Er með til sölu Manhattan tengikví (eSATA tengi auk USB tengimöguleika).
Hægt er að tengja í hana bæði 2.5" og 3.5" SATA diska (SATA I, II og III), auk þess sem tengja má í hana USB lykla, SD-kort o.m.fl. Snilldar tæki til að taka afrit af gögnum o.m.fl., en tengikvíin er keypt í Tölvulistanum fyrir um þremur vikum síðan og er því svo gott sem ný. Ætlaði að nota hana til að taka afrit af gögnum eingöngu, en endaði svo á að kaupa mér QNAP NAS "box" til þess þar sem að það nýtist mér einnig til mun fleiri hluta.
Frekari upplýsingar um tengikvína er að finna á heimasíðu Tölvulistans undir hlekknum: http://tl.is/product/manhattan-tengikvi ... ortalesari.
Glænýtt tæki og svo gott sem ónotað, keypt nýtt í Tölvulistanum fyrir um þremur vikum á 7.990 kr.
Verð: óska eftir tilboðum í PM eða hérna á þráðinn.
Einnig koma hvers konar skipti á íhlutum eða öðru slíku til greina. Áhugasamir veri því endilega í bandi!
Kkv.!
[TS] Manhattan tengikví, eSATA, kortalesari o.m.fl.
[TS] Manhattan tengikví, eSATA, kortalesari o.m.fl.
- Viðhengi
-
- manhattan tengikví.jpg (6.73 KiB) Skoðað 149 sinnum