Mechanical lyklaborð

Svara
Skjámynd

Höfundur
oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Staða: Ótengdur

Mechanical lyklaborð

Póstur af oskar9 »

Sælir Vaktarar, hvert er best að snúa sér í þessum lyklaborðum, er að leita mér að nettu borði sem er með Cherry Blue switches, líkar ekki við rauða og finnst brúnir svosem í lagi en er að leita að bláum.

Vil ekki Razer borð.
Sá að tölvulistinn er með Coolermaster Quickfire TK borð, þau fá flotta dóma og hægt er að fá þau með rauðum, brúnum og bláum switches, sendi þeim fyrirspurn með bláa borðið því það er ekki á heimasíðunni þeirra og fæ þær upplýsingar að það þurfi að sérpanta þetta borð og tekur það tvo mánuði :roll: og ég finn hvergi borð með bláum switches nema eitthvað Razer borð sem ég vil ekki sjá.

Finnst mönnum í lagi að fyrirtæki sem er með umboð fyrir Coolermaster hér á landi og hlýtur að fá vörur reglulega frá þeim taki sér tvo mánuði í það að koma einu skitnu lyklaborði til Íslands ?

Er best að panta þetta að utan og geta menn mælt með einhverjum góðum traustum síðum sem sérhæfa sig í þessum mechanical borðum.

Takk fyrir
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical lyklaborð

Póstur af worghal »

brúnir switches eru unaður!!
fínt að renna yfir borðin sem eru til sýnis í Tölvulistanum og Tölvutek.
fá svona alvöru feel í hendurnar.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Höfundur
oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical lyklaborð

Póstur af oskar9 »

worghal skrifaði:brúnir switches eru unaður!!
fínt að renna yfir borðin sem eru til sýnis í Tölvulistanum og Tölvutek.
fá svona alvöru feel í hendurnar.

jamm fékk að renna höndunum yfir brúna og rauða, sá svo eitt razer borð sem var með bláum og ég varð ástfanginn af þeim, vil samt ekki Razer vörur svo það er úr sögunni og það virðist vera eina borðið á Íslandi með bláa switches
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3105
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical lyklaborð

Póstur af Frost »

Ég keypti mér Corsair K70 frá Performance PC's. Kostaði rúmlega 25þúsund komið hingað til lands minnir mig.

Þeir eru með ógrynni af lyklaborðum í boði og Cooler Master lyklaborðin þar eru með MX blue tökkunum og eru pottþétt ódýrari þar, mitt var það allavegna.

Mæli einnig með Das Keyboard :happy
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

darkppl
Gúrú
Póstar: 535
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical lyklaborð

Póstur af darkppl »

er með corsiar Vengence K95 og elska það. það er með Cherry MX Red.
I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|
Skjámynd

Höfundur
oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical lyklaborð

Póstur af oskar9 »

Frost skrifaði:Ég keypti mér Corsair K70 frá Performance PC's. Kostaði rúmlega 25þúsund komið hingað til lands minnir mig.

Þeir eru með ógrynni af lyklaborðum í boði og Cooler Master lyklaborðin þar eru með MX blue tökkunum og eru pottþétt ódýrari þar, mitt var það allavegna.

Mæli einnig með Das Keyboard :happy

Flott er, takk fyrir þetta, kíki á síðuna hjá þeim :happy
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
Skjámynd

Hvati
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical lyklaborð

Póstur af Hvati »

worghal skrifaði:brúnir switches eru unaður!!
fínt að renna yfir borðin sem eru til sýnis í Tölvulistanum og Tölvutek.
fá svona alvöru feel í hendurnar.
Elska brúna, gæti ekki verið sáttari með G710 borðið mitt :)
Rauðir og svartir finnst mér vera of linear, bláir mjög þægilegir að skrifa á en ekki jafn þægilegir í leikjum.
oskar9 skrifaði:Finnst mönnum í lagi að fyrirtæki sem er með umboð fyrir Coolermaster hér á landi og hlýtur að fá vörur reglulega frá þeim taki sér tvo mánuði í það að koma einu skitnu lyklaborði til Íslands ?

Flestar búðir eru að taka stórar sendingar frá birgjum til að spara á sendingarkostnaði, yfirleitt er hægt að fá sérpöntun þá með flugsendingu en það munar auðvitað í verði. Það gæti alveg borgað sig að panta frá Performance Pcs t.d. en ég myndi þó athuga með sérpöntun.
i7 2600K @ 4,5 GHz 1,3v | NH-D14 | Asus P8P67 Pro | 8GB 1600MHz | Asus GTX980 | Asus Xonar DX & Yulong U100 DAC | Samsung 840 PRO 256 GB | 10 TB HDDs| Seasonic SS-760XP Platinum | Fractal Design Define R4 | Sennheiser HD595 & Grado SR325e | Logitech G710 & G502 | BenQ XL2420T | Microsoft Surface Pro 3 i5 | LG G3 |
Svara