Smá vandamál með stafi sem hafa kommu

Svara

Höfundur
sirkus
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Þri 04. Jan 2011 18:58
Staða: Ótengdur

Smá vandamál með stafi sem hafa kommu

Póstur af sirkus »

Windows tók allt í einu upp á því að þegar maður ætlar að gera "í" (og alla aðra stafi sem hafa kommu), þá kemur þetta "´´i", er búinn að vera reyna finna þetta á netinu en ekkert fundið ennþá.

Er með :
W7 pro
Office 2013
og fleirri forrit.



Einhverjar hugmyndir hvað þetta gæti verið ?
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Smá vandamál með stafi sem hafa kommu

Póstur af upg8 »

prófaðu að ýta á alt+shift þegar þetta gerist, hugsanlegt að þú hafir skipt um tungumála layout á lyklaborðinu og ef þú ert inní tilteknu forriti þegar þú gerir það, þá gerist það ekki system-wide heldur bara í tilteknu forriti.

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Smá vandamál með stafi sem hafa kommu

Póstur af dori »

Er þetta svona í öllum forritum? Þú ert pottþétt með stillt á íslenskt lyklaborð?

Annars hef ég séð að keyloggerar geta valdið þessu dæmi. Ekkert endilega ástæða til paranoju en ég myndi allavega hafa það í huga og skanna tölvuna þokkalega ef það er ekki önnur augljósari ástæða.

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Smá vandamál með stafi sem hafa kommu

Póstur af kjartanbj »

mögulegt að þú sért með Keylogger vírus , eða einhver sett upp Keylogger á tölvunni hjá þér, prufaðu að opna task manager og vera með notepad opið líka og byrjaðu á að killa processum sem þú þekkir ekki og reyndu að gera kommustafi inn á milli í notepad, sjáðu hvort það lagist ekki við að killa einhverju processinu
Skjámynd

svensven
spjallið.is
Póstar: 445
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Staða: Ótengdur

Re: Smá vandamál með stafi sem hafa kommu

Póstur af svensven »

Keyrðu ComboFix á vélina, það lagar þetta.

Hérna eru nánari upplýsingar um hvað er að http://www.bleepingcomputer.com/forums/ ... t-problem/" onclick="window.open(this.href);return false;
Og hérna er svo linkur á ComboFix http://www.bleepingcomputer.com/download/combofix/" onclick="window.open(this.href);return false;
Svara