Svartur skjár á fartölvu / ræsir sig ekki

Svara

Höfundur
hundur
Nörd
Póstar: 112
Skráði sig: Sun 30. Maí 2004 01:31
Staða: Ótengdur

Svartur skjár á fartölvu / ræsir sig ekki

Póstur af hundur »

Yoyo.
Ég er með tæplega þriggja ára fartölvu (vika eftir af ábyrgðinni) og hún hefur undanfarið ákveðið að haga sér illa.
Ég hef verið að lenda í því að það kemur fyrir að upp úr þurru kemur kolsvartur skjár og ég get ekkert gert (það er þó eins og það sé enn kveikt á tölvunni).

Svo þegar ég reyni að kveikja aftur á tölvunni þá er ennþá svartur skjár, ekkert gerist, biosinn loadast ekki heldur.

Eftir að hafa lesið mér til á netinu hef ég reynt að ræsa hana án batterís og hef haldið inni power takkanum í 30 sekúndur og fleira. En það sem virðist virka er að taka minnið úr henni og setja það í aftur - þá ræsir hún sig aftur eins og ekkert hafi í skorist. Þetta gerist á nokkurra vikna fresti.

Það sem mig langar að vita er hvað gæti verið að klikka í tölvunni og hver væri varanleg lausn á þessu vandamáli?

Hér eru hitatölur eftir að hafa kveikt á tölvunni í stutta stund
Hér eru hitatölur eftir að hafa kveikt á tölvunni í stutta stund
hiti.PNG (15.92 KiB) Skoðað 629 sinnum

Arnarmar96
spjallið.is
Póstar: 431
Skráði sig: Sun 04. Nóv 2012 05:21
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Svartur skjár á fartölvu / ræsir sig ekki

Póstur af Arnarmar96 »

Alltof hár hiti í Idle, ef þú getur, farðu með hana þar sem þú keyptir hana og biddu þá um að kíkja á þetta fyrir þig..
Mobo: MSI B85M-E33 CPU: Intel Core i5 4670k Ram: 8gb 1600mhz Graphics: GTX 650 ti 1gb

Höfundur
hundur
Nörd
Póstar: 112
Skráði sig: Sun 30. Maí 2004 01:31
Staða: Ótengdur

Re: Svartur skjár á fartölvu / ræsir sig ekki

Póstur af hundur »

Fór með tölvuna þar sem hún var í ábyrgð, þetta reyndist vera bilun í móðurborðinu.
Svara