Ljósveita Mílu = bættari ADSL tenging?

Svara
Skjámynd

Höfundur
zetor
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Staða: Ótengdur

Ljósveita Mílu = bættari ADSL tenging?

Póstur af zetor »

Í pdf skjali (Verkáætlun landsbyggðar 2014) frá Mílu, stendur eftirfarandi: " Um er að ræða þjónustu frá símstöðvum, og verður þjónustan í boði fyrir þá sem eru innan við 1.000 metra línum. Þeir sem eru á lengri línum en 1.000 metrar, fá flestir bætta ADSL- og sjónvarpsþjónustu."

Hvað þýðir þetta nákvæmlega, hvað felst í bættari ADSL- og sjónvarpsþjónustu.?

Ég er 2,4 km frá símstöð...er með HD myndlykil frá Símanum sem virkar þokkalega en
þó stöku sinnum frýs myndin í stutta sund. Mun það lagast hjá mér?

Hver er vel að sér í þessu hérna á vaktinni?
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Ljósveita Mílu = bættari ADSL tenging?

Póstur af AntiTrust »

Líklega þýðir það að þá sé búið að skipta út ASAM fyrir ISAM símstöðvar/DSLAMs og þar af leiðandi meiri bitahraði mögulegur (12mbps en ekki 8) og hugsanlega fleiri sjónvarpsrásir.

Þetta þarf þó ekki endilega að breyta neinu varðandi línugæðin sem slík.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Manager1
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Ljósveita Mílu = bættari ADSL tenging?

Póstur af Manager1 »

Ég var í þessum pælingum líka um daginn. Ég bý 1.8km frá símstöð og sá sem ég talaði við hjá þjónustuveri símans sagði að ljósnetið yrði svo östöðugt hjá mér að það yrði með öllu ónothæft.

Hann sagði semsagt að ástæðan fyrir því að ljósnetið væri ekki tengt meira en 1km frá símstöð væri sá að netið yrði of óstöðugt þegar komið er uppfyrir 1km, þannig að það kemur mér á óvart að Míla sé að gefa í skyn að þeir sem eru meira en 1km frá símstöð eigi möguleika á ljósneti.

Nema gæjinn í þjónustuverinu viti ekkert hvað hann er að tala um...
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"
Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2259
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Ljósveita Mílu = bættari ADSL tenging?

Póstur af Plushy »

Manager1 skrifaði:Ég var í þessum pælingum líka um daginn. Ég bý 1.8km frá símstöð og sá sem ég talaði við hjá þjónustuveri símans sagði að ljósnetið yrði svo östöðugt hjá mér að það yrði með öllu ónothæft.

Hann sagði semsagt að ástæðan fyrir því að ljósnetið væri ekki tengt meira en 1km frá símstöð væri sá að netið yrði of óstöðugt þegar komið er uppfyrir 1km, þannig að það kemur mér á óvart að Míla sé að gefa í skyn að þeir sem eru meira en 1km frá símstöð eigi möguleika á ljósneti.

Nema gæjinn í þjónustuverinu viti ekkert hvað hann er að tala um...
Því lengra sem það fer yfir 1km, því óstöðugra og slitróttra verður það. Þegar það fer yfir x lengd er eflaust betra að vera bara með ADSL. Hvort viltu stöðuga ADSL tengingu eða slitrótta VDSL tengingu sem dettur út oft á dag.

Eins og Antitrust segir er eflaust verið að bjóða þeim sem eru of langt frá símstöð fyrir ljósnet upp á betri ADSL tengingu en þeir voru með.
Last edited by Plushy on Þri 04. Mar 2014 15:47, edited 1 time in total.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósveita Mílu = bættari ADSL tenging?

Póstur af Sallarólegur »

Ég bý í Reykjavík og er um 1,5 km. frá símstöð, en þeir lögðu ljósnetið í götuskápinn fyrir neðan götuna mína sem er um 300m í burtu, svo ég næ í kringum 90Mb synci.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Höfundur
zetor
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Staða: Ótengdur

Re: Ljósveita Mílu = bættari ADSL tenging?

Póstur af zetor »

AntiTrust skrifaði:Líklega þýðir það að þá sé búið að skipta út ASAM fyrir ISAM símstöðvar/DSLAMs og þar af leiðandi meiri bitahraði mögulegur (12mbps en ekki 8) og hugsanlega fleiri sjónvarpsrásir.

