áhugamenn um hljómtæki?


Höfundur
stankonia
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Fim 29. Jan 2009 23:59
Staða: Ótengdur

áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af stankonia »

Daginn

Eru einhverjir áhugamenn um alvöru hljómtæki hér inni? :) ég er að skoða að uppfæra heimabíóið hjá mér yfir í eitthvað sem hentar betur fyrir tónlist, verður þó að ganga með sjónvarpinu líka.

ég er núna með svona kit dæmi, http://www.trustedreviews.com/panasonic ... tem_review" onclick="window.open(this.href);return false;, sem virkar fínt fyrir bíó en er ekki alveg að ganga upp eftir að við fengum okkar vinyl spilarann. Ég hugsa að ég myndi bara byrja á tveimur fram-hátölurum og magnara og eiga svo möguleikann á að bæta við seinna meir.

Er hægt að gera þetta almennilega fyrir 250þús? þá með magnara sem hefur einhvern slatta af hdmi tengjum og einhvern stream möguleika (air og wifi), sem kannski er hægt að útfæra með öðrum tækjum, og svo góðum tónlistar hátölurum.

Ég er ekki búinn að fara í verslanirnar að hlusta, tjékkaði reyndar á þessum http://ht.is/product/200w-golfhatalarar" onclick="window.open(this.href);return false; og leist ágætlega á. Er einhver hér með reynslu af hátölurum og magnara sem væri sniðugur sem væri vert að skoða?

kv. Kalli
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af audiophile »

Hef ekki skoðað þessa hátalara en get eindregið mælt með þessum http://www.elko.is/elko/is/vorur/Heimab ... etail=true" onclick="window.open(this.href);return false; Þeir eru líka aðeins ódýrari á 120þ parið. Fá mjög góða dóma í umfjöllunum.
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af jonsig »

Hugsa að yamaha loud speakers séu ekki slæmir. Yamaha eru að standa sig mjög vel alltaf og me quality controlið yfirleitt í lagi. En....


Ég mæli með að þú chekkir á martin logan motion hátölurum í hljóm sýn . Og kaupir gamla denon avr 3802 magnarann minn á 20þúsund :) ég er alltaf meir og meir þeirrar skoðunnar að aldur magnara skiptir ekki lengur máli heldur karakterinn , og jú svo vilja margir nýjustu fítusana sem úreldast og eru ekki tímalausir.

http://www.bestbuy.com/site/martinlogan ... Id=4876262" onclick="window.open(this.href);return false;

þeir eru hybrid electrostat, kosta aðeins meira kannski en maður vill hafa þennan hlut í lagi :) en þú reddar þessu með að nota notaðan magnara . Ég mæli ekki með marantz fyrir martin logans ( á 3x marantz amps) heldur frekar yamaha eða eldri týpur af denon. Til að draga fram þetta natural hljóð.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af oskar9 »

Ég er með DALI Concept 6 í stofunni og DALI zensor 3 sem bakhátalara fyrir myndinar keyri þá í gegnum YAMAHA RX-A830 og ég gæti ekki verið sáttari.

DALI eru svo náttúrulegir og tærir en ef þú ert að leita að meira punchi þá eru þeir ekki fyrir þig, nema þú sért með bassabox líka.
Félagi minn er með eitthvað JBL kerfi hjá sér, tvo gólfhátalara og einn miðjuspeaker og mér finnst það rosalega muddy miðað við DALI, bassinn er of mikill og restin sker sig of lítið út, þeir henta vel með þessari drasl popptónlist sem er spiluð á FM-957 and thats it.

Planið er að fara í bassabox með DALI kerfinu en ég hef ekki fundið þörf á því enþá, þeir standa sig vel í bíómyndunum þó að þeir séu ekki að hrista kofann í sundur.

en þegar maður skellir Pink Floyd eða The Eagles á vínilinn þá dettur maður í himnaríki, þeir eru svo tærir og jafnir og maður heyrir gjörsamlega allt.

DALI eru að vísu hættir að gera CONCEPT línuna en þeir eru með margar línur í gangi á öllum verðum svo þú ættir að finna eitthvað fyrir þinn smekk.

Með Magnara þá veit ég ekki hvernig þessi YAMAHA sem ég er með er að standa sig samanborið við aðra, hvort hann sé eitthvað að lita eða slíkt, ég er allavegna mjög sáttur við hann og hann er með öllum þeim tengjum og fídusum sem ég gæti þurft að nota
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af jonsig »

Já, mest af þessum hátölurum í dag virðast þurfa subwoofer .

