Fartölva m Win8, vaknar úr sleep mode.

Svara

Höfundur
steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Fartölva m Win8, vaknar úr sleep mode.

Póstur af steinarorri »

Sælir. Ég er með Toshiba Satellite P750-10R vél sem keyrir á Windows 8.
Yfirleitt læt ég duga að setja hana á sleep mode, á næturnar eða þegar ég fer með hana í vinnuna / skólann. Hún hinsvegar tekur upp á því að vakna af sjálfsdáðum og ef hún er t.d. í töskunni þá hitnar hún mikið og klárar batterýið. Er búinn að skoða Scheduled tasks og þar er ekkert sem hefur leyfi til að vekja tölvuna og þetta er mikil ráðgáta :/
Allow wake timers er disabled á batterýi svo ég skil ekki neitt í þessu.

Annað sem ég er í veseni með... ef ég legg niður tölvuskjáinn breytist multi mon stillingarnar í Extend eða skjárinn verður alveg svartur og ég þarf að leika mér á start + P takkanum þangað til ég ramba inn á PC screen only. Þegar ég er heima nota ég stillinguna Second screen only.
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva m Win8, vaknar úr sleep mode.

Póstur af worghal »

gæti verið að skjárinn sé að rekast í takka sem vekur tölvuna upp.

gæti verið að eitthvað í töskunni sé að þrísta á skjáinn þannig hann beygist á takkana.
ertu með tölvuna bera í töskunni með öðrum hlutum eða er hún er sínu sér hulstri/tösku?
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

Höfundur
steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva m Win8, vaknar úr sleep mode.

Póstur af steinarorri »

Hún er í sér hólfi, og ég hef heyrt hana fara í gang þegar taskan er alveg kyrr á gólfinu. Þetta gerist líka stundum heima á næturnar en þá skiptir það minna máli þar sem hún er tengd og hún er ekki að "kafna" í töskunni.

Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva m Win8, vaknar úr sleep mode.

Póstur af Gislinn »

steinarorri skrifaði:Sælir. Ég er með Toshiba Satellite P750-10R vél sem keyrir á Windows 8.
Yfirleitt læt ég duga að setja hana á sleep mode, á næturnar eða þegar ég fer með hana í vinnuna / skólann. Hún hinsvegar tekur upp á því að vakna af sjálfsdáðum og ef hún er t.d. í töskunni þá hitnar hún mikið og klárar batterýið. Er búinn að skoða Scheduled tasks og þar er ekkert sem hefur leyfi til að vekja tölvuna og þetta er mikil ráðgáta :/
Allow wake timers er disabled á batterýi svo ég skil ekki neitt í þessu.

Annað sem ég er í veseni með... ef ég legg niður tölvuskjáinn breytist multi mon stillingarnar í Extend eða skjárinn verður alveg svartur og ég þarf að leika mér á start + P takkanum þangað til ég ramba inn á PC screen only. Þegar ég er heima nota ég stillinguna Second screen only.
Ég googlaði "Windows 8 wake up automatically" og fékk upp fullt af lausnum. Þú þyrftir eiginlega að fara í gegnum það og sjá hvaða lausn á við um þig.

Fyrsta sem mér datt í hug var að hún væri að vakna útaf net kortinu.
common sense is not so common.

Magni81
has spoken...
Póstar: 186
Skráði sig: Mið 11. Feb 2009 16:51
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva m Win8, vaknar úr sleep mode.

Póstur af Magni81 »

ertu með þráðlausa mús tengda við hana? ég þarf að slökkva á músinni svo hún vakni ekki úr sleep mode í töskunni.

Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva m Win8, vaknar úr sleep mode.

Póstur af Gislinn »

Magni81 skrifaði:ertu með þráðlausa mús tengda við hana? ég þarf að slökkva á músinni svo hún vakni ekki úr sleep mode í töskunni.
Þú getur líka stillt þannig að tölvan vakni ekki við activity frá músinni.

Ferð í Device Manager (devmgmt.msc), velur músina, properties -> Power Management -> afhakar í "Allow this device to wake the computer".
common sense is not so common.

Höfundur
steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva m Win8, vaknar úr sleep mode.

Póstur af steinarorri »

Var búinn að skoða flest allt af google, wake timers er disabled eins og margir benda á, þegar ég athuga hvað vakti tölvuna kemur ekkert upp, automatic maintenance má ekki vekja tölvuna, ekkert scheduled task sem má vekja tölvuna, netkortið má ekki vekja tölvuna.
Þegar ég skoða Event viewer koma upp einhverjir eventar en ekkert sem segir mér hvað er að vekja tölvuna
Mynd
Það sem kemur í fyrsta eventinn þarna kl 0:40 er breyting á klukkunni.

Magni81
has spoken...
Póstar: 186
Skráði sig: Mið 11. Feb 2009 16:51
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva m Win8, vaknar úr sleep mode.

Póstur af Magni81 »

Gislinn skrifaði:
Magni81 skrifaði:ertu með þráðlausa mús tengda við hana? ég þarf að slökkva á músinni svo hún vakni ekki úr sleep mode í töskunni.
Þú getur líka stillt þannig að tölvan vakni ekki við activity frá músinni.

Ferð í Device Manager (devmgmt.msc), velur músina, properties -> Power Management -> afhakar í "Allow this device to wake the computer".

Takk fyrir þetta :)

Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva m Win8, vaknar úr sleep mode.

Póstur af Gislinn »

Prufaðu hvort þetta eigi við:
Power Management Options í Control Panel> Power Settings>Change plan settings> Advanced power settings. -> “Multimedia settings” , “When sharing media.” ->”Allow the computer to sleep."

Kemur eitthvað upp ef þú opnar command prompt og skrifar: powercfg /waketimers eða powercfg -devicequery wake_armed
common sense is not so common.

Höfundur
steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva m Win8, vaknar úr sleep mode.

Póstur af steinarorri »

Gislinn skrifaði:Prufaðu hvort þetta eigi við:
Power Management Options í Control Panel> Power Settings>Change plan settings> Advanced power settings. -> “Multimedia settings” , “When sharing media.” ->”Allow the computer to sleep."

Kemur eitthvað upp ef þú opnar command prompt og skrifar: powercfg /waketimers eða powercfg -devicequery wake_armed
Var búinn að athuga þetta og það kemur ekkert upp þegar ég slæ þetta inn í cmd

Höfundur
steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva m Win8, vaknar úr sleep mode.

Póstur af steinarorri »

upp, einhver sem kannast við þessi vandamál?
Skjámynd

olafurfo
Ofur-Nörd
Póstar: 246
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 16:24
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva m Win8, vaknar úr sleep mode.

Póstur af olafurfo »

Lenti i þessu með msi gt70 hjá mér. Þurfti bara að gera EC reset og ekki gerst síðan :)

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
Svara