Óviðunandi hegðun á LaCie 2TB Minmus flakkara
Óviðunandi hegðun á LaCie 2TB Minmus flakkara
Er með LaCie 2TB Minimus flakkara USB3 og er hann nær stanslaust að slökkva og kveikja á sér. Er þetta eitthvert stillingaratriði eða er hann að fara að gefa sig? Uppfærði nýlega í Windows 8.1 og finnst eins og þetta hafi byrjað þá. Vill einhver vera svo elskulegur að ráðleggja mér hvað hægt er að gera.
i5 8600K CPU @ 3.60 GHz - Gigabyte Z370M D3H - GTX 1050 D5 2GB - Samsung 970 EVO M.2 250GB - ADATA 16GB DDR4 3000 MHz - Seasonic Prime Platinum 850W - Noctua NH-D 15 - ASUS VC279H 27" IPS - Fractal Design Define R5
Re: Óviðunandi hegðun á LaCie 2TB Minmus flakkara
Þegar þú segir stanslaust, ertu þá að tala um á nokkra sek fresti? Eða er hann að slökkva á sér 5 mínútum eftir síðustu notkun og kveikja á sér þegar þú reynir að fara inn á eitthvað á honum?
Ef þetta er fyrra atriðið, þá er hann bilaður.
Ef þetta er það síðra, þá er þetta eðlileg hegðun frá LaCie. Þú getur sótt LaCie Desktop Manager frá þeim og slökkt á þessari hegðun þar. Þetta er gert til að spara rafmagn og óþarfa hljóð frá flakkara sem er ekki í notkun.
Ef þetta er fyrra atriðið, þá er hann bilaður.
Ef þetta er það síðra, þá er þetta eðlileg hegðun frá LaCie. Þú getur sótt LaCie Desktop Manager frá þeim og slökkt á þessari hegðun þar. Þetta er gert til að spara rafmagn og óþarfa hljóð frá flakkara sem er ekki í notkun.
Re: Óviðunandi hegðun á LaCie 2TB Minmus flakkara
Ég á einmitt svona flakkara og lenti í því að hann var að detta út á nokkurra sekúndna fresti. Honum var skipt. Keypti hann í Tölvuteki.
Re: Óviðunandi hegðun á LaCie 2TB Minmus flakkara
Takk kærlega fyrir, prófa hvort þetta leysir málið en ef ekki læt ég skoða diskinn nánarEf þetta er það síðra, þá er þetta eðlileg hegðun frá LaCie. Þú getur sótt LaCie Desktop Manager frá þeim og slökkt á þessari hegðun þar. Þetta er gert til að spara rafmagn og óþarfa hljóð frá flakkara sem er ekki í notkun
i5 8600K CPU @ 3.60 GHz - Gigabyte Z370M D3H - GTX 1050 D5 2GB - Samsung 970 EVO M.2 250GB - ADATA 16GB DDR4 3000 MHz - Seasonic Prime Platinum 850W - Noctua NH-D 15 - ASUS VC279H 27" IPS - Fractal Design Define R5