En það kæmi þér á óvart hversu oft þetta er bara spurning um combo! Persónulega finnst mér martin logan og marantz ekki flott sounding combo í samanburði við martin logan með denon eða yamaha ! Allt osom magnarar .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

Höfundur
stankonia
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Fim 29. Jan 2009 23:59
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af stankonia »

Gleymdi að taka það fram að þetta þarf að líta vel út, annars samþykkir konan þetta aldrei. Ég er búinn að skoða ns-777 í elko en ég ákvað að prófa ekki að hlusta á þá þar sem þeir eru alltof stórir (algjörir tröllahátalarar).

Ætla fara í hljómsýn og heimilistæki eftir helgi og hlusta. Ég ætla alla vega að skoða einhvern hdmi magnara þar sem tv-ið mitt hefur bara 3 inn

Takk fyrir þetta
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af jonsig »

Það er kannski ekkert sniðugt að fá að hlusta á martin logan , það kostar fólk oft mörg hundruð þúsunda .

Paradigm (sömu eigendur) kosta aðeins minna . Hefði haldið að Yamaha´inn sé bang for the buck
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

astro
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Lau 07. Jan 2006 02:16
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af astro »

Ég stúderaði þetta mikið þegar ég uppfærði mig úr mínu Harman Kardon satellite kerfi.

Endaði í:
Yamaha NS-777 fyrir framhátalara
Yamaha NSC-444 miðju
og
Yamaha RX-A1020 magnara

Geðveikt kerfi :)

Ath það er líka hægt að fá minni hátalara en NS-777 þeir heita NS-555 og eru þrusu fínir.
Fractal Design Meshify C * MSI Z170A Tomahawk AC * Intel Core i7-6700 * 16GB Corsair Vengeance LPX 3200Mhz * Zotac GTX1080 AMP Extreme * 240GB Samsung Evo 850 SSD MASTER * 120GB Corsair SSD SLAVE * 3x2TB SG Barracuda HDD SLAVE* Noctua NH-C12P SE14

Höfundur
stankonia
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Fim 29. Jan 2009 23:59
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af stankonia »

Líst einmitt mjög vel á þetta yamaha setup hjá þér en ég kæmi þessu bara ekki fyrir, ætla skoða 555 það væri ekki verra að vera ánægður með þá þar sem þeir eru mjög ódýrir
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af jonsig »

stankonia skrifaði:Líst einmitt mjög vel á þetta yamaha setup hjá þér en ég kæmi þessu bara ekki fyrir, ætla skoða 555 það væri ekki verra að vera ánægður með þá þar sem þeir eru mjög ódýrir
En hafa verður í huga að eitt gengur ekki yfir alla hérna . Smekkur spilar rosalega mikið inní , kíktu í búðir og fáðu að hlusta á tækin og fáðu að hlusta á þau í því volume´i sem þú mundir halda að þú mundir hlusta mest á þetta . Sumir hátalarar/magnarar drulla einfaldlega á sig í low volumes .

Finnst leiðindar kækur hjá td sölumönnum hjá sjónvarpsmiðstöðinni að hækka dótið í botn og halda að maður verði dolfallinn við það eitt að sjá að græjurnar búa til hellings hávaða .

Ég skil alveg fílinginn að hoppa útí búð og kaupa allt nýtt en ég mæli með að þú chekkir á notuðum mögnurum , jafnvel kaupa notaða hátalara á bland. Veit að þetta hljómar ekki vel en hátalarar eru hlutir sem geta enst í tugi ára þannig að þeir þurfa ekki að vera nýjir. Vandaðir magnarar geta performað flott í 15-20ár .

OG EKKI KAUPA DÝRA hátalaravíra það er ljótasta þvælan í audiophileismanum . OFC (oxigen free copper) vinnur verkið . 150kr meterinn í miðbæjarradíó .

Og mundu þegar það er reynt að þvæla inná þig "öflugum magnara" þá þarf 10x meiri orku til að tvöfalda hljóðstyrkinn :) þannig ef þú vilt fá helmingi hærri tónlist úr 40W magnaranum þínum þá þarftu 400W magnara í verkið . Gamla hugsjónin var að vanda þessi "fáu" wött sem magnarar afköstuðu og ekki voru hátalarar mikið minni í gamla daga !.

