Losa sig við afruglarann ?

Svara
Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 225
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Losa sig við afruglarann ?

Póstur af Sera »

Ég þoli ekki afruglarann frá símanum, hann frýs í hvert sinn sem maður skiptir á milli rása - er að flakka á milli rása og þá þarf að taka hann úr sambandi til að koma í hann líf aftur. Ég er ekki áskrifandi að neinum rásum, horfi bara á RÚV af því sem er í boði. Get ég ekki losað mig við afruglarann og sleppt að borga afnotagjaldið af honum og keypt mér einhverja græju í staðin til að koma Rúv merkinu í háskerpu í stjónvarpið ? Ég er ekki með smartsjónvarp með kortarauf, svo ég þarf eitthvað tæki - digital receiver ? Hugmyndir ?
*B.I.N. = Bilun í notanda*

Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af Gilmore »

Ertu með ADSL eða Ljósnet/leiðara?

Ég var með afruglara á ADSL hjá símanum í 3 ár og hann var mjög oft að frjósa eða detta alveg út, og ég þurfti að minnsta kosti 1 sinni í viku að rífa allt úr sambandi og endurræsa allt. Missti oft af byrjun á fréttatímanum útaf svona veseni.

Núna er ég búinn að vera með Ljósleiðara og HD afruglara frá Vodafone í rúman mánuð og sjónvarpið gegnur eins og smurt, hefur aldrei dottið út eða frosið og gæðin mikið betri.
Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af appel »

Fáðu þér nýrri afruglara.
*-*
Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 225
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af Sera »

Gilmore skrifaði:Ertu með ADSL eða Ljósnet/leiðara?

Ég var með afruglara á ADSL hjá símanum í 3 ár og hann var mjög oft að frjósa eða detta alveg út, og ég þurfti að minnsta kosti 1 sinni í viku að rífa allt úr sambandi og endurræsa allt. Missti oft af byrjun á fréttatímanum útaf svona veseni.

Núna er ég búinn að vera með Ljósleiðara og HD afruglara frá Vodafone í rúman mánuð og sjónvarpið gegnur eins og smurt, hefur aldrei dottið út eða frosið og gæðin mikið betri.
Ég er með Ljósnet, kaupi hröðustu tenginguna hjá Símanum. Maður fær ekki nýjan afruglara nema hann sé hreinlega ónýtur, ég er búin að reyna :/
*B.I.N. = Bilun í notanda*

Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af Cikster »

Isss, dugaði ekki einusinni að vera bilað síðast þegar ég fór með minn bilaðan :)
Skjámynd

Höfundur
Sera
Ofur-Nörd
Póstar: 225
Skráði sig: Lau 04. Okt 2003 19:14
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af Sera »

Cikster skrifaði:Isss, dugaði ekki einusinni að vera bilað síðast þegar ég fór með minn bilaðan :)
Kannski bara best að byrja á að skila honum. Get horft á fréttirnar á ruv.is og marga þætti líka og í gegnum OZ appið sýnist mér.
Ef ég svo ákveð að fá mér aftur afruglara, þá bið ég um nýju týpuna eða ekkert.
*B.I.N. = Bilun í notanda*
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af urban »

Sera skrifaði:
Gilmore skrifaði:Ertu með ADSL eða Ljósnet/leiðara?

Ég var með afruglara á ADSL hjá símanum í 3 ár og hann var mjög oft að frjósa eða detta alveg út, og ég þurfti að minnsta kosti 1 sinni í viku að rífa allt úr sambandi og endurræsa allt. Missti oft af byrjun á fréttatímanum útaf svona veseni.

Núna er ég búinn að vera með Ljósleiðara og HD afruglara frá Vodafone í rúman mánuð og sjónvarpið gegnur eins og smurt, hefur aldrei dottið út eða frosið og gæðin mikið betri.
Ég er með Ljósnet, kaupi hröðustu tenginguna hjá Símanum. Maður fær ekki nýjan afruglara nema hann sé hreinlega ónýtur, ég er búin að reyna :/
þá skilaru honum bara
hættir semsagt með sjónvarp yfir netið hjá þeim.
kemur síðan einhverjum dögum seinna og byrjar aftur.
hlýtur að fá annað tæki þá.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af GuðjónR »

