði sér maður hluti sem maður vissi ekki að manni vantaði og einnig sér maður líka að maður eigi eitthvað sem öðrum vantar.
Er sammála þessu. Sjálfur skoða ég vaktina nógu oft til þess að söluþræðirnir ónáði mig ekki, ef ég fer með löngu millibili þá kíki ég oftast bara á undirflokkana.
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
En að mínu mati er þetta afturför, finnst alltaf eins og að spjallið sé dautt þegar ég refresha.
Ég refresha nokkrum sinnum á dag reyndar, gæti haft áhrif..
Finnst ekkert að því að hafa söluþræðina á forsíðunni. Það er hægt að skoða, hvað, 5 síður til baka? Þú missir ekki af neinu ef þú skoðar vaktina vikulega. Og svo eru undirflokkarnir enn til.