Lélegri wifi móttakari í iPad mini heldur en iPad 3?

Svara
Skjámynd

Höfundur
PhilipJ
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Mið 20. Apr 2011 19:30
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Lélegri wifi móttakari í iPad mini heldur en iPad 3?

Póstur af PhilipJ »

Kannast einhver við það að það sé lélegri wifi móttakari á iPad mini heldur en stóra bróður hans?
Það er einn af hvorum hérna á heimilinu og það er áberandi lélegra samband á mini. Jafnvel ekkert
samband á mini-inum á sama stað og það er gott samband á iPad 3.

Vildi spyrja hér áður en farið verður í það að tala við búðina þar sem hann var keyptur og kanna
hvort hann sé gallaður.
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Lélegri wifi móttakari í iPad mini heldur en iPad 3?

Póstur af KermitTheFrog »

Myndi halda að ipad og ipad ættu að vera on par. Annað væri með t.d. odyrari kinatölvur.
Skjámynd

gissur1
Geek
Póstar: 858
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 20:36
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Lélegri wifi móttakari í iPad mini heldur en iPad 3?

Póstur af gissur1 »

Er ekki bara minna loftnet? hehe

Annars smá skemmtileg pæling varðandi wifi-ið í iPad, afhverju minnkar sambandið alltaf um 1-2 strik ef maður snýr honum á hlið (landscape) ?
Microsoft Surface Pro 2017 [i7 - 16GB RAM - 512GB SSD] + Thinkvision P27Q
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Lélegri wifi móttakari í iPad mini heldur en iPad 3?

Póstur af upg8 »

Ertu með fyrstu gerðina af mini? Það hafa margir verið að lenda í sama vandamáli og þú ert að lýsa, verri tenging en á iPad og iPhone. Ætli þú sért ekki að halda vitlaust á henni.

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Lélegri wifi móttakari í iPad mini heldur en iPad 3?

Póstur af KermitTheFrog »

gissur1 skrifaði:Er ekki bara minna loftnet? hehe

Annars smá skemmtileg pæling varðandi wifi-ið í iPad, afhverju minnkar sambandið alltaf um 1-2 strik ef maður snýr honum á hlið (landscape) ?
Loftnetið er staðsett í einhverju horninu. Getur verið að við það að setja hann í landscape þá blokkir þú merkið meira með hendinni.
upg8 skrifaði:Ætli þú sért ekki að halda vitlaust á henni.
\:D/
Skjámynd

Höfundur
PhilipJ
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Mið 20. Apr 2011 19:30
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lélegri wifi móttakari í iPad mini heldur en iPad 3?

Póstur af PhilipJ »

Já þetta er fyrsta gerðin. Á þetta nú ekki sjálfur en það er spurning um að láta eigandann prufa að halda á honum á mismunandi máta og sjá hvað gerist :P
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Lélegri wifi móttakari í iPad mini heldur en iPad 3?

Póstur af upg8 »

Það er rosalega erfitt að koma loftneti fyrir á góðum stað ef notað er svona mikið ál enda eru tölvur úr áli oft í erfiðleikum með að ná góðu wifi merki, sér í lagi ef þær eru bornar saman við "ódýrar plast-tölvur"

Apple hafa þurft að setja loftnetið á bakvið merkið á bakinu og á fleiri óheppilega staði vegna þess hversu slæm hugmynd það er að nota ál, mini er lítil tölva með enn minna loftnet.

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Svara