Sama vesen hérna, hef ekki getað horft á IPTV Símans síðan 19 júli eða síðan ljósnetið kom.
Frýs út í eitt og drepur tenginguna, fékk nýjan afruglara síðustu helgi og fór úr öskunni yfir í eldinn.
Ætla að fullreyna þetta næstu viku og ef ég fæ þetta ekki til að virka þá er bara að skila þessu.
Viðhengi
IMG_1791.jpg
IMG_1791.jpg (74.44 KiB) Skoðað 2274 sinnum
log.JPG
log.JPG (83.79 KiB) Skoðað 2274 sinnum
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af audiophile »

Var sama vesen hjá mér þegar ég var hjá Símanum. Er búinn að vera hjá Vodafone síðan í febrúar og aldrei neitt vesen, hvorki á ljósleiðaranum né sjónvarpsútsendingunum. Miklu sneggra og betra viðmótið hjá þeim.
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af GuðjónR »

audiophile skrifaði:Var sama vesen hjá mér þegar ég var hjá Símanum. Er búinn að vera hjá Vodafone síðan í febrúar og aldrei neitt vesen, hvorki á ljósleiðaranum né sjónvarpsútsendingunum. Miklu sneggra og betra viðmótið hjá þeim.
Viðmótið hjá 8007000 er ekkert til að hrópa húrra fyrir, þegar ég fékk villuboðin um að afruglarinn næði ekki sambandi og ég ætti að hringja í 8007000 gerði ég það en þá var mér sagt að þeir gætu ekkert gert fyrir mig þar sem ég væri að kaupa ljósnetið þeirra í gegnum Hringdu. Til að fá þjónustu hjá þeim yrði ég að hætta hjá Hringdu og kaupa ljósnetið beint af þeim.
Ég yrði að hafa samband við Hringdu og láta þá skoða línuna, ég hafði samband við Hringdu og þeir sögðust ekki hafa aðgang að línunum hjá Símanum enda bara endursöluaðilar fyrir þá.
Ég hringi þá aftur í 8007000 og þá er mér sagt að hringja aftur í Hringdu og biðja þá um að senda beiðni á þá um að skoða línuna. Þetta prósess er búið að vera síðan 19 júlí og það bendir hver á annan og ekkert gerist.
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af tdog »

Látiði setja ykkur á vandræðaprófil eða jafnvel lækka hraðann ykkar úr 50/50 í 30/30 til þess að auka stöðugleikann.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

BugsyB
</Snillingur>
Póstar: 1072
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af BugsyB »

tdog skrifaði:Látiði setja ykkur á vandræðaprófil eða jafnvel lækka hraðann ykkar úr 50/50 í 30/30 til þess að auka stöðugleikann.
Það er ekki sniðugt að láta setja á sig trouble profile á VDSL með ipTV. Nýju sacemcom og airties ml frá símanum eru mjög góðir og fljótir að starta sér. Ef ml er að frjósa er oft vesen á línunni sjálfri og þá þarf að fá mann heim til að yfirfara þetta of þeir eru oftast mjög liprir á að skipta út ml.

Sent from my GT-I9505 using Tapatalk 2
Símvirki.

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af axyne »

Ertu ekki bara að skipta of hratt á milli, ég oft séð að síma myndlyklarnir frjósa þegar það er skipt of hratt.
Electronic and Computer Engineer

sibbsibb
has spoken...
Póstar: 150
Skráði sig: Mið 15. Ágú 2007 12:51
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af sibbsibb »

Ef þú mætir bara með afruglarann í næstu Símabúð og segir að hann sé eitthvað bilaður myndi maður nú áætla að þú ættir að fá nýjann bara... ef þeir gera það ekki eiga þeir í hættu að missa viðskiptavininn bara til Vodafone og ég myndi nú áætla að þeir forðast það eins og heitann eldinn.

Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af Haflidi85 »

veit ekki alveg hvaða rugl þetta er, ég hef farið 2x niðureftir og skipt um afruglara við þá og ekkert vandamál, reyndar vilja þeir rukka mann 3.500 (ef ég man rétt) fyrir þann nýjasta núna þannig ég hef sett það i smá hold.

djOsiRis
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Fim 23. Apr 2009 01:38
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af djOsiRis »

Þú getur fengið þér DVB-T2 móttakara, þá áttu að ná rúv í HD en þessir móttakarar eru að kosta í kringum 20þ og þá þarftu auðvitað að vera með örbyljuloftnet. Ef þú ert bara að horfa á ruv þá gæti það verið fín lausn fyrir þig, getur meira að segja aukið net hraðan hjá þér í leiðinni. En eftir að tímaflakkið kom á afruglaran frá Símanum þá mundi ég ekki skipta persónulega.

hallihg
Gúrú
Póstar: 521
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af hallihg »

GuðjónR skrifaði:
audiophile skrifaði:Var sama vesen hjá mér þegar ég var hjá Símanum. Er búinn að vera hjá Vodafone síðan í febrúar og aldrei neitt vesen, hvorki á ljósleiðaranum né sjónvarpsútsendingunum. Miklu sneggra og betra viðmótið hjá þeim.
Viðmótið hjá 8007000 er ekkert til að hrópa húrra fyrir, þegar ég fékk villuboðin um að afruglarinn næði ekki sambandi og ég ætti að hringja í 8007000 gerði ég það en þá var mér sagt að þeir gætu ekkert gert fyrir mig þar sem ég væri að kaupa ljósnetið þeirra í gegnum Hringdu. Til að fá þjónustu hjá þeim yrði ég að hætta hjá Hringdu og kaupa ljósnetið beint af þeim.
Ég yrði að hafa samband við Hringdu og láta þá skoða línuna, ég hafði samband við Hringdu og þeir sögðust ekki hafa aðgang að línunum hjá Símanum enda bara endursöluaðilar fyrir þá.
Ég hringi þá aftur í 8007000 og þá er mér sagt að hringja aftur í Hringdu og biðja þá um að senda beiðni á þá um að skoða línuna. Þetta prósess er búið að vera síðan 19 júlí og það bendir hver á annan og ekkert gerist.
Ég ætla ekki einu sinni að eyða tíma mínum né annarra í rekja í löngu máli samskipti mín við Vodafone útaf sambærilegu máli.

Útaf þessu "layera" rugli sem er í gangi, þ.e. þú getur verið með sjónvarp/internet hjá einum en línuna frá öðrum (ljósnet fyrirtækis X/ljósleiðari Gagnaveitunnar), þá höndla fyrirtækin ekki þetta system.

Þegar ljósleiðarinn minn fór í vesen, þá var vandamálinu kastað eins og heitri kartöflu milli Vodafone og GR ítrekað í langan tíma. Mér var reglulega gefið númer hjá einhverjum verktökum sem ég átti bara að panta persónulega. Ef ég borga reikning fyrir tug þúsund á hverjum mánuði, og þjónustan virkar ekki, gerið þá við það. Að þessu sögðu þarf ég kannski að taka fram að vandamálið er leyst í dag, en það tók líka dágóðan tíma.
count von count
Skjámynd

AlexJones
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Fim 03. Okt 2013 21:06
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af AlexJones »

hallihg skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
audiophile skrifaði:Var sama vesen hjá mér þegar ég var hjá Símanum. Er búinn að vera hjá Vodafone síðan í febrúar og aldrei neitt vesen, hvorki á ljósleiðaranum né sjónvarpsútsendingunum. Miklu sneggra og betra viðmótið hjá þeim.
Viðmótið hjá 8007000 er ekkert til að hrópa húrra fyrir, þegar ég fékk villuboðin um að afruglarinn næði ekki sambandi og ég ætti að hringja í 8007000 gerði ég það en þá var mér sagt að þeir gætu ekkert gert fyrir mig þar sem ég væri að kaupa ljósnetið þeirra í gegnum Hringdu. Til að fá þjónustu hjá þeim yrði ég að hætta hjá Hringdu og kaupa ljósnetið beint af þeim.
Ég yrði að hafa samband við Hringdu og láta þá skoða línuna, ég hafði samband við Hringdu og þeir sögðust ekki hafa aðgang að línunum hjá Símanum enda bara endursöluaðilar fyrir þá.
Ég hringi þá aftur í 8007000 og þá er mér sagt að hringja aftur í Hringdu og biðja þá um að senda beiðni á þá um að skoða línuna. Þetta prósess er búið að vera síðan 19 júlí og það bendir hver á annan og ekkert gerist.
Ég ætla ekki einu sinni að eyða tíma mínum né annarra í rekja í löngu máli samskipti mín við Vodafone útaf sambærilegu máli.