þú getur pm´að mig ef þú vilt ef þig vantar einhverjar upplýsingar .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af jonsig »

Munurinn á 90W magnara og 100W eru 0.5dB XD

Decibel Gain = 10×Log10(finalpower/initialpower)
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af Gislinn »

jonsig skrifaði:*snip* Og mundu þegar það er reynt að þvæla inná þig "öflugum magnara" þá þarf 10x meiri orku til að tvöfalda hljóðstyrkinn :) þannig ef þú vilt fá helmingi hærri tónlist úr 40W magnaranum þínum þá þarftu 400W magnara í verkið .*snip*.
<rant>
Þetta statement er orðið svo þreytt. Með tvöföldun á styrk (í vöttum) magnarans færðu fræðilega aukningu hávaðans um 3 dB, fjórföldun styrks gefur þér um 6 dB aukningu hávaða og tíföldun styrks magnarans gefur þér um 10dB í aukningu hávaðans.

Ef þú ert ósáttur með það sem ég skrifa hér þá skaltu í það minnsta skilgreina í hvaða einingu þú vilt mæla hljóðstyrk.

Einnig þá er helmingi hærri tónlist (1.5x) ekki það sama og tvöfalt hærri tónlist (2x).

</rant>
:fly
common sense is not so common.

Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af Garri »

oskar9 skrifaði:Ég er með DALI Concept 6 í stofunni og DALI zensor 3 sem bakhátalara fyrir myndinar keyri þá í gegnum YAMAHA RX-A830 og ég gæti ekki verið sáttari.

DALI eru svo náttúrulegir og tærir en ef þú ert að leita að meira punchi þá eru þeir ekki fyrir þig, nema þú sért með bassabox líka.
Félagi minn er með eitthvað JBL kerfi hjá sér, tvo gólfhátalara og einn miðjuspeaker og mér finnst það rosalega muddy miðað við DALI, bassinn er of mikill og restin sker sig of lítið út, þeir henta vel með þessari drasl popptónlist sem er spiluð á FM-957 and thats it.

Planið er að fara í bassabox með DALI kerfinu en ég hef ekki fundið þörf á því enþá, þeir standa sig vel í bíómyndunum þó að þeir séu ekki að hrista kofann í sundur.

en þegar maður skellir Pink Floyd eða The Eagles á vínilinn þá dettur maður í himnaríki, þeir eru svo tærir og jafnir og maður heyrir gjörsamlega allt.

DALI eru að vísu hættir að gera CONCEPT línuna en þeir eru með margar línur í gangi á öllum verðum svo þú ættir að finna eitthvað fyrir þinn smekk.

Með Magnara þá veit ég ekki hvernig þessi YAMAHA sem ég er með er að standa sig samanborið við aðra, hvort hann sé eitthvað að lita eða slíkt, ég er allavegna mjög sáttur við hann og hann er með öllum þeim tengjum og fídusum sem ég gæti þurft að nota
Er einmitt með svipað setup, nema Dali Zensor 7 í fram, Dali Zensor 1 í bak og Dali Zensor x miðju hátalara ásamt JBL ES250 söbvúfer og þetta keyrt í gegnum Yamaha RX-475 sem er með 5 HDMI tengin inn, tvö út ef ég man rétt ásamt 6 gerðum af AVI.

Stilli crossoverið fyrir söbban í magnaranum á 80hz og læt hann taka þannig aðeins sprengjur, drunur og aðra lágtíðni sem Zensor 7 er ekki alveg að ná að ráða við. Er að keyra þennan Söb á bak við tjaldið (er með rúmlega 2ja metra breitt tjald og Epson myndvarpa), en þrátt fyrir það þá get ég auðveldlega látið allt víbra þegar drunur eru eins og í stríðsmyndum og aktion, en allt þar fyrir ofan er ótrúlega kristaltært.. sem og tal, öfugt á við Infinity hátalarana sem ég nota nú annarstaðar í húsinu, hljóma reyndar einmitt möddí eftir að hafa hlustað á þetta kombó í bíó-inu hjá mér.

Annars voru Dali hátalaranir frekar mjóir fyrst en komu eins og hálfu ári á eftir með þrusu góðan bassa.. en þrátt fyrir það og með því að nota þá í heima bíó, þá mundi ég ekki vilja sleppa söbb. Þessi JBL er ótrúlega kraftmikið og vandað tæki, hægt að keyra hann þráðlaust þar að auki.

Höfundur
stankonia
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Fim 29. Jan 2009 23:59
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af stankonia »

Er einmitt ekkert að leitast eftir einhverjum látum. Nr 1 er að tónlistin hljómi vel en það væri auðvitað ekki verra ef það væri smá power fyrir bíóið.

