CyanogenMod - Já eða Nei?

Svara
Skjámynd

Höfundur
SIKk
Geek
Póstar: 870
Skráði sig: Mið 25. Mar 2009 20:55
Staðsetning: Hafnarfjarðarsveit
Staða: Ótengdur

CyanogenMod - Já eða Nei?

Póstur af SIKk »

Nú er ég búinn að vera að kynna mér þetta aðeins, og langar að vita hvort einhver ykkar hafi reynslu af þessu..

Er sniðugt að henda þessu í símann minn? og ef svo er/eða ekki.. hvaða rök eru á bakvið það?

Takk takk :)
Just a Pc master race member that converted to a simple life as a console peasant
Skjámynd

gullielli
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Póstur af gullielli »

Fínt að vita hvernig síma þú ert með ;p
-Cheng
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Póstur af dori »

Ég notaði þetta á gamla Galaxy S (i9000) símanum mínum og fílaði þetta í drasl. Þetta var mun nær stock android en samsung dæmið sem mér fannst jákvætt. Ég fékk nýja uppfærslu þó svo að samsung væru hættir að búa til ný build fyrir símann og hann varð mun hraðari fyrir vikið.

Svo henti þetta út öllu "Samsung Apps" dótinu sem var líka fínt að losna við svo það væri ekki fyrir mér.
Skjámynd

gullielli
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Póstur af gullielli »

En ég var einmitt að skoða þetta CM og finna eitthvað stable rom fyrir GT-S5830i (galaxy ace) vinnusímann minn.. - ég fann ekki neitt nógu stöðugt fyrir daily usage..

mikilvægt að þú lesir þér vel til um reynslu annara á símanum þínum og CM/custom roms..
-Cheng
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Póstur af dori »

gullielli skrifaði:En ég var einmitt að skoða þetta CM og finna eitthvað stable rom fyrir GT-S5830i (galaxy ace) vinnusímann minn.. - ég fann ekki neitt nógu stöðugt fyrir daily usage..

mikilvægt að þú lesir þér vel til um reynslu annara á símanum þínum og CM/custom roms..
Prófaðirðu það eða voru aðrir bara með svo slæma reynslu að þú lagðir ekki einu sinni í það? Bara pæling þar sem kærastan á svona síma sem er alveg horror líka með standard rom (sem er auðvitað frosið við eitthvað eldgamalt Android).
Skjámynd

gullielli
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Póstur af gullielli »

ég lagði ekki í að prófa þar sem annað hvort virkaði ekki allt (eins og 3g/data eða cameran) eða ekki nógu stable og þar fram eftir götunum - sum mods voru stöðug en þá virkaði ekki eitt og annað sem ég þarf á að halda
-Cheng
Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Staða: Ótengdur

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Póstur af Swooper »

Ég mæli eindregið með því. Notaði það á SGS2-inum mínum og var mjög sáttur, og var búinn að setja það upp á Nexus 5-inn bara nokkrum klukkutímum eftir að ég fékk hann. Er bara að bíða eftir að það komi útgáfa fyrir Asus Transformer Pad-inn minn svo ég geti sett CM á hann líka!
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Póstur af einarhr »

Er að nota CM 10.1.3 á Galaxy S2 símanum mínum og er mjög ánægður með það. Prófaði nýrri útgáfu en mæli endregið með að nota Stable útgáfur til að lossna við sem flesta bögga.
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Póstur af wicket »

Cyanogen alla leið, hef alltaf sett CM upp á öll mín tæki ef það hefur verið til nokkuð stable.

Þessi stock upplifun sem þeir færa er mér að skapi en það á auðvitað ekkert alltaf við.
Skjámynd

Hrotti
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Póstur af Hrotti »

henti þessu á GS4 og hann varð allt annar að losna við samsung viðbjóðinn.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
Skjámynd

cure
Geek
Póstar: 881
Skráði sig: Fim 11. Mar 2010 23:42
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Póstur af cure »

var að spá í að skella þessu í minn s2 https://download.cyanogenmod.org/?device=i9100" onclick="window.open(this.href);return false; ætti ég ekki að taka stable skránna ??
og getur einhver bent mér á góðar leiðbeiningar, síminn minn er ekki rootaður..
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Póstur af intenz »

Ég setti upp CM 11 Milestone4 á S3 um daginn og myndavélin og Bluetooth var brotið. Mæli ekki með CM.

Er með OmniROM og er ágætlega sáttur. MUN betra heldur en þetta CM drasl.
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 727
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Póstur af Saber »

Ég er að runna CM 11 á Xperia SPinum mínum og er mikið að pæla í því að "downgrade-a" í moddað Sony distro frekar. Allskyns "quirks" sem bögga mann í CM, sem dæmi er myndavélarforritið ógeðslega basic og myndavélatakkinn á símanum virkar ekki.
Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292
Skjámynd

Victordp
vélbúnaðarpervert
Póstar: 941
Skráði sig: Mán 06. Apr 2009 00:15
Staðsetning: Vesturbær
Staða: Ótengdur

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Póstur af Victordp »

Er einhver með idiot proof guide til að gera svona :D
Er með GS3 i9305
|Macbook Air 2013|
|NZXT H440W|ASUS P8Z68-V/GEN3|Intel i5 2500k|MSI 560TI Twin Frozr III|16GB Corsair Vengence DDR3 1600mhz|EVGA 750W Modular|
! VERSLA EKKI VIÐ TÖLVUVIRKNI !
Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: CyanogenMod - Já eða Nei?

Póstur af Dagur »

Ég er með stable útgáfuna af CM á S3 og er bara þokkalega sáttur. Kíktu bara fyrst á known issues.

Eina vandamálið sem ég er að lenda í er að third party myndavélaöpp eru ekki að virka og ég fíla ekki það sem fylgir með CM.
Svara