Útaf þessu "layera" rugli sem er í gangi, þ.e. þú getur verið með sjónvarp/internet hjá einum en línuna frá öðrum (ljósnet fyrirtækis X/ljósleiðari Gagnaveitunnar), þá höndla fyrirtækin ekki þetta system.

Þegar ljósleiðarinn minn fór í vesen, þá var vandamálinu kastað eins og heitri kartöflu milli Vodafone og GR ítrekað í langan tíma. Mér var reglulega gefið númer hjá einhverjum verktökum sem ég átti bara að panta persónulega. Ef ég borga reikning fyrir tug þúsund á hverjum mánuði, og þjónustan virkar ekki, gerið þá við það. Að þessu sögðu þarf ég kannski að taka fram að vandamálið er leyst í dag, en það tók líka dágóðan tíma.
Ísland, best í heimi, og flóknast í heimi.

Annars held ég að stjórnvöld hafi úrskurðað um það að símafélögin skuli veita þessa þjónustu til allra sem vilja, gegn þeirra vilja, bara einsog þetta sé vefsíða sem þurfi ekkert support.

NiveaForMen
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 03. Jún 2010 00:07
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af NiveaForMen »

Ef rúv er það eina sem þú notar mæli ég með xbmc og addoninu Sarpurinn. Bein útsending rúv á netinu, ekki hd, en betri gæði en ég var með í gegnum þessa ónýtu afruglara hjá símanum og Vodafone.

codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 333
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af codec »

Ef þú villt ekki nota iptv frá símafyrirtækjunum þá er möguleiki að nota DVB-T (eða DVB-T2 fyrir HD) sjá hér http://www.ruv.is/hjalp/stafraent-sjonvarp" onclick="window.open(this.href);return false;.

Hjá mér hefur ljósleiðarinn alltaf verð bestur og menn verið nokkuð fljótir að laga ef eitthvað klikkar. Eina sem ég gæti kvartað yfir er frekar lítil gæði í HD útsendingum, ég held það sé vegna lágs bitrate (nokkuð mikil þjöppun) og þeir eru með 720p ekki 1080p. Eins vildi ég gjarnan fá HD í tímaflakkið og frelsið en það er meira svona first world problem.

JReykdal
Gúrú
Póstar: 554
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af JReykdal »

djOsiRis skrifaði:Þú getur fengið þér DVB-T2 móttakara, þá áttu að ná rúv í HD en þessir móttakarar eru að kosta í kringum 20þ og þá þarftu auðvitað að vera með örbyljuloftnet. Ef þú ert bara að horfa á ruv þá gæti það verið fín lausn fyrir þig, getur meira að segja aukið net hraðan hjá þér í leiðinni. En eftir að tímaflakkið kom á afruglaran frá Símanum þá mundi ég ekki skipta persónulega.
DVB-T2 og örbylgjan er sitt hvor hluturinn.

RÚV-HD er á örbylgju í DVB-T en DVB-T2 útsendingar eru ekki hafnar.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

JReykdal
Gúrú
Póstar: 554
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Staða: Ótengdur

Re: Losa sig við afruglarann ?

Póstur af JReykdal »

codec skrifaði:Ef þú villt ekki nota iptv frá símafyrirtækjunum þá er möguleiki að nota DVB-T (eða DVB-T2 fyrir HD) sjá hér http://www.ruv.is/hjalp/stafraent-sjonvarp" onclick="window.open(this.href);return false;.

Hjá mér hefur ljósleiðarinn alltaf verð bestur og menn verið nokkuð fljótir að laga ef eitthvað klikkar. Eina sem ég gæti kvartað yfir er frekar lítil gæði í HD útsendingum, ég held það sé vegna lágs bitrate (nokkuð mikil þjöppun) og þeir eru með 720p ekki 1080p. Eins vildi ég gjarnan fá HD í tímaflakkið og frelsið en það er meira svona first world problem.
Þú munt ekki sjá 1080p í útsendingum eða IPTV í bráð.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Svara