Selja tölvuþjónustu?

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
GönguHrólfur
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Fös 07. Jún 2013 14:43
Staða: Ótengdur

Selja tölvuþjónustu?

Póstur af GönguHrólfur »

Ég er nýfluttur til Hveragerðis og ég væri ekkert á móti smá aukastarfi hérna, þannig að ég var að pæla hvort að ég þyrfti eitthvað sérstakt leyfi til þess að selja þjónustu mína til þess að hjálpa fólki með allskyns tölvumál?

Ég veit að ég hef oft hjálpað fólki með hina einföldustu hluti og verið kallaður snillingur fyrir vikið, þannig að ég sé ekki afhverju ég ætti ekki að líta á það sem tækifæri til að öðlast smá aukapening í vasann.

Ég gæti til dæmis rykhreinsað, skipt um kælikrem örgjörva, straujað og sett upp Windows, stillt ákveðna hluti til þess að gera hluti hraðari, hjálpað fólki með einfalda erfiðleika sem það glýmir við, o.s.f

Ég er enginn forritari né neitt þannig, ég bara kann öll þessi basic atriði með tölvur og finnst alltaf jafn fyndið þegar ég er kallaður einhversskonar sjéní fyrir það :)
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Selja tölvuþjónustu?

Póstur af GuðjónR »

Það sem þú ert að gera er ekki lögvarin iðngrein og þú þarft engin sérstök leyfi til þess að strauja tölvur eða rykhreinsa þær.
Skjámynd

Höfundur
GönguHrólfur
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Fös 07. Jún 2013 14:43
Staða: Ótengdur

Re: Selja tölvuþjónustu?

Póstur af GönguHrólfur »

GuðjónR skrifaði:Það sem þú ert að gera er ekki lögvarin iðngrein og þú þarft engin sérstök leyfi til þess að strauja tölvur eða rykhreinsa þær.
Flott að heyra það, ég hafði samband við nokkrar tölvuverslanir og spurði þá út í hvað það kostaði að láta gera svona hluti, og verðið hjá þeim var alveg hlægilega dýrt að mínu mati.
Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Staða: Ótengdur

Re: Selja tölvuþjónustu?

Póstur af beggi90 »

GönguHrólfur skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Það sem þú ert að gera er ekki lögvarin iðngrein og þú þarft engin sérstök leyfi til þess að strauja tölvur eða rykhreinsa þær.
Flott að heyra það, ég hafði samband við nokkrar tölvuverslanir og spurði þá út í hvað það kostaði að láta gera svona hluti, og verðið hjá þeim var alveg hlægilega dýrt að mínu mati.
Samanborið við að gera þetta inní herbergi ekki gefið upp til skatts já.
Bættu svo við yfirbyggingu með nokkra starfsmenn í fullri vinnu þar sem allt er uppá borði.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Selja tölvuþjónustu?

Póstur af GuðjónR »

Hann sagði aldrei að þetta yrði ekki gefið upp til skatts, bara hvort þetta væri yfir höfuð löglegt sem það er.
Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Staða: Ótengdur

Re: Selja tölvuþjónustu?

Póstur af beggi90 »

GuðjónR skrifaði:Hann sagði aldrei að þetta yrði ekki gefið upp til skatts, bara hvort þetta væri yfir höfuð löglegt sem það er.
Vel athugað, maður þarf að hætta að gefa sér staðreyndir sem eru ekki til staðar.
Biðst afsökunar á því.

capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Selja tölvuþjónustu?

Póstur af capteinninn »

GönguHrólfur skrifaði:Ég er nýfluttur til Hveragerðis og ég væri ekkert á móti smá aukastarfi hérna, þannig að ég var að pæla hvort að ég þyrfti eitthvað sérstakt leyfi til þess að selja þjónustu mína til þess að hjálpa fólki með allskyns tölvumál?

Ég veit að ég hef oft hjálpað fólki með hina einföldustu hluti og verið kallaður snillingur fyrir vikið, þannig að ég sé ekki afhverju ég ætti ekki að líta á það sem tækifæri til að öðlast smá aukapening í vasann.

