Þarf að uppfæra CPU, vantar aðstoð!

Svara

Höfundur
snosig
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 10:58
Staða: Ótengdur

Þarf að uppfæra CPU, vantar aðstoð!

Póstur af snosig »

Ég er að keyra Plex Media Server á gamalli vél hjá mér en þar sem hún virðist ekki vera að ráða við að transcode-a stórar skrár bendir allt til þess að ég þurfi að uppfæra CPU. Spekkarnir á vélinni eru þessir: Linux Ubuntu 12.04 LTS, 2GB RAM, Intel® Pentium® D CPU 2.80GHz, 64bit. Ég er ekki með á hreinu hvaða móðurborð er í vélinni en reikna með að það sé það sem kom upphaflega með vélinni (Gömul IBM ThinkCentre vél).

Requirements upplýsingar á heimasíðu Plex eru þessar:

Recommended configuration — transcoding HD Content:
Intel Core 2 Duo processor 2.4 GHz
If transcoding for multiple devices, a faster CPU may be required
At least 2GB RAM
Windows XP with SP3, Windows Vista SP2, Windows 7 SP1, Windows 8
Mac OS X Snow Leopard 10.6.3 or later
Ubuntu, Debian, Fedora, CentOS or SuSE Linux

Flöskuhálsinn hjá mér virðist vera CPU sem þarf að uppfæra úr Intel Pentium D í Intel Core 2 Duo eða betri. Ég er að reyna að komast upp með eins ódýra uppfærslu og mögulega, og þá helst kaupa notað, en þar sem ég er ekki nógu vel að mér í þessum málum þá þarf ég ykkar hjálp.

Er hægt að ganga að því að Intel Core 2 Duo eða betri Intel örgjörvi sé compatible við restina af tölvunni og hægt að skipta þeim beint út eða gætu verið einhverjar takmarkanir? Og verður nýji örgjörvinn að vera Intel eða er hægt að fara yfir í AMD? Og ef þið eigið matching CPU sem þið viljið losna við megið þið endilega láta mig vita :)

Bestu kveðjur,
Snorri
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Re: Þarf að uppfæra CPU, vantar aðstoð!

Póstur af Stutturdreki »

Þú ert með LGA775 socket og allir örgjörvar sem passa í það socket eru 'compatible', þú getur hinsvegar ekki skipt á Intel og AMD án þess að skipta um móðurborð. Hef séð einhverja 775 örgjörva til sölu hérna nýlega.

Höfundur
snosig
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 10:58
Staða: Ótengdur

Re: Þarf að uppfæra CPU, vantar aðstoð!

Póstur af snosig »

Takk fyrir svarið. En er eitthvað meira sem þarf að gera í tölvunni, uppfæra drivera eða eitthvað álíka þegar skipt er um örgjörva eða er þetta bara eins og að skipta um vinnsluminni?
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Re: Þarf að uppfæra CPU, vantar aðstoð!

Póstur af Stutturdreki »

Ætti ekki að vera vesen held ég, nema þú skiptir út móðurborðinu. Væri samt sniðugt að fletta móðurborðinu upp og sjá hvort örri passi örugglega í það áður en þú fjárfestir í nýjum.

Hérna er einn C2D E8400 til sölu (passar í 775 móðurborð) : http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=58173" onclick="window.open(this.href);return false;

Sennilega töluverð bæting frá þeim örgjörva sem þú virðist vera með : http://www.cpu-world.com/Compare/509/In ... D_820.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Þarf að uppfæra CPU, vantar aðstoð!

Póstur af Daz »

775 örgjörvar passa í móðurboðið, en það er ekki víst að móðurborðið styðji þá. Þú þarft eiginlega að komast að því hvaða týpu þú ert með til að geta fundið CPU support list.

Höfundur
snosig
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 10:58
Staða: Ótengdur

Re: Þarf að uppfæra CPU, vantar aðstoð!

Póstur af snosig »

En ef maður vill fara í uppfærslu á bæði CPU og móðurborði, þarf þá að enduruppsetja tölvuna? Eða er bara hægt að skipta út, halda sama harða diski og update-a drivera?
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Re: Þarf að uppfæra CPU, vantar aðstoð!

Póstur af Stutturdreki »

Persónulega myndi ég setja stýrikerfið upp aftur ef ég skipti um móðurborð, alveg hugsanlegt að það gangi að gera það ekki en mæli ekki með því.
Svara