Sælir allir saman.
Ég fjárfesti í nýjum LG G2 síma fyrir rétt rúmum tveimur vikum síðan, en varð síðan fyrir þín bévítans óláni í kvöld að það helltist yfir hann vökvi. Þetta var reyndar örlítið magn, en núna heyrist aðeins í hátalaranum á símanum á lægsta styrk sem og að þegar þú talar í símann að þá heyrist aðeins í viðmælandanum á lægsta styrk.
Hvað tryggingamál varðar, þá var ég að velta því fyrir mér hvort þið vissuð hvort tjón sem þetta væri undir einhverjum kringumstæðum bætt? Heimilistryggingin er F+ nr. 2 ásamt innbúskaskótryggingu. Í tryggingaskilmálunum er þess hvergi getið að vökvatjón fyrirgeri rétti til bóta - en það er hins vegar það sem maður hefur heyrt í tíma og ótíma að vökvaskemmdir séu aldrei tryggðar (nema með sérstökum tryggingum þess efnis).
Vitið þið eitthvað um hvernig þessum málum er háttað? Allar ábendingar eru afskaplega vel þegnar.
Kkv.,
w8a
2ja vikna gamall LG G2 sími og vökvatjón
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 7
- Skráði sig: Fim 27. Mar 2014 14:36
- Staða: Ótengdur
Re: 2ja vikna gamall LG G2 sími og vökvatjón
ég Lendi í að brjóta skjáinn minn á LG G2 síðustu helgi og fór með hann í tryggingar. Sjálfsábyrgðin var 27 þúsund hjá mér og ég fékk þetta lagt inn á mig samdægurs. eini munurinn hjá mér núna var með 32 fór í 16 gb síma grædddi meira segja 120 krónur á því
Re: 2ja vikna gamall LG G2 sími og vökvatjón
Hérna er brjáluð hugmynd: Talaðu við tryggingafélagið þitt og spurðu þá að þessu.
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
-
- has spoken...
- Póstar: 187
- Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
- Staða: Ótengdur
Re: 2ja vikna gamall LG G2 sími og vökvatjón
mind. blown.Swooper skrifaði:Hérna er brjáluð hugmynd: Talaðu við tryggingafélagið þitt og spurðu þá að þessu.
-Cheng
Re: 2ja vikna gamall LG G2 sími og vökvatjón
beggi83:
mætti ég spyrja þig hjá hverjum þú ert með tryggingarnar þínar?
mætti ég spyrja þig hjá hverjum þú ert með tryggingarnar þínar?
Re: 2ja vikna gamall LG G2 sími og vökvatjón
venjuleg heimilistrygging á að dekka svona! Tm gerir það alla vega
Re: 2ja vikna gamall LG G2 sími og vökvatjón
Ég veit að þetta er hugsanlega of seint en... Slökktu á símanum.
Þegar það fer vökvi á raftæki (sem eru ekki hönnuð til að þola það) þá áttu að slökkva á þeim og leyfa þeim að þorna. Fínt að setja í skál með hrísgrjónum þar sem þau draga í sig raka og á heitan stað.
Gefa tækinu 1-2 daga og sjá svo til.
Það getur vel verið að þetta lagist hjá þér ef þú gerir þetta núna (jafnvel ef þú gerir þetta ekki, hátalarar eru viðkvæmir fyrir vökva en eru samt ekkert endilega að eyðileggjast, verða bara wonky).
Ef vökvinn er eitthvað annað en vatn þá ætti að skola tækið eftir að þú tekur rafhlöðuna úr því.
Þegar það fer vökvi á raftæki (sem eru ekki hönnuð til að þola það) þá áttu að slökkva á þeim og leyfa þeim að þorna. Fínt að setja í skál með hrísgrjónum þar sem þau draga í sig raka og á heitan stað.
Gefa tækinu 1-2 daga og sjá svo til.
Það getur vel verið að þetta lagist hjá þér ef þú gerir þetta núna (jafnvel ef þú gerir þetta ekki, hátalarar eru viðkvæmir fyrir vökva en eru samt ekkert endilega að eyðileggjast, verða bara wonky).
Ef vökvinn er eitthvað annað en vatn þá ætti að skola tækið eftir að þú tekur rafhlöðuna úr því.