Ein spurning, þegar það er tekin fram ráðlögð magnarastærð (t.d. 30-150w) skilar þá 30W magnari mér lágmarksafköstum á hátalaranum og 150 hámarks?
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af jonsig »

Gislinn skrifaði:
jonsig skrifaði:*snip* Og mundu þegar það er reynt að þvæla inná þig "öflugum magnara" þá þarf 10x meiri orku til að tvöfalda hljóðstyrkinn :) þannig ef þú vilt fá helmingi hærri tónlist úr 40W magnaranum þínum þá þarftu 400W magnara í verkið .*snip*.
<rant>
Þetta statement er orðið svo þreytt. Með tvöföldun á styrk (í vöttum) magnarans færðu fræðilega aukningu hávaðans um 3 dB, fjórföldun styrks gefur þér um 6 dB aukningu hávaða og tíföldun styrks magnarans gefur þér um 10dB í aukningu hávaðans.

Ef þú ert ósáttur með það sem ég skrifa hér þá skaltu í það minnsta skilgreina í hvaða einingu þú vilt mæla hljóðstyrk.

Einnig þá er helmingi hærri tónlist (1.5x) ekki það sama og tvöfalt hærri tónlist (2x).

</rant>
:fly
Afsakið það að ég datt í gildru næst- algengustu málfarsvillu á Íslandi .

Auðvitað er ég að tala um logaritma samband milli volume og útgangs afls ! Þú ættir því að búast við að ég væri að tala um SPL .

Og hvað er svona þreytt við þetta statement ? Nenniru að vera málefnalegur í staðin fyrir að frussa bara á mann ?
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af audiophile »

stankonia skrifaði:Líst einmitt mjög vel á þetta yamaha setup hjá þér en ég kæmi þessu bara ekki fyrir, ætla skoða 555 það væri ekki verra að vera ánægður með þá þar sem þeir eru mjög ódýrir
555 hátalararnir eru líka mjög góðir. Þeir eru töluvert nettari en 777. Flott heimabío setup væri 555 sem framhátalara, 444 miðju og 333 bak. Skella sér svo á þetta bassabox http://www.elko.is/elko/is/vorur/Heimab ... ssabox.ecp" onclick="window.open(this.href);return false; :)
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

Templar
Gúrú
Póstar: 541
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af Templar »

´g
Last edited by Templar on Sun 23. Feb 2014 15:30, edited 1 time in total.
--
Ryzen 5950X - ASRock Taichi X570 - Palit 3090 Game Rock OC - G.Skill 32GB (4x8) DDR4 3733 CL14 - Samsung 970 Pro 1TB, 970 Evo Plus 1TB - PSU Corsair AXi 860W || DAC: Schiit Modi Multibit + Dimensions of Sound Speakers - LG CX 48" OLED || Lian Li Der Bauer Edition
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af jonsig »

Þetta er ekki einu sinni svona einfalt eins og þú lýsir. Efast um að þú hafir prófað martin logan eða B&W hátalara á þessum rúnti . Svo keypturu kannski þá hátalara sem voru tengdir við heppilegasta magnarann akkúrat þarna eða sem voru í besta hljómburðs herberginu .

Hugsa að dali ´inn höfði til margra . Þannig að það kemur ekki á óvart valið hjá þér templar . En misjafn er smekkurinn .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

jonno
Ofur-Nörd
Póstar: 207
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2008 22:40
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af jonno »

Þegar Ég uppfærði síðast fór í þetta hér fyrir neðan og gæti ekki verið sáttari

setup 1

Magnari : RX-A2020 - AVENTAGE 9.2 http://usa.yamaha.com/products/audio-vi ... mode=model" onclick="window.open(this.href);return false;
Frammhátalarar : Kef Q900 http://www.kef.com/html/en/showroom/hi- ... ding/Q900/" onclick="window.open(this.href);return false;
miðja : Kef Q600c http://www.kef.com/html/en/showroom/hi- ... index.html" onclick="window.open(this.href);return false;
bakhátalarar x4 og bassi : Kef kht 3005se http://www.kef.com/html/us/showroom/hom ... index.html" onclick="window.open(this.href);return false;
sjónvarp : Samsung PS60E6500EU Smart plasma sjonvarp http://www.samsung.com/uk/consumer/tv-a ... XU-gallery" onclick="window.open(this.href);return false;

svo er ég með annað setup (2) mjög sáttur við það lika

Magnari : Yamaha RX-V475 5.1 http://usa.yamaha.com/products/audio-vi ... mode=model" onclick="window.open(this.href);return false;
Hátalarar : : Kef kht 3005se http://www.kef.com/html/us/showroom/hom ... index.html" onclick="window.open(this.href);return false;
sjónvarp : Samsung_55-_3D_Smart_LED_sjonvarp_UE55F6755 http://www.elko.is/elko/is/vorur/Sjonvo ... 5F6755.ecp" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég skoðaði Yamaha hátalarana á sínum tíma bæði 555 og 777 og eru þeir mjög fínir lika ( sérstaklega miðað við verð )
er buinn að eiga nokkra yamaha magnara og Hátalara og er mjög sáttur við yamaha . Er lika buinn að eiga nokkur setup frá KEf og er mjög sáttur við þá lika
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af jonsig »

Aventage er fullorðins.. En hver er að selja núna KEF ?
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

jonno
Ofur-Nörd
Póstar: 207
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2008 22:40
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af jonno »

jonsig skrifaði:Aventage er fullorðins.. En hver er að selja núna KEF ?
það væri nú gaman að vita
sá að sjónvarpsmiðstöðin tók við yamaha eftir að hátækni lokaði enn get ekki séð kef þar
kanski þeir viti hver tók kef umboðið

Predator
1+1=10
Póstar: 1104
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af Predator »

Ég er að keyra á Yamah NS-777 og er mjög sáttur við þá, hlustaði á sínum tíma á þá og KEF Q900 og fannst KEF hátalararnir ekki nógu góðir til að réttlæta það að borga 230.000kr meira fyrir þá, fékk 777 hátalarana líka á mjög góðum afslætti.

Mæli einnig með að þú kíkir í Hljómsýn en þeir eru með Monitor audio hátalara sem hljóma mjög vel fyrir peninginn, ásamt því að vera með t.d. Paradigm og Martin Logan.

Það er líka alltaf spurning um að skoða það að taka virkilega high end bookshelf hátalara og kaupa gott bassabox með t.d. http://ormsson.is/vorur/4911/" onclick="window.open(this.href);return false; en þetta er eina boxið sem ég myndi velta fyrir mér í dag þar sem það er með 12" keilu og kemst niður fyrir 25hz, virðist vera það eina sem uppfyllir þessi skilyrði án þess að kosta meira en 100.000kr sem er til á landinu eins og er.

Varðandi heimabíómagnara þá er bara að finna einhvern sem uppfyllir þær kröfur sem þú gerir þar sem þeir eru allir mjög svipaðir, bara að passa að þeir styðji eins marga hátalara og þú vilt geta notað ásamt því að þeir hafi alla fídusa sem þú ert að leita að.
Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af jonsig »

Það væri helvíti nett að gera það sem hann segir kaupa svona "bookshelf high end hátalara" OG gamlan góðan vintage magnara og gera hann upp :) Ég sé eiginlega eftir að hafa eytt öllum þessum pening sem ég hef sett í græjur þar sem ég nota eiginlega bara fancy headphones ef ég vill njóta tónlistar í nánast fullkomnum gæðum . Það er alltaf vesen með hljómburð í stofunni hjá okkur nema hún sé spes innréttuð . Auðvitað elska ég martin logan hátalarana en ég get sjaldan keyrt þá upp í almennilegt volume án þess að fá klikkaðan nágranna úr öðru póstnúmeri að skammast í mér .


Bookshelf motion series :) ekki slæmt að hafa electrostat í bookshelfhátalara , sérstaklega þar sem electrostat speaker´inn í þessum hefur 8x meira flatarmál heldur en hefðbundin tweeter .

Mynd
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af Garri »

Vill koma því að JBL ES250 er með 12" keilu og kemst niður í 25hz. Með innbyggðum crossover og þar að auki, þráðlaust. Kostaði um 80k þegar ég verslaði þetta fyrir sirka ári hjá Hátækni.. fann þetta ekki hjá Sjónvarpsmiðstöðinni.

Eins vert að taka það fram að þetta box er að fá mjög góða dóma.

Predator
1+1=10
Póstar: 1104
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Staða: Ótengdur

Re: áhugamenn um hljómtæki?

Póstur af Predator »

Garri skrifaði:Vill koma því að JBL ES250 er með 12" keilu og kemst niður í 25hz. Með innbyggðum crossover og þar að auki, þráðlaust. Kostaði um 80k þegar ég verslaði þetta fyrir sirka ári hjá Hátækni.. fann þetta ekki hjá Sjónvarpsmiðstöðinni.

Eins vert að taka það fram að þetta box er að fá mjög góða dóma.
Já það var alltaf til sölu hjá Sjónvarpsmiðstöðin en virðist vera hætt sem er synd og skömm þar sem það var þráðlaust og bauð upp á endalausa möguleika í staðsetningu fyrir vikið.
Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H
Svara