Þetta þarf þó ekki endilega að breyta neinu varðandi línugæðin sem slík.
Ég fékk svar frá Mílu og þetta er einmitt svona.

,, Þetta felur sem sagt í sér að viðskiptavinir fá aðgang að fleiri sjónvarpsstöðvum þ.m.t. HD stöðvum. Auk þess sem að á sumum stöðum hækkar hámarkshraðinn úr 8 Mb/s í 12 Mb/s."
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ljósveita Mílu = bættari ADSL tenging?

Póstur af Jón Ragnar »

zetor skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Líklega þýðir það að þá sé búið að skipta út ASAM fyrir ISAM símstöðvar/DSLAMs og þar af leiðandi meiri bitahraði mögulegur (12mbps en ekki 8) og hugsanlega fleiri sjónvarpsrásir.

Þetta þarf þó ekki endilega að breyta neinu varðandi línugæðin sem slík.
Ég fékk svar frá Mílu og þetta er einmitt svona.

,, Þetta felur sem sagt í sér að viðskiptavinir fá aðgang að fleiri sjónvarpsstöðvum þ.m.t. HD stöðvum. Auk þess sem að á sumum stöðum hækkar hámarkshraðinn úr 8 Mb/s í 12 Mb/s."

3G netið er hraðara en ADSL. Það segir ýmislegt um þessa tækni :face

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Hect00r
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Sun 12. Ágú 2012 17:12
Staða: Ótengdur

Re: Ljósveita Mílu = bættari ADSL tenging?

Póstur af Hect00r »

Sallarólegur skrifaði:Ég bý í Reykjavík og er um 1,5 km. frá símstöð, en þeir lögðu ljósnetið í götuskápinn fyrir neðan götuna mína sem er um 300m í burtu, svo ég næ í kringum 90Mb synci.
Ég væri til í screenshot af því ..... :8)
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósveita Mílu = bættari ADSL tenging?

Póstur af Sallarólegur »

Hect00r skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Ég bý í Reykjavík og er um 1,5 km. frá símstöð, en þeir lögðu ljósnetið í götuskápinn fyrir neðan götuna mína sem er um 300m í burtu, svo ég næ í kringum 90Mb synci.
Ég væri til í screenshot af því ..... :8)
Verði þér að því
94
94
Zhone 94 Mb.PNG (33.85 KiB) Skoðað 1257 sinnum
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Ljósveita Mílu = bættari ADSL tenging?

Póstur af tdog »

Svo það fari ekkert á milli mála þá er DSLAM í götuskáp í VDSL en í símstöð í ADSL.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

krissi24
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Ljósveita Mílu = bættari ADSL tenging?

Póstur af krissi24 »

Sallarólegur skrifaði:
Hect00r skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Ég bý í Reykjavík og er um 1,5 km. frá símstöð, en þeir lögðu ljósnetið í götuskápinn fyrir neðan götuna mína sem er um 300m í burtu, svo ég næ í kringum 90Mb synci.
Ég væri til í screenshot af því ..... :8)
Verði þér að því
Zhone 94 Mb.PNG
Hehe, vinkona mín er með mjög svipaðar tölur eins og screenshot-ið sýnir á VDSL-inu hjá sér. Það skrítna við það að ég bý mjög svipað frá símstöð og hún en samt sem áður er ég einungis með um 45mbit/s down og um 22mbit/s up :/, Ég hugsa að við séum bæði tengd í sömu símstöð? Og ætli það sé búið að VDSL uppfæra búnaðinn götuskápum hér í Reykjanesbæ? Erum einnig bæði í viðskiptum við Vodafone....
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósveita Mílu = bættari ADSL tenging?

Póstur af Sallarólegur »

krissi24 skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
Hect00r skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Ég bý í Reykjavík og er um 1,5 km. frá símstöð, en þeir lögðu ljósnetið í götuskápinn fyrir neðan götuna mína sem er um 300m í burtu, svo ég næ í kringum 90Mb synci.
Ég væri til í screenshot af því ..... :8)
Verði þér að því
Zhone 94 Mb.PNG
Hehe, vinkona mín er með mjög svipaðar tölur eins og screenshot-ið sýnir á VDSL-inu hjá sér. Það skrítna við það að ég bý mjög svipað frá símstöð og hún en samt sem áður er ég einungis með um 45mbit/s down og um 22mbit/s up :/, Ég hugsa að við séum bæði tengd í sömu símstöð? Og ætli það sé búið að VDSL uppfæra búnaðinn götuskápum hér í Reykjanesbæ? Erum einnig bæði í viðskiptum við Vodafone....
Ljósnetið er bara selt sem 50Mb niður og 25Mb upp, sama hvaða sync þú færð.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

krissi24
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Ljósveita Mílu = bættari ADSL tenging?

