Að versla íhluti erlendis frá.

Svara

Höfundur
Guffaluff
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Sun 14. Ágú 2011 09:01
Staða: Ótengdur

Að versla íhluti erlendis frá.

Póstur af Guffaluff »

Daginn daginn!

Nú er ég að huga að því að smíða mér nýjan turn, og er að leitast að bestu verðunum. Ég vildi athuga hvort fólk hérna hefði einhverja reynslu af að panta íhluti erlendis frá? Er einhver verðmunur sem munar um?

Endilega segið mér frá ef þið hafið reynslu af þessu, og þá kannski bendið mér líka á vefsíður sem þið getið mælt með? :)
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: Að versla íhluti erlendis frá.

Póstur af MatroX »

borgar sig varla útaf ábyrgðar málum :)
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Höfundur
Guffaluff
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Sun 14. Ágú 2011 09:01
Staða: Ótengdur

Re: Að versla íhluti erlendis frá.

Póstur af Guffaluff »

Grunaði það svo sem :). EInhverjir fleiri sem hafa eitthvað til málanna að leggja? :)
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Að versla íhluti erlendis frá.

Póstur af Klemmi »

Sama svar... Borgar sig svo lengi sem ekkert bilar.

Ef einhver íhlutur bilar ertu að öllum líkindum kominn í mínus hvað peningahliðina varðar, auk þess sem þú ert með ónothæft rigg á meðan þú garfar í ábyrgðarmálum eða kaupir nýjan íhlut hér heima.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Frosinn
has spoken...
Póstar: 188
Skráði sig: Mið 13. Jan 2010 19:33
Staðsetning: Eyrarbakki
Staða: Ótengdur

Re: Að versla íhluti erlendis frá.

Póstur af Frosinn »

Tek undir það sem áður hefur komið fram. Ég gerði töluvert af því að kaupa íhluti frá USA hér áður fyrr, en er nánast hættur því vegna ábyrgðarmála. Hér heima er 2ja ára ábyrgð skv. neytendalögum, en yfirleitt 3 mánuðir í USA (nema annað komi fram hjá seljanda). Við bættist umstang og kostnaður við RMA til útlanda, og þá var bara orðið ódýrara, auðveldara og þægilegra að kaupa dótið hérna heima (að því gefnu að það fengist hér), jafnvel þó söluverð væri örfáum þúsundköllum hærra á klakanum.
CASE: CoolerMaster HAF 922 | PSU: Zalman ZM-1000HP | MOBO: Asus P9X79 Deluxe | CPU: Intel 3930K@3.2GHz | SINK: Stock | RAM: 64GB (8xCrusial 8GB DDR3 1600MHz) | SSD: 720GB (RunCore 480GB; Mushkin MKNSSDCR120GB; OCZ AGT3-25SAT3-120G) | HDD: 24TB (8xSeagate ST3000DM0013) | GPU: Radeon R9 270 | DISP: 2 x Dell 30" (3008WFP)
Svara