Ég var með TITAN (til sölu) í rigginum, er núna með GTX 780 Ti OC sem er non reference kort, auka græjur (cappar) fyrir xtreme OC og keyrir kortið á 1080MHz standard í boost en í mínu tilfelli er það að fara í 1149MHz sjálft, Titan kortið fór alltaf vel yfir 1000MHz vantskælt. Ti OC kortið er ekki vatnskælt því eldri blokk passar ekki á það en það koma blokkir núna í feb frá EK t.d. kemur kannski meira út úr sjálfvirkt við betri kælingu.
Pælingar varðandi TITAN vs. 780 Ti OC
1. Ekki séns að "finna" mun á kortunum en pottþétt að hann mælist eins og sést alls staðar.
2. Minnisnotkunin í t.d. World of Tanks er upp í 2GB og því á 780 Ti kortinu aðeins 1GB eftir, ef þú minimize-ar leikinn þá losnar strax 1GB í minni sem hleðst svo strax inn þegar þú maxar aftur, mjög dýnamísk notkun greinilega en 3Mb er bara kjaftæði, Ti hefði átt að fá 6GB eins og Titan.
3. Ti kortið hitnar aðeins meira en Titan, er að fá svipaða temps á Ti með öflugri 3 viftu kælingu vs. stock kæling á TITAN, greinilegt að Ti yields hafa verið lægri en TITAN en Nvidia með svo góða stjórn á markaðnum að þeir geta hent út svona kubbum bara eins og hentar og lekið svo incremental uppfærslum eins og Ti til að halda specca krúnunni þegar þeir hafa safna nóg af high end yields kubbum.
4. Ti OC notar 2x 4rása 12v vs. 3+4 rásir á Titan.
5. Titan er mikið flottara nafn en Ti