Póstur af krissi24 »

hún er nú samt sem áður að fá hraða á bilinu 65mbit/s down og 32mbit/s up :p, ég fæ á bilinu 37mbit/s down og 20mbit/s up.... Búum bæði í einbýlishúsm sem eru byggð nákvæmlega sama árið. Og erum bæði með svipað 40´s NID box hehe.
Skjámynd

Xberg
has spoken...
Póstar: 158
Skráði sig: Sun 12. Feb 2012 02:16
Staða: Ótengdur

Re: Ljósveita Mílu = bættari ADSL tenging?

Póstur af Xberg »

krissi24 skrifaði:hún er nú samt sem áður að fá hraða á bilinu 65mbit/s down og 32mbit/s up :p, ég fæ á bilinu 37mbit/s down og 20mbit/s up.... Búum bæði í einbýlishúsm sem eru byggð nákvæmlega sama árið. Og erum bæði með svipað 40´s NID box hehe.
Spes :-k
Eru þið með sömu tegund af router ?

Ertu búin að prófa skipta um allar snúrur: Símasnúru frá vegg í router + Netsnúru/ur

Líka alltaf best að mæla á http://www.speedtest.net og á netsnúru ekki wifi, eða bara bæði.
Pc 1: CPU: FM1 X4 A6-3650 Quad@2.6.GHz * Cooling: 92.mm 2x4.pipe * Móbo: FM1 GA-A75-D3H * 8GB DDR3 1600MHz 2x4GB * 120GB SSD * 40" FuLL HD
PC 2: CPU: AM3+ X8 FX-8350@4.2.GHz * Cooling: 2x120mm 2x6.pipe * Móbo: AM3 GA-970A-UD3 * 16GB DDR3 1600MHz 2x8GB * 120GB SSD + 4x2.Tb * 5x 120.mm Fans
Skjámynd

krissi24
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
Staðsetning: RNB
Staða: Ótengdur

Re: Ljósveita Mílu = bættari ADSL tenging?

Póstur af krissi24 »

Xberg skrifaði:
krissi24 skrifaði:hún er nú samt sem áður að fá hraða á bilinu 65mbit/s down og 32mbit/s up :p, ég fæ á bilinu 37mbit/s down og 20mbit/s up.... Búum bæði í einbýlishúsm sem eru byggð nákvæmlega sama árið. Og erum bæði með svipað 40´s NID box hehe.
Spes :-k
Eru þið með sömu tegund af router ?

Ertu búin að prófa skipta um allar snúrur: Símasnúru frá vegg í router + Netsnúru/ur

Líka alltaf best að mæla á http://www.speedtest.net og á netsnúru ekki wifi, eða bara bæði.
Hún er með ,,eldri" gerðina af Zhone, semsagt þennan kassalagaða, Ég er með þennan nýja Zhone router sem er sérstaklega hannaður fyrir VDSL að mér skilst, sem fór í umferð fyrir stuttu. Hann er einnig með nýjasta firmware-inu, Ég fékk hann í lokuðum umbúðum semsagt glænýjan þannig að ég geri ráð fyrir að bæði símsnúra og straumbreytir hafi verið glænýtt einnig :p Það er einnig búið að mæla línuna hjá mér og hún er mjög fín og stabíl, Er með svarta filterinn í inntaki þannig að DSL og tal fer ekki um sama parið að símdós, svo er 2faldur modulartengill. Ég er með nokkur tæki og þau eru nánast öll snúrutengd nema 3 þeirra. Hef prófað að tengja router beint við inntak og sleppa að hafa heimasímann en það kemur samt sem áður þessi hraði :p En auðvitað er ég alls ekki ósáttur við þennan hraða :) Finnst bara soldið skrítið að hún sé að fá nánast ,,ljósleiðarahraða" í sync-inu og við búum á svipuðum stað þú skilur :p
Svara