Ég gæti til dæmis rykhreinsað, skipt um kælikrem örgjörva, straujað og sett upp Windows, stillt ákveðna hluti til þess að gera hluti hraðari, hjálpað fólki með einfalda erfiðleika sem það glýmir við, o.s.f

Ég er enginn forritari né neitt þannig, ég bara kann öll þessi basic atriði með tölvur og finnst alltaf jafn fyndið þegar ég er kallaður einhversskonar sjéní fyrir það :)
Þú getur skoðað með að taka Comptia A+ próf til að fá einhverja formlega gráðu í svona "tölvufikti". Stefni á að fara í það sjálfur og er að lesa kennslubókina núna til að skoða þetta betur
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Selja tölvuþjónustu?

Póstur af Gúrú »

Þú værir bara að vinna sem verktaki og þyrftir að fylgja reglum um þá, horfa sérstaklega til allra þessa tekjuþaka á meðan að þú ert að þessu
til að brjóta ekki óvart nein lög. ;)

Gangi þér vel.
Modus ponens

Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Staða: Ótengdur

Re: Selja tölvuþjónustu?

Póstur af Haflidi85 »

minnir að hver einstaklingur geti unnið sér inn 500 þús á ári sem verktaki án þess að þurfa að gefa það upp til skatts.
Skjámynd

ÆvarGeir
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Lau 13. Nóv 2010 12:16
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Selja tölvuþjónustu?

Póstur af ÆvarGeir »

Haflidi85 skrifaði:minnir að hver einstaklingur geti unnið sér inn 500 þús á ári sem verktaki án þess að þurfa að gefa það upp til skatts.
Það er Virðisaukaskattur, þ.e.a.s. VSK em þú þarft ekki að borga, og það er 1000 þús á ári, en þú þarft altaf að borga skat af tekjum.
getur skoðað þetta hér http://www.rsk.is/atvinnurekstur/virdis ... byrjendur/
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Selja tölvuþjónustu?

Póstur af Hjaltiatla »

ÆvarGeir skrifaði:
Haflidi85 skrifaði:minnir að hver einstaklingur geti unnið sér inn 500 þús á ári sem verktaki án þess að þurfa að gefa það upp til skatts.
Það er Virðisaukaskattur, þ.e.a.s. VSK em þú þarft ekki að borga, og það er 1000 þús á ári, en þú þarft altaf að borga skat af tekjum.
getur skoðað þetta hér http://www.rsk.is/atvinnurekstur/virdis ... byrjendur/
Veit einhver hvernig það er ef maður er launþegi og ef maður myndi vinna sem verktaki í aukavinnu (sama pæling og hér að ofan) er það ekki sama reglan ?
Just do IT
  √
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Selja tölvuþjónustu?

Póstur af dori »

Það er ekkert flókið að vera verktaki (óháð því hvort þú sért launþegi eða ekki). Þú setur þetta undir eigin rekstur á skattframtali, undir réttum flokki (ég veit ekki hvort þeir hafi "tölvugrúsk" þarna, en eitthvað svipað) og setur kostnað á móti. Svo færðu reikning í ágúst (eða var það skipt á 3 gjalddaga, ég man ekki) fyrir skattinum sem þú skuldar.

Ef þú ert launþegi (og þá væntanlega af fullnýta persónuafslátt) þá augljóslega borgarðu fullan skatt af þessu, annars er persónuafsláttur dreginn frá eins og ef þú ert launþegi.

Hafa bara í huga ef þú ert farinn yfir milljón á ári þarf, eins og Ævar bendir á, að rukka vsk og þá þarftu vsk númer (það er samt ekkert flókið heldur). Ef þú ferð yfir þessa milljón og rukkar vsk þá þarftu að taka það fram á reikningunum þínum og passa að borga vskinn á réttum tíma (ætti að vera auðvelt að fá hjálp frá viðeigandi embættismönnum um hvernig það er, ég hef aldrei rukkað vsk sjálfur). Ef þú ferð ekki yfir milljónina þá áttu ekki að rukka vsk, augljóslega.
Svara