Toshiba Satellite A300 vandræði... HJÁLP!

Svara

Höfundur
kollib
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Lau 07. Ágú 2010 13:03
Staða: Ótengdur

Toshiba Satellite A300 vandræði... HJÁLP!

Póstur af kollib »

Ég var að taka gömlu í sundur til þess að komast í viftuna þar sem hún var nokkuð full af ryki. Ég tel mig hafa farið nokkuð varlega í þetta og passað mig vel. Ég er núna tvisvar búinn að opna og skoða hvort að allt sé ekki tengt og eins og það á að vera og ég sé ekkert sem er að. En þegar ég set tölvuna í gang þá fer viftan af stað og harði diskurinn en skjárinn er alveg svartur og ekkert annað gerist. Biosinn startar ekki.
Er einhver með hugmynd um hvað er að? :'(
Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba Satellite A300 vandræði... HJÁLP!

Póstur af trausti164 »

Gæti verið að þú hafir stuðað móðurborðið þegar að þú varst að fikta í tækinu?
Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W
Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Staða: Ótengdur

Re: Toshiba Satellite A300 vandræði... HJÁLP!

Póstur af beggi90 »

Prófaðu að taka vinnsluminnin úr og koma þeim vel fyrir aftur.
Ef þú ert með 2 stk prófaðu að ræsa bara með öðru.

Athugaðu líka tengingu á skjá í mobo. Líka hvort tölvan sýni eitthvað á external skjá
Svara