Forpanta PS4 að utan (UK)

Svara
Skjámynd

Höfundur
thossi1
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Sun 24. Júl 2011 23:39
Staðsetning: Cirith Ungol
Staða: Ótengdur

Forpanta PS4 að utan (UK)

Póstur af thossi1 »

Sæl og blessuð.

Nú eru, að mér skilst, tæpir 3 mánuðir í að PlayStation 4 kemur út og maður er farinn að verða þó nokkuð spenntur fyrir því. :D
Búinn að plana að fara askvaðandi í einhverja kvöldopnun þarna um mánaðamótin nóv/des með félögunum og ná mér í eintak.

En svo fékk ég smá högg í magann þegar ég heyrði einhvern vera að tala um að það væri búið að fresta þessu öllu saman fram yfir áramót (á Íslandi) vegna mikillar eftirspurnar utandlands.

Því spyr ég: Ef búið er að fresta komu PS4 til Íslands fram yfir áramót, er þá ekki góð hugmynd að forpanta tölvuna á t.d. Amazon.uk og flytja hana bara inn? (Þ.e.a.s. ef maður getur ómögulega beðið.)

Tékkaði á þessu á Amazon.uk og fór í gegnum allt ferlið allveg fram að "Place Your Order" og þá fæ ég að hún kostar ca. £297 Pund sem gera um 56.649 kr. (skv. heimasíðu Landsbankans).
Síðan skoða ég Reknivél Tollstjóra og stimpla allt nokkuð rétt inn og fæ út: "Tollverð + Aðflutningsgjald" = 56.483 kr. + 14.510 kr. = 71.000 kr.

Þar sem ég er tiltölulega nýr í að kaupa vörur utanlands þá langar mig einnig að spurja ykkur sérfræðingana hvort það séu ekki einhver fleiri gjöld og leiðindi sem þarf að borga af þessu.
Og hvernig er reynslan af ábyrgðinni á Amazon? Sá að það var eitthvað Return Policy dæmi og var að pæla hvort það væri nokkuð mögulega utanlands. (Á samt bágt með að trúa því).

Takk fyrir!

- Þossi

SneezeGuard
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Mið 14. Mar 2012 20:31
Staða: Ótengdur

Re: Forpanta PS4 að utan (UK)

Póstur af SneezeGuard »

Er í sömu hugleiðingum. Væri flott ef einhver sem hefur reynslu á þessu gæti svarað.

Annað, hvernig er með rafmagn, er nóg að nota bara millistykki frá UK kló yfir í okkar kló? Þarf ekkert meira en það?

Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Staða: Ótengdur

Re: Forpanta PS4 að utan (UK)

Póstur af Arkidas »

SneezeGuard skrifaði:Er í sömu hugleiðingum. Væri flott ef einhver sem hefur reynslu á þessu gæti svarað.

Annað, hvernig er með rafmagn, er nóg að nota bara millistykki frá UK kló yfir í okkar kló? Þarf ekkert meira en það?
Millistykki var allavega nóg fyrir Wii tölvu sem ég pantaði af Amazon.
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Forpanta PS4 að utan (UK)

Póstur af GullMoli »

Ég veit til þess að það er hóp-pöntun í gangi á http://www.xbox360.is" onclick="window.open(this.href);return false; fyrir bæði Xbox One og PS4 en þær eru báðar fullbókaðar.

Heyrðist sömuleiðis af Elko að Xbox One væri ekki væntanleg til þeirra fyrr en eftir áramót.
Mynd
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Staða: Ótengdur

Re: Forpanta PS4 að utan (UK)

Póstur af hkr »

Þarft að bæta við vsk á þetta verð hjá þér, sem er 10% (held ég).

Þá er vélin að koma á 78.841 kr. miðað við 297 GBP, sem ég reyndar skil ekki alveg þar sem að vélin á að kosta 349 GBP og það hækkar hana upp í 92.548 kr.

Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Staða: Ótengdur

Re: Forpanta PS4 að utan (UK)

Póstur af Arkidas »

hkr skrifaði:Þarft að bæta við vsk á þetta verð hjá þér, sem er 10% (held ég).

Þá er vélin að koma á 78.841 kr. miðað við 297 GBP, sem ég reyndar skil ekki alveg þar sem að vélin á að kosta 349 GBP og það hækkar hana upp í 92.548 kr.
Breskur VSK dettur af í síðasta hluta kaupferlisins hjá Amazon ef verið er að senda annað en til Bretlands.
Skjámynd

jonolafur
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Fim 14. Apr 2011 14:56
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Forpanta PS4 að utan (UK)

Póstur af jonolafur »

Arkidas skrifaði:
SneezeGuard skrifaði:Er í sömu hugleiðingum. Væri flott ef einhver sem hefur reynslu á þessu gæti svarað.

Annað, hvernig er með rafmagn, er nóg að nota bara millistykki frá UK kló yfir í okkar kló? Þarf ekkert meira en það?
Millistykki var allavega nóg fyrir Wii tölvu sem ég pantaði af Amazon.

Já, bretar eru með 220v eins og við, þannig að það er nóg að vera með breytistykki fyrir klóna, Eða fara í BYKO og kaupa íslenska kló á ca. 100kr og skipta um.
Hmm...
Svara