Hvaða örgjörva mæliði með?

Svara

Höfundur
runarog
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Fös 28. Okt 2011 15:01
Staða: Ótengdur

Hvaða örgjörva mæliði með?

Póstur af runarog »

Halló, ég er að uppfæra tölvuna mína þessa daganna, móðurborðið mitt er MSI 870-C45 og núverandi örgjörvinn er AMD Athlon II X2 260 3,2ghz dual core. Ég er búinn að vera að skoða örgjörva á heimasíðunum hjá öllum þessum tölvubúðum og þeir virðast bara vera með quad core sem þurfa am3+ socket, en móðurborðið mitt er bara með am3, hvar get ég keypt quad core sem höndlar einhverja leiki ágætlega og fittar í þetta móðurborð?
Skjámynd

Maddas
Fiktari
Póstar: 79
Skráði sig: Sun 22. Júl 2012 14:04
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða örgjörva mæliði með?

Póstur af Maddas »

Það er ekki mikið í boði fyrir þig ef þú vilt kaupa nýjan örgjörva, frekar að einhver hérna á vaktinni eigi phenom II örgjörva til að selja þér. Annars bara að uppfæra í AM3+ eða intel. Gætir farið í FX-6300 og eitthvað sæmilegt borð fyrir undir 40k.
Svara