Er ekki hægt að útbúa svona vatnkælingar system, svona "einskonar hringrás", þannig að vatnið komi inní kassann úr krana, kælir psu, kælir cpu, kælir skjákortið, kælir chipsettið, svo út aftur í niðurfallið? Ég veit að þetta er pínu langsótt, en er þetta ekki málið, rennandi vatn, ískalt.
Það er vel gerandi.En það er ekki gott að nota kranavatn þar sem það hefur svo mikið að steinefnum og öðru drasli.Svo þarf þá líka að einangra moboið þar sem vatnið er kaldara en lofthiti og myndi mynda raka.En þetta hefur verið gert.Er búin að tína linknum.Yrði nokkuð ódýrt þar sem það þarf bara waterblock,enga dælu eða rad.
já, sko, ég veit að það er eitthvað til í ofnalögnum sem á að hindra svona að drulla (kalk og steinefni) setjist innaná rörinn, það er alveg eitthvað svoleiðis í nýjum ofnalögnum, þetta er alveg þekkt vandmál hjá gömlum húsum, þar sem ofnalaggnir stýflast af þessu jukki.
ég er nú með eina gamla hérna (266mhz) væri gaman að reyna þetta, svo langar mér að prufa að smíða svona-fiskibúr og fylla af olíu, kíki á þetta eftir próf, er alveg fullt af gera hjá mér núna get nefnilega fengið hjálp frá járnsmiði og rafvirkja og pípulagningamanni, ef ég skyldi stranda á þessu,
Þetta með olíuna virkar ekki alveg þar sem diode munu springa í olíunni nema þú einangrir þá með siliconi en getur samt gerst.Skrítið með það þar sem þeir eru fylltir með olíu allavega þú lætur okkur vita með gang mála og ef það er eitthvað sem ég get hjálpað með þá er bara að spyrja
ég á 2 tölvur... þessi sem ég nota núna er amd 800, en þessi litla dolla er intel (pentium2 með mmx (man hvað þetta var flott þá)) ég man ekki hvaða slot þetta var, örrinn er svona frekar stór kassi (svartur) sem fer eins og í rauf á móbóinu, (svipað og að stinga einhverju í pci rauf).
Nei var að spá með festingar fyrir waterblockið.Kortið þarf ekki að vera vatnhelt þar sem vatnið kemur ekki við örran nema þú ætlir að fara í direct die kælingu en það er annað.Vatnið er bara inní kæliplötunni oftast úr eir(kopar) eða ál
jú, utan um svarta kassan kemur svaka heatsink og einhver pínu vifta.
Ýmindaðu þér þarna spjaldið sem þú linkaðir á áðan, byggðu svartan kassautan um það, láttu svo á það stórt heatsink sem coverar alla aðra hliðna og svona einhver pínu litla viftu á því þá ertu kominn með þetta.