Er að velta fyrir mér hvort það sé hægt að kaupa einhverstaðar "plumbers snake" á Íslandi og hvað heitir þetta á íslensku?
Bý í frekar gömlu húsi þar sem lagnirnar eiga til að stíflast t.d í sturtunni og það er rándýrt að fá pípara til að koma með svona græju og ég hef séð þær í bandaríkjunum fara á 20-30 dollara.
Getur notað svona til að hengja upp gardínur, man ekki hvað það heitir, þetta er basically bara gúmíhúðaður gormur. Klippir endann á honum tekur gúmíið af ca 5cm og opnar gorminn á endanum. Síðan treður þú honum bara í draslið, snýrð honum og halar honum út með öllu ógeðinu