Mála sprauta rúlla bíl [bílasprautarar sameinist!]

Allar tengt bílum og hjólum
Svara
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Mála sprauta rúlla bíl [bílasprautarar sameinist!]

Póstur af Sallarólegur »

Sælir.

Er með bíl sem er búið að pússa alveg niður og byrjað að grunna. Tek allt ryð og sparsla og grunna svo yfir.

Planið var að sprauta bílinn, en það hefði verið gert eins ódýrt og hægt væri, en bíllinn kostaði undir 200 þ.

Eftir smá gúggl er ég farinn að hallast að því að rúlla bílinn, er búinn að sjá menn gera þetta ansi vel, og á um 10-30% af kostnaðinum við það að sprauta sjálfur. Ætli það endi ekki í 1-2% af því sem það myndi kosta að láta sprauta bílinn.

Planið var alltaf að gera hann svartan eins og hann er original, inni í fölsum og slíkt. Mér er sama þótt ég nái ekki sama litakóða, bara að hann líti þokkalega út og hann ryðgi ekki.

Gróft plan, hafa menn eitthvað út á þetta að setja? Er ekki hægt að finna svona rustoleum málningu í Byko? Hvernig grunn á að taka? Borgar sig að taka glæru yfir?

1. Grunna bílinn, pússa með 300-600 pappír, hita rýmið eins og ég get
2. Þynna rustoleum málningu 50/50
3. Taka eina umferð með svamprúllu og hárblásara til þess að losna við loftbólur
4. 6-12 klst seinna pússa niður með 400 vatns pappír
5. Þrífa bílinn og taka aðra umferð
6. 6-12 klst seinna pússa niður með 400 vatns pappír
7. Þrífa bílinn og taka þriðju umferð
8. 6-12 klst seinna pússa niður með 6000 vatns pappír
9. Taka fjórðu umferð
10. 6-12 klst seinna pússa niður með 1000 eða 1500 vatns pappír

Svo annaðhvort að glæra, eða bara massa beint :?:

Eru menn sem eru að læra í Borgó eitthvað að taka svona djobb að sér til að æfa sig? Þetta er E34 BMW, kannski að einhver hefði áhuga á því, fyrst það er búið að taka alla undirvinnu.
Last edited by Sallarólegur on Mán 24. Mar 2014 03:02, edited 1 time in total.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Mála sprauta rúlla bíl [bílasprautarar sameinist!]

Póstur af vesley »

Hugsa að það sé margfalt fallegra að skúrasprauta bílinn frekar en að rúlla hann,
flestir þekkja nú eitthvern sem kann að beita sprautukönnu að einhverju leyti.

Hef séð fullt af bílum sem eru skúrasprautaðir og kemur það oft alveg rosalega vel út.
massabon.is
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mála sprauta rúlla bíl [bílasprautarar sameinist!]

Póstur af Sallarólegur »

Gleymdi að láta þetta fylgja með. Málningin sem mér var ráðlögð ef ég skyldi bílskúrssprauta bílinn kostar um 60-100þ. eftir því hvað ég kaupi mikið, þá þarf líka að nota herði og þynni.

Ef ég kaupi alvöru bílalakk í Poulsen kosta 3,5L um 150 þ. með glæru og primer.

Rúllun myndi líklega kosta um 20-30 þ. og það er lygilegt hvað það er hægt að ná þessu góðu, horfið alveg í endann:

Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Mála sprauta rúlla bíl [bílasprautarar sameinist!]

Póstur af audiophile »

Fæst Rustoleum einhversstaðar á Íslandi?
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Mála sprauta rúlla bíl [bílasprautarar sameinist!]

Póstur af Squinchy »

Já, húsasmiðjan er með rustoleum
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Mála sprauta rúlla bíl [bílasprautarar sameinist!]

Póstur af axyne »

Gríðalega tímafrekt er það ekki ef þú ert að taka allann bílinn er það ekki?
Electronic and Computer Engineer
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mála sprauta rúlla bíl [bílasprautarar sameinist!]

Póstur af Sallarólegur »

Jú, mjög tímafrekt... spurning hvað það myndi kosta að láta sprauta bíl sem er búið að grunna
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Staða: Ótengdur

Re: Mála sprauta rúlla bíl [bílasprautarar sameinist!]

Póstur af oskar9 »

Sallarólegur skrifaði:Jú, mjög tímafrekt... spurning hvað það myndi kosta að láta sprauta bíl sem er búið að grunna
Það er að færast í aukana að menn sem sprauta bíla vilji ekki fá bílana "preppaða" frá eiganda eða öðrum, menn ætla alltaf að spara og pússa niður sjálfir og láta svo sprautarann mála yfir það en svo rjúka menn öskuillir í sprautarann ef lakkið byrjar að flagna eða lýtur illa út og átta sig ekki á því að sprautuvinna er 85% undirbúningur, flestir sem ég þekki í þessum sprautubransa vilja fá bílana til sín óunna og taka ekki í mál að eigandinn pússi hann niður sjálfur eða grunni
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Mála sprauta rúlla bíl [bílasprautarar sameinist!]

Póstur af Black »

oskar9 skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Jú, mjög tímafrekt... spurning hvað það myndi kosta að láta sprauta bíl sem er búið að grunna
Það er að færast í aukana að menn sem sprauta bíla vilji ekki fá bílana "preppaða" frá eiganda eða öðrum, menn ætla alltaf að spara og pússa niður sjálfir og láta svo sprautarann mála yfir það en svo rjúka menn öskuillir í sprautarann ef lakkið byrjar að flagna eða lýtur illa út og átta sig ekki á því að sprautuvinna er 85% undirbúningur, flestir sem ég þekki í þessum sprautubransa vilja fá bílana til sín óunna og taka ekki í mál að eigandinn pússi hann niður sjálfur eða grunni

Þekki mörg svona dæmi! ;)
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |

Pascal
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fös 30. Júl 2010 22:42
Staða: Ótengdur

Re: Mála sprauta rúlla bíl [bílasprautarar sameinist!]

Póstur af Pascal »

Hef nu heyrt að sumir leyfa að pussa niður, en fara þa yfir það og bæta það ef þess þarf. En flestir sem vilja fa þa i heilu lagi og ekkert buið að gera við þa
Svara