ZyXEL Powerline Adapter virkar og ekki virkar

Svara

Höfundur
Flexinn
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Þri 20. Maí 2014 21:27
Staða: Ótengdur

ZyXEL Powerline Adapter virkar og ekki virkar

Póstur af Flexinn »

Sælt verið fólkið.

Ég var að flytja í annað húsnæði sem ljósleiðarinn er ekki í boði en ég pantaði ljósnetið. Til að byrja með fékk ég ADSL á meðan.

Ég er með routerinn inn í svefnherberginu ásamt borðtölvunni minni. Stofan er hinum meginn við vegginn (ca. 10-13metrar frá router og að sjónvarpinu frammi).

Þegar ég var með ADSL-ið þá var ég með borðtölvuna mína beintengda í routerinn og var með ZyXEL Powerline Adapter 500mbps tengt við myndlykilinn frá Vodafone. Það gekk bærilega, var að lenda í miklu hökti af og til á myndlyklinum, þannig að ég tengdi þetta öfugt án þess að lenda í laggi hvorki á sjónvarpinu né tölvunni.

Núna er ég kominn með ljósnetið (fékk annann router, Zhone, alveg eins tengi á öllu), tengdi þetta nákvæmlega eins og ég gerði fyrst með ADSL-ið (Powerline-inn við sjónvarpið) og það er eins og powerline-narnir fá ekkert net inn á sig allt í einu. Prufaði að í ca. 2 tíma að reseta/encrypta powerlinunum og svissa á stöðum.

Prufaði svo að tengja þetta aftur öfugt (powerlininn við tölvuna) og það virkar þrusu fínt. Nú hugsar örugglega einhver "Nú hva, hvað er þá vandamálið!" Vandamálið er að ég vill ekki hafa 15metra langa capal yfir allt gólfið. :megasmile

Any ideas hvað gæti verið að ?

Ég hef btw prufað að tengja í öll fjögur portin (Port 4 er sjónvarpstengið hjá Vodafone)
Svara