JBL Heyrnartól

Svara

Höfundur
sunna22
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 327
Skráði sig: Mið 07. Apr 2010 17:03
Staða: Ótengdur

JBL Heyrnartól

Póstur af sunna22 »

Halló ég er að leita af góðum Heyrnartólum. En ég er alltaf með Apple Earpods Heyrnartólin. Og er ég að góðri leið með að eyðileggja eyrun á þeim. Enda er ég alltaf með þau þannig að ég þarf að fá mér heyrnatól yfir eyrun. En ég vil fá sömu gæði og Apple heyrnatólin. Þar sem ég er vinnu sem eru mikil vélar-hávaði og er alltaf með gulu-heyrnarhlífarnar yfir heyrnartólin. Margir eru með heyrnarhlífar með útvarpi og teingja ipodinn við þau. En margir segja að hljómgæðin séu ekki mjög góð. En ég er búin að skoða mörg heyrnatól og svo sá ég þessi sem mér lýst nokkuð vel á http://sm.is/product/heyrnartol-hvit-appelsinugul" onclick="window.open(this.href);return false;. En hafið þið einhverja reynslu af þessu tólum eða af einhverjum öðrum sem þið mælið með sem kosta ekki fót og handlegg. Takk fyrir
BÖNNUÐ GÆÐI BRAGÐAST BEST

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: JBL Heyrnartól

Póstur af axyne »

Ég á þessi http://www.pfaff.is/Vorur/4393-rs-160.aspx" onclick="window.open(this.href);return false; ótrúlega þæginlegt að losna við snúruna og er almennt ánægður með þau, hafa reynst mér vel.
Annars mæli ég með að þú kíkir í pfaff og skoðir og mátar.
Veldu þér frekar góð heyrnatól sem henta þér þótt þau kosti aðeins meira, átt ekki eftir að sjá eftir því ef þú ert með þau á hausnum allan daginn.
Electronic and Computer Engineer
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: JBL Heyrnartól

Póstur af Daz »

Ég myndi halda að peltor heyrnarhlífarnar með innbyggðum heyrarntólum séu besta lausnin, í það minnsta örugglega þægilegra en að vera með in-ear buds og hlífar yfir og skýrara en að vera bara með venjulega lokuð heyrnartól og engar hlífar.
Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1105
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: JBL Heyrnartól

Póstur af Sydney »

Daz skrifaði:Ég myndi halda að peltor heyrnarhlífarnar með innbyggðum heyrarntólum séu besta lausnin, í það minnsta örugglega þægilegra en að vera með in-ear buds og hlífar yfir og skýrara en að vera bara með venjulega lokuð heyrnartól og engar hlífar.
Sammála, á peltor tól með line-in og þó að hljóðgæðin eru ekkert æðisleg þá er mikill munur að hafa heyrnartól og heyrnarhlífar í sama unit.
Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED
Skjámynd

astro
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Lau 07. Jan 2006 02:16
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: JBL Heyrnartól

Póstur af astro »

Þegar ég var að vinna iðnaðarvinnu þá tók ég svona vinnuheadphone og og tróð sennheiser HD 202 inní þau.

Svo er hægt að mixa þetta með öllum mögulegum heyrnartólum.
t.d. http://www.instructables.com/id/How-To- ... eadphones/" onclick="window.open(this.href);return false;
Fractal Design Meshify C * MSI Z170A Tomahawk AC * Intel Core i7-6700 * 16GB Corsair Vengeance LPX 3200Mhz * Zotac GTX1080 AMP Extreme * 240GB Samsung Evo 850 SSD MASTER * 120GB Corsair SSD SLAVE * 3x2TB SG Barracuda HDD SLAVE* Noctua NH-C12P SE14

Höfundur
sunna22
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 327
Skráði sig: Mið 07. Apr 2010 17:03
Staða: Ótengdur

Re: JBL Heyrnartól

Póstur af sunna22 »

En kosturinn við Apple heyrnatólin og þessum JBL heyrnatólum er það að það er hægt að skipta um lag og hækka á snúruni. Maður er svo oft skítugur og blautur á höndunum og ipodinn nemur oft ekki út af því.
BÖNNUÐ GÆÐI BRAGÐAST BEST
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: JBL Heyrnartól

Póstur af upg8 »

Gott að þú ert að leita þér að annari lausn, það eru margir búnir að gjörsamlega rústa heyrninni með þessu, að hækka í tónlist til að kæfa niður hljóð sem eru þegar skaðleg heyrninni.

það er lang ódýrasta lausnin að setja heyrnatól inní heyrnahlífar líkt og Astro benti á. Þú getur útbúið fjarstýringu fyrir hvaða heyrnatól sem er og getur jafnvel fest hana utaná heyrnahlífina. Ég hef ekki mikla trú á að þessi JBL heyrnatól einangri hljóðið nógu vel.

Hér er aðeins einfaldari lausn en svipuð og Astro benti á og ágætar ábendingar í einni athugasemdinni þar varðandi ýmsa öryggisþætti.
http://www.instructables.com/id/Jackhammer-Headphones/

Önnur og líklega flottasta lausnin væri að fá flott in-ear heyrnatól frá t.d. Shure, sem þú virkilega treður inní eyrun á þér og lokar nokkuð vel á utanaðkomandi hljóð. Það er hægt að fá mic fyrir þau sem þú opnar fyrir svo þú þurfir ekki að taka þau úr þér ef einhver þarf að tala við þig. Þá er líka alltaf hægt að setja venjulegar heyrnahlífar utanyfir ef það eru virkilega háværar aðstæður.

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: JBL Heyrnartól

Póstur af jonsig »

Ef þú vilt ódýrari leið heldur en peltor þá er hægt að fá bilsom headmuffs á ebay á klink , þau eru mjög sambærileg . Hvort peltor eða annað verður fyrir valinu þá er sniðugt að kaupa svona með aux-in til að plugga símanum í .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1802
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Staða: Ótengdur

Re: JBL Heyrnartól

Póstur af Snorrmund »

jonsig skrifaði:Ef þú vilt ódýrari leið heldur en peltor þá er hægt að fá bilsom headmuffs á ebay á klink , þau eru mjög sambærileg . Hvort peltor eða annað verður fyrir valinu þá er sniðugt að kaupa svona með aux-in til að plugga símanum í .
Á vinnustaðnum hjá mér eru allir með einmitt svona útvarps-"peltora" flestir búnir að skipta yfir í þessa gulu frá Bilsom, þeir virðast endast betur en Peltorinn að mínu mati. Finnst þessir frá Peltor vera orðnir óttalagt drasl nú til dags, m.v. hvernig þeir voru fyrir 5-10 árum.
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: JBL Heyrnartól

Póstur af jonsig »

Ég man þegar ég mætti með bilsom í vinnuna fyrst fyrir 8 árum síðan þá var sussað á mig , og rekin upp stór augu . ´Desjavu núna þegar ég er að benda fólki á að það eru til FLEIRRI merki heldur en hið þýska gæðamerki sennheiser